fimmtudagur, 26. nóvember 2009

Á flottustu börn í heimi!!!

~~**~~
Sæta og fína vinstrihandarskreytingin mín!!


~~**~~
Já Halló!!

Þá er nú fröken flensa á undanhaldi hér á þessu heimili. Dóttirin öll að koma til þó hún heyri ekki vel eftir alla þessa eyrnabólgu og sprungna hljóðhimnu. En það hlýtur að lagast. Hún er nú búin að vera hitalaus í gær og í dag svo við ætlum að drífa okkur í skólann á morgun. Þar er brjálað að gera og hafa prófin hlaðist upp vegna veikindana. Trommarinn búin að vera hér í alsnæktum alla vikuna og hjálpaði okkur að baka í dag hann sá um allan skurð og sax, Hindin um mælingar á efnum og hrærivélina og bjó til kúlur og toppa.þ Ég sá svo um að koma þessu í og úr ofninum. Flott samvinna þarna að verki!!

Svo var málað á piparkökur. Það finnst okkur alltaf jafn gaman en að þessu sinni vorum við með túpur og voru kökurnar voða flottar og vel skreyttar.

Ég tók mig til í gær og bjó mér til kertaskreytingu. Langaði svoooo mikið að athuga hvort ég gæti ekki alveg gert það með annari hendi. Og þó ég segi sjálf frá þá fannst mér hún takast ljómandi vel. Ég er allavega ánægð með vinstrihandar jólakertaskreytinguna mína!!!

í kvöld ætlum við að skjótast til ömmu og afa á Dverghamrinum og hnýsast í pokana þeirra en þau voru að koma frá Ameríku áðan. Það er mikill spenningur hjá Hindinni. Þetta hefur venjulegast verið fyrir henni eins og litlu jólin þar sem þau fara alltaf á þessum tíma og kaupa alltaf jólagjafirnar þar. Og já yfirleytt miklu meira en það!!! Mjói minn skrapp til Rvk í morgun og kemur aftur á morgun. Ég sendi hann náttlega í leiðangur í Íkea, Rúmfó og sitthvað fleira . Hann var ekki ánægður. En eins og ég segi alltaf : maður á að nýta ferðina til hins ýtrasta...:O)

Ég óska ykkur góðrar helgar og þið þarna fyrir austan passið ykkur á snjónum hann er stórhættulegur... Í miklu magni allavega.

Ingibjörg og erillinn!!




~~**~~




lakkrístoppar,kókostoppar og súkkulaðibitakökur

Bara að ég gæti nælt mér í eina...Voff


vaska upp hrærivélaskálina fyrir næstu sort!!


kókostoppar í bígerð!!!


nýjasti kokkafatnaðurinn... svona tropical tíska!!!


flottir sveinkar og sveinkur!!!


Jólatré í massavís!!!

hmmmm eitthvað hugsi!!!

aldrei skilið hvað piparkökusvín eru jólaleg... nema kannski þessi jól á svínaflensutímum!!!



Eitthvað orðin þreytt á þessu!!!

sunnudagur, 22. nóvember 2009

Hugleiðing um hitt og þetta

~~**~~
Jólasokkar sem verða úttroðnir af góðgæti þegar nær dregur!!!


~~**~~



Góðan dag!!!
Fallegur dagur á eyjunni fögru í suðri. Sunnudagur heitir hann og sólin skín og kalt í veðri.
Er búin að reyna að gera svolítið jólalegt hér heima í dag og gengur Það svona upp og ofan. En allt kemur þetta nú með kalda vatninu og bara svona í rólegheitunum. Hindin mín litla er lasin og búin að vera það síðan á fimmtudaginn , með hita hálsbólgu,kvef og eyrnabólgu..:O/ ekki gaman að vera hún núna. Margar andvökunætur og grátur...
Ekki veit ég nú hvort þetta er svínið að stríða henni en ég held nú ekki. Hef ekki heyrt að þar sé eyrnabólga með í för. Ég fékk nýtt gifs á föstudaginn og var það töluverður léttir þar sem ég er búin að endurheimta fingurna mína þá vísifingur og löngutöng. Þeir eru svolítið stirðir eftir prýsundina en það kemur hægt og bítandi. Verð passlega laus við gifsið þegar næsta aðgerð skellur á. En já gott fólk þann 16. des ætla ég að láta flá af mér allt lauslegt skinn af maga, baki og upphandleggjum...:O)´jú alveg satt svo það verður voðalega lítið að frétta héðan þessi jól. Verða bara öðruvísi náttúrulega og það verður bara tekið þannig á því í þetta skipti. Það verður gott að losna við þessa aukahúð sem flækist fyrir mér eins og vel krumpaður kjóll um 2 nr of stór í þokkabót. Trommarinn minn er að koma í kvöld til mömmu sín. Hann er í nokkra daga fríi og ætlar að vera hér og hjálpa mömmunni sinni... eða ég vil fá að halda það!!!:O)
Hann verður ekkert heima um jólin . Verður að vinna öll jólin á Dönsku kránni að gefa þeim að borða sem engin hús eiga í að vernda. s.s buissnismönnum sem ekki komast heim til sín um jólin,túristum og já eins ömurlegt og það er þá er nóg af fólki sem á engan að sem fer eitt út að borða á aðfangadagskvöld..:=(... En ég er meira miður mín yfir þessum en hann svo að ég verð bara að brosa í gegn um tárin. En hér fyrir neðan eru nokkrar jólalegar myndir sem ég tók áðan og vona að þær gleðji ykkur . 'Eg bið að heilsa að sinni og við heyrumst vonandi fljótlega.
Kv Ingibjörg eljusama!!!



~~**~~




Grýlukerti lafandi niður úr sætum greinum..( þaðe r samt ekkert kalt hér inni)
Aðventukransinn minn þetta árið!!!



hátíðlegt jólaherðatré...




Skenkurinn hálfkláraður!!!



Hálfbrennd kerti í glugganum hálfkláraða...




Fallegur fugl á grein í stofunni...




caos í stofuglugga...




byrjum svona á borðstofuborðinu en svo verður hlaðið meiru á það s.s´greinum og fl...



fimmtudagur, 12. nóvember 2009

Jólasjúkdómur miklu betri en svínaflensa!!!

~~**~~
Hreindýrið sem flytur til mín jólapakkana...og jólastjarnan sem vísar því veginn!!!



~~**~~


Gott kvöld!!!..

Ég er hér alveg að fara á límingunum!!! Held mér liði svipað núna og ef ætti að fara að leiða mig til slátrunar!! Eirðarlaus,eirðarlaus,eirðarlaus...Langar svoooo mikið að byrja að grafa í jóladótinu mínu. Ég ætla að sleppa því að þrífa út úr dyrum fyrir þessi jól. Ég er löglega afsökuð en um helgina ætla ég að neyða dóttur mína í að ná í seríur og eitthvað svona jóla jóla og standa svo yfir henni og segja henni hvernig ég vil hafa allt... Í staðin fær hún að skreyta jólatréð eins og hún vill þegar þar að kemur!! hún verður ánægð með það!!! Helgin 20-22 er ég upptekin upp fyrir haus þar sem búið er að bjóða mér í jóla partý þar sem þemað er jólaskart og jólaskór... ohhh hlakka svo til. Svo þann 21. er konukvöld hér í höllinni okkar þar sem fram koma frábærir skemmtikraftar og Páll Óskar sér svo um dansinn. Ekki leiðinlegt það. Ég fer með eða án handarinnar sem fræg er orðin. En að öðru. Ég fór í vinnu í dag og fer á morgun. Ekki eru nú mikil not í kjellingunni!!! Verð íka heima í næstu viku eða þangað til er búið að taka spelkurnar af fingrunum. Þá ætti ég nú að geta allavega gripið um blýant...:O) að auki kemst ég ekki í neina utanyfirflík svo að ekki fer ég út fyrir dyr í þessum kulda nema í bíl...:O/ Vá hvað ég verð glöð þegar þessum kafla í ífi mínu er lokið. En það tekur að vísu annar leiðindarkafli við um miðjan des. En ég ræði það síðar!!!

Jæja er þetta ekki orðið bara helvíti fínt í bili. Ég pikka hér með annari og reyni svona að hjálpa til með hægri. Það er ekki alveg að gera sig þar sem ég slæ yfirleitt á 3 lykla í einu..:=/

Ég bið bara að heilsa í bili og óska ykkur góðrar helgar!!!

Ingibjörg óeirðaseggur!!!

~~**~~


smá dúll á eldhúsborðinu!!!

nótur við oh holy night...


Fuuullur glervasi af jólakúlum!!!



Indælasteik ég færi svo upp á jólafatið mitt eftir 42 daga..:)


Fallegar servéttur..Þó ekki jóla!!!



Halastjarna svo falleg þegar er búið að kveikja upp í henni!!!




demöntum prýtt jólatré...


glerslaufa á jólapakkann...

~~**~~

föstudagur, 6. nóvember 2009

Heilsur og hitt líka!!!

Og enn bætist í safnið... Alltaf vera að bæta við gifsi og spelkum. Fékk svona fallegar spelkur á fingurnar líka...:O)
~~**~~


Jæja þar fékk ég það óþvegið frá lækninum í morgun. Eftir að búið var að fylla mig af járni í morgun var ég kölluð inn á stofu til hans og sagt að hendinn væri tvíbrotin... Fock ég var ekki glöð. Fyrir utan að vera búin að engjast um í tvær vikur með eitthvað gifs til einskis þá verð ég að hafa þetta helv... í 6 vikur!!! já sæll!!! korter í jól. Það kostar að eitthvað lítið verður um skreytingar og enn minna um bakstur!!! Jæja maður tekur bara Pollíönu á þetta og er ánægður með að hafa ekki hálsbrotnað við þetta fall.
Sit hér alein heima núna þar sem restin af familíunni fór á Todmobiltónleika. Ég nennti ekki þar sem ég á erfitt með að klæða mig og finnst nóg að fara í einn klæðnað á dag og líka það að ég á mjöööög erfitt með að snyrta mig og farða. Humm þá er nú betra að vera heima bara með ljótuna og vera ekkert að ergja annað fólk með þeirri nærveru!!!..Trommarinn minn kom heim úr borg ótta og myrkurs í dag og ætlar að vera hjá mömslu sinni um helgina. Hann byrjaði daginn á að fara með mér í búð og halda á pokunum og koms vo heim og eldaði þennan líka góða pastaréttinn. Ánægð með drenginn. Hefur svo gaman af að kokka.Það er Todmobilball annað kvökld... ég hef alltaf farið á ball með þeim...:=/ En núna ætla ég bara að vera hin fullkomna eiginkona og fara ekki. Þá fer mjói minn pottþétt... Það er svo skrýtið að þegar ég ætla ekki þá ætlar hann og svo öfugt. Það er kannski bara ágætt... Ég ætla að reyna að byrja að vinna eftir helgi. Veit svosem ekki hvaða gagn verður af mér en ég ætla allavega að reyna. Það e r hægt að tapa vitglórunni á að vera heima og geta ekkert gert... Jú ég gat lesið og horft á sjónvarp. Það var nú allt og sumt. Langaði aldrei meira að fara í göngutúr bara af því ég gat það ekki. Ég ætla að byrja aftur að ganga eftir helgi. Ákveðin í þvi. Byrja bara rólega og svo smá kemur það. En jæja ég er orðin rennsveitt og rugluð á að reyna að pikka hér með annari hendi. ég óska ykkur góðrar helgar og læt heyra í mér um leið og eitthvað verður að frétta. Þó ég voni að þær fréttir verði farsælli en áður. Blessm bless Ingibjörg the indjured one!!!


~~**~~


Nýja gifsið svo hvítt og fagurt!!!
Trommarinn að elda oní fjölskylduna!!!


Dýrindis pastarétt!!



Yrði flottur kokkur ef hann vildi!! og hann langar !!