mánudagur, 21. apríl 2008

Þvílík yfirferð!!!!

Jahá ... Gúden aben segir einhvernstaðar svo ég segi það bara líka. Það hefur margt á daga mína drifið síðan á föstudag. Ég er t.d gengin upp að eyrum eftir að hafa verið að flækjast í kringlunni og Smáralind föstudag,laugardag og mánudag... Ojjj... en sem betur fer eyddi ég afskaplega litlum peningum.. Sko mig mjói minn!! hvað ég er dugleg. En sem sagt byrjaði þetta allt á föstudaginn þegar ég hitti fyrstu vinkonurnar eftir að ég var búin í klipp og lit. En við fórum á café París eins og áður sagði og það var mjög fínt.
Á laugardaginn náðu systurnar Rannveig og Hrafnhildur í mig og við trilluðum í Kringluna og þar var Kringlukast. Þar sá ég vinkonu mína fara hamförum í innkaupunum ... Mjói maðurinn hefði hent mér öfugri út ef ég hefði gert svona lagað...
Á laugardagskvöldið fórum ég og bróðir minn og mása mín í mat til foreldra hennar.. það var grill alveg dásamlegt og ég varð ekkert veik af þeim mat... Dásamlegt fólk heim að sækja. Takk fyrir mig. Ég var komin með störu og kjánasvip þegar við loksins höfðum okkur heim ,klukkan þá orðin rúmt 2 (hef ekki vakað svona lengi síðan fyrir aðgerð) Svaf líka fram að hádegi á sunnudag.
Þá stökk ég í föt og brunaði á Selfoss og heimsótti Ólöfu vinkonu og nýja húsið hennar.. Til hamingju með það.. En það þýðir ekkert fyrir ykkur að flytja aftur þið fáið ekki fleiri innflutningsgjafir... Sumt fólk sko.. Húsið hjá þeim er orðið fullt af innflutningsgjöfum frá mér... Jú það er satt ég sá það..
Um fjögur brunaði ég í Hveragerði (Hveró) til hinnar afar skrýtnu fjölskyldu sem býr að Heiðmörk 28. Þær mæðgur voru nýkomnar frá New york...huhh eins og mér sé ekki sama..Þær hefðu nú alveg getað keypt eina Guess tösku handa mér. En ég man þetta bara ef að ég fer eitthvað þá gef ég þeim ekki PRADA skó...
Ég borðaði hjá þeim kvöldmat sem var með betri *takatilíískápnum* réttum sem ég hef smakkað. Um 8 leitið var ég orðin syfjuð svo ég fór í bæjinn þá, en vaknaði svo vel að ég fór í heimsókn til gömlu góðu vinkonu minnar og bekkjasystur Þórdísar Rabba.. Það var mjög gaman við leystum nokkur af vandamálum landsins og ákváðum að leysa aðeins fleiri mál í næstu viku yfir matarbita á Fiskmarkaðnum Hlakka til þess. Svo í dag þegar ég var búin uppi á Lundi Reykjanna þá fór ég í bæjinn með Önnu Lilju vinkonu og mömmu hennar við fengum okkur kaffi saman og á meðan svaf ormur- gormur í innkaupakerrunni .. Að lokum,... þá fæ ég Hindina mína til mín á miðvikudags seinnipart fram á laugardag. þá fá mjói maðurinn sem ég bý með og trommarinn sonur minn að ráða ríkjum í heila 3 daga án kvenmanns.. Það verður eitthvað frumlegt býst ég við. Góða skemmtun við tiltektina strákar mínir.:)
En jæja þetta fer nú að verða helv... fínt ég er komin með krampa í hálsinn og puttana á því að bogra hér og röfla með fingrunum. Ég segi bless í bili og vonandi hef ég eitthvað um að tala í vikunni. Gangi ykkur vel í því sem þið eruð að gera og eigið ljúfa og góða viku . YKKAR INGA og AFKÖSTINN hennar.
~~``**´´~~
Bollinn hennar Siggu fræ í Hveró....sem ég drakk of mikið kaffi úr :)

Flottur diskur með eplum á borðinu hennar Siggu fræ í Hveró.....


Sandra fræ með diskinn flotta í forgrunni....



Sigga fræ í Hveró með einhverjar himneskar töflur þar sem maður sér allt í rósrauðu og kærulausu...:=)




Nema að hún sá held ég voðalega lítið....:)



Sandra nýbúin að fá sér nokkrar himneskar....


Hænsnapar sem húkir þarna á hillu hjá Siggu fræ í Hveró og fá aldrei að koma niður... ( Bláa kannan hvað)??



Þessi fær þó að vera með í axjón og hlustar á allt sem fram fer við eldhúsborðið..



Veit ekki hvað það heitir þetta blóm en því var hent á meðan ég var þarna vegna óviðráðanlegra orsaka....



Sandra fræ... eitthvað ósátt við sig fyrir myndatökuna en við gömlurnar orðnar sjóaðar í þessu og löngu búnar að laga á okkur brjósin.. :)


Aldeilis hver annari myndarlegri frænkurnar..... Og Sigga galdraði fram freistingar dagsins:)

Held að þetta sé gömul kanna sem amma Sigga átti......eða hvað segir þú um það Sigga fræ í Hveró...Er þetta ekki rétt hjá mér?? Allavega þykist ég muna eftir henni úr skápnum með glerinu!!!

Flottur vínskápurinn.... skilst að hann sé meira og minna tómur :)...

Æ þetta er svo flott dúlla...köllum hana andamömmu.....
~~´´**``~~
Svo eru þetta vinkonurnar sem ég hitti á föstudag á Kaffi Paris . Þetta er nú ekki alveg rétt röð á dögunum en ég býst við að þið skiljið þetta samt.
Úti í sólinni.... því þær þurftu náttúrulega að reykja en ég ekki .... :=)

.... Og inni fengum við okkur Kaffi og með því . Ég fékk mér dásamlega laxabrauðsneið sem ég borðaði hálfa og fékk svo í magann af... Viskulegt að vera að borga offjár fyrir það...
~~``**´´~~

11 ummæli:

Gusta sagði...

það hefur verið nog að gera hjá þér um helgina heyrumst kveðja Guðsteina

Goa sagði...

Oh, en gaman og gott að lesa þetta allt svona fyrir svefninn!
Fínar myndir af fallegum stjörnum!

Klemma til þín darling..

Goa sagði...

Hej igen!!
Gætirðu nokkuð verið svo góð að senda mér 2 poka af lakkrísreimum?! ég yrði bara svo happy. Ætla að gefa einn og éta hinn, alein!!!
please...:)
Klemma og...KNÚS til þín...

Nafnlaus sagði...

með eða án appolo??

Sigga sagði...

..... æne slaben og gamla skútukerlingin. Já þvílík yfirferð þú hefur sjálfsagt hitt fleira fólk um helgina en ég á síðastliðnum 5 árum, hí, hí.

Ég væri svo til í að sjá þig með kjánasvip og Guess tösku.

Dauðlangar að vita af hveju blóminu var hent, sem by the way heitir Chrysanthemum eða prestakragi.

Var Sigga frænka með þjón í tilefni heimsóknarinnar ??? Það stendur einhver bak við þig á myndunum ónafngreindur.

Já það er orðið erfitt að hafa tölu á húsum Ólafar.

Datt í hug að kíkja á nokkrar myndir þegar þú nefndir Þórdísi. Ef ég nenni þá skanna ég inn nokkrar góðar og sendi þér.

Er alveg sannfærð um að mjói maðurinn og trommarinn svífa um húsið eins og hvítir stormsveipir.

heyrumst, sys.

~~♥ Mamma Millan ♥~~ sagði...

ÅÅ så mycket trevliga fikastunder!!!!ser musigt ur..älskar sådana våningsfat ju!!!!!!

Ha det så fint i vår solen!!
Kramar från en kul "prick"
♥ Millan♥

Synnøve. sagði...

Hej du.
Så fint det där fatet var. Det med äpplet. Har letat efter ett sånt länge. Vi svenskar är så galna i småkakor vet du. Bakar många sorter till jul, påsk och andra högtider.
Ser ut som ni fryser lite när ni sitter ute hehe....
Här går jag i kortbyxor igen....
Har 27 plus i solen på verandan. Bara 11 i skuggan....
Ha en fin dag på ön.
Kram från Norge.
Synne :D

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir innlitið og nýjustu innflutningsgjöfina mín kæra. Já það er dagsatt, húsið mitt er fullt af innflutningsgjöfum frá Ingu. Nú er ég hætt að flytja í bili....allavega næstu 2 árin ;o)komin í fínt hús og upplifi þvílíkt frelsi með krakkana. Búin að hvítta skápdrusluna sem var skilin eftir í nýja húsinu, allt annað að sjá kvikindið...fer inn til Sigríðar svo þarf að kaupa hvítar körfur í hann...
En mér gengur illa að skila þér hlutum...ég er hætt að eiga börn og þarf ekki lengur bleyjustandinn þinn...komdu til mín aftur og sæktann....
kys og knus
Ólöf flutningsóða

Goa sagði...

Nei...ég ætla að gefa annan pokann...ég lofa!!
Knús og kram úr sólinni..:)

Helena Dovier sagði...

Tack så mycket för din hälsning hos mig, jättekul att hitta en blogg från Island! Jag har aldrig varit där, men det ser vansinnigt vackert ut. Ha en bra fortsättning på veckan!
Kram från Helena

Nafnlaus sagði...

takk fyrir siðast kæra frænka.
ju það er rett hja þer þetta er kannan ur glerskapnum a FOSSGOTUNI
HÆ Sigga frænka a Seyðis ja eg fekk þjon ser innfluttur fra þyskalandi i tilefni dagsins (þetta er vinkona Söndru)en blomið saluga for i tunnuna
vegna lusa þu getur rett ymindað þer fyrirgangin i mer kveðja Sigga fræ i Hvero