mánudagur, 30. júní 2008

Sumarsólsetur á Heimaey...

~~**~~
Gott kvöld...
Þessari skemmtilegu helgi er þá lokið og getur maður farið að undirbúa sig fyrir næstu helgi sem er goslokahelgin og 35 ár síðan gaus hér á Heimaey.
Byrjaði daginn á að taka húsið mitt í gegn eftir gestkomuna og viðra út. Ekki fyrir það að gestirnir mínir hafi gengið svona illa um, ég bara nenni aldrei að gera nein húsverk á meðan ég er með gesti svo ég fæ að kenna á því þegar þeir eru farnir:=) Fór síðan í 2 heimsóknir í dag og hitti vini mína, Kom síðan heim og eldaði ofan í fjölskylduna. Allir búnir að borða fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór 1-0 fyrir Spáni sem var ekkert leiðinlegt. Semsagt búið að slökkva á gasofninum hjá Þjóðverjum í þetta skipti. huhum maður segir kannski ekki svona en ég læt það flakka. Í kvöld tók svo fjölskyldan smárúnt og endaði svo á vídeoleigunni og var leigð dvd mynd fyrir alla fjölskylduna og horft á yfir poppi og pepsi max. Sannkölluð fjölskyldustemming á Fjólugötunni.... Svei mér þá ég sounda eins og MR. Ingalls í Húsinu á sléttunni.HAH HAH HAHAHA... En hvað mér fannst þetta fyndið. Þegar allir voru farnir að sofa nema húsmóðirnin á heimilinu settist hún út um miðnætti og tók myndirnar hér fyrir neðan. Guð hvað var stillt og fallegt veður og ekki skemmdi útsýnið frá húsinu okkar. Dásamlegt sumarsólsetur og rómantísk upplifun. Eigiði góða viku framundan og verið góð hvort við annað. Lífið er yndislegt og þá sérstaklega í góðu veðri á sumrin. Kveðja till ykkar frá mér . INGA á undursamlegum nótum.
~~**~~


~~**~~


laugardagur, 28. júní 2008

Góðir dagar og gleðilegir....

~~**~~
Góðann dag!!
Það er búið að verða nóg að gera hjá minni með gesti og göngum og pössunum og alles. Er núna þessa dagana með shellmótsgesti og er búin að vera meira og minni niðri á velli að horfa á kappann hann Gunnar Óla Björgvinsson keppa í fótbolta. Hann á framtíðina fyrir sér í boltanum. Til að mynda var hann kosin í landslið shellmótsins og var það algjör toppur á hátíðinni fyrir hann. Flottur strákur þarna á ferð. Svo fékk ég í gær að passa litla gorminn hennar Önnu Lilju vinkonu, Náði í hann í leikskólann og fórum í bakaríið og svo á fótboltavöllinn. Hann er dúllmundur alveg í botn. Er búin að vera rosa dugleg í göngum og hreyfingu frá því ég kom úr svíaríki og er rosa ánægð með mig þessa dagana. Gott fólk bara svo að þið vitið þá kemst maður helv... langt á jákvæðninni og þegar sjálfsálitið hækkar um nokkur þrep þá finnst manni maður eiga heiminn skuldlausann. Ekki það að ég sé að kafna úr monnti ...það allavega held ég ekki. Vinkonur mínar ætluðu allavega að láta mig vita ef ég færi á eitthvað flug eða yrði hundleiðinleg við þessar breytingar á lífi mínu. Ég treysti því að þær geri það. Tók nokkrar myndir af nýjum munum sem ég hef eignast og af nýju gluggunum mínum sem ég er ánægð með. Utan kannski svefnógluggann en er búin að sætta mig við hann núna. Fyrir 6 mánuðum hefði ég tekið helv... gluggann sjálf úr aftur og þeytt honum í gluggagerðamanninn. En ekki í dag þar sem ég er alveg að ná yfirhöndinni á sjálfi mér hvað varðar að trompast og ekki trompast :=) Eigiði góðan dag og góða helgarrest. Þið sem eruð að fara að hrynja í það í kvöld passið ykkur á gangstéttunum..:=) Einlægust í heimi INGA


~~**~~

Stóðst þennan ekki fyrir nokkru þegar ég labbaði fram hjá Callas minni uppáhaldsbúð:)...
Bara flottur með börnunum mínum í bakgrunni....
Þessa dásamlegu áminningu á hávamáli gaf mér mín besta vinkona Gúa...
Svona líta nú gluggarnir mínir út... var ekki ánægð með þennan því hann er ekki eins og hann átti að vera. Hann átti að vera með krosspóstum í efri gluggunum en hann (gluggagerðamaðurinn) mældi þá vitlaust svo að það komast engir krossar þarna í... fjandinn bara. Þið getið ímyndað ykkur orðaleppana þegar ég kom heim og sá þetta. En það verður að hafa það þessi gluggi snýr upp í fjall svo að restin verður með krosspóstum þegar þar að kemur. Og þá stend ég yfir mann&%$#&...
Svona eru gluggarnir í sjónvarpsholinu og inni hjá Hind en gat ekki tekið mynd af honum v/ svefnpurrku trommarans sem er með herbergið hennar í láni vegna gesta sem herbergið hans hýsir.
Þetta kramarhús komið í gluggann á eldhúsinu með eldgömlum sálmi í svo maður fari sér nú ekki á voða þar við matargerðina :=)
~~**~~

þriðjudagur, 24. júní 2008

Sól , sumar og sæla....

~~**~~

Gott kvöld...
Þessi dagur búin að vera aldeilis fínn... Fór í langa göngu í morgun og þegar ég kom heim þá keyrði ég Hind hérna út í sveit þar sem hún var að byrja á reiðnámskeiði... Það hitti heldur betur í mark og hefur ekki verið hægt að þurrka af henni brosið í allan dag. Hún og vinkonurnar fóru svo í sund og voru þar í á þriðja tíma... Þær ættu þá að vera búnar að ná af sér hestalyktinni. Það var Siggudagur hjá mér í dag og ætluðum við vinkonurnar að fara eitthvað í heimsókn en hvergi var neinn heima. Við fórum þá í bakaríið og fengum okkur kaffi og með því, sátum úti í góða veðrinu og drukkum ,spjölluðum og horfðum á fólkið og lífið í bænum. Þegar heim var komið var komin tími til að matreiða eitthvað ofan í fjölskylduna en manni langar ekkert að elda í svona góðu veðri svo að ég sat bara úti og engin matur tilbúin þegar liðið kom heim. 'Eg henti þá frostnum pizzum í ofn og fór út aftur í sólina. Svo gerðust þau tíðindi að grasið var slegið og var frúin voða ánægð með það. Hún hjálpaði meira að segja til og kantskar allt en var hálfhrædd við þessa vél... langar ekkert að gera þetta aftur...) Gestirnir mínir koma siglandi á morgun með herra Gubbólfi Herjólfsyni en veðurspáin er góð svo þau ættu ekkert að kvíða fyrir. Jæja best að fara að klára að undirbúa gestkomuna ,þarf að vera perfekt er það ekki ?? allavega svona við fyrstu sýn :) Drottin blessi heimilið og ykkur líka ... kv INGA
~~**~~Tröllavíðir er eina sem gildir í söltugu og hvínandi loftslagi eyjanna...
mispill er líka fínn ef hann fær skjól fyrir harðgerðari plöntum...


þessi litli blómálfur passar að engin skemmi stemminguna í garðinum......ef rok er þá hverfur þetta út á hafið bláa...(svolítið ljós mynd af annars fallegu hvítu tóbakshorni)
ljómandi falleg betlehemstjarna dinglar í golunni....

Músareyrað skríður út um allt og er að verða búið að kæfa allt og alla... en fallegt samt...

snædrífa og stjúpur.....
umvefja cýprusin og hlýja honum.... sjá litla blómálfinn ,hann er sitjandi á litlum froski sem sést ekki svo vel...
venusvagninn minn alltaf fallegur þangað til kemur rok en þá leggst hann allur niður og fer í fýlu....


tóbakshorn teygir sig á móti sólinni....
stjúpurnar skýla sér fyrir vindinum í þessum litla sæta potti....
séð inn í horn á svölunum aðaldyramegin...

fallegt í blóma....
kveiki á þessari lukt á kvöldin og hef svosem gleymt logandi kertinu yfir nótt en það logar samt enn á því daginn eftir...
gerviblómin þarf aldrei að vökva en þessi hanga svo uppi á vegg í forstofunni á veturna...
~~**~~

sunnudagur, 22. júní 2008

Endir og upphaf....

~~**~~
Góðan dag þennan guðdómlega sunnudag.
Veðrið í eyjum er með besta móti og veit maður varla hvernig maður á að taka því. Ekki svo algengt að það sé sól og logn 2 daga í röð:)... Ferðalagið okkar gekk ljómandi vel en við vorum báðar þreyttar þegar heim var komið. Frúin fékk nett sjokk yfir ryki og öðrum ófögnuði svo sem fjallgarði af þvotti. Einhvernvegin hvarlaði að mér að trommarinn og mjói maðurinn sem ég bý með hafi talið hvað þeir áttu margar brækur og hvað mörg pör af sokkum og sagt svo við sjálfa sig... jú jú þetta dugir alveg þangað til hún kemur. Ég fór semsagt á fullt að koma húsinu í lag og og þrífa eftir gluggaísetningu... sem by the way eru voða fínir þó ég hefði náttlega viljað skipta mér ofurlítið að. En það er ekki á allt kosið í þessari veröld svo ég verð bara að sætta mig við hlutina eins og þeir eru . Fór líka í gær og keypti mér fullt af sumarblómum og tróð þeim niður hingað og þangað svo ég er þokkalega sátt við útiplássið mitt en á þó eftir að reita fjallgarða af arfa úr einu beði og sjarmera fyrir mjóa mínum og fá hann til að slá ef hann kemur einhverntímann heim úr vinnunni. Við Hindin mín komum við hjá Ágústi bróður og gistum þar eina nótt áður en var haldið á leiðarenda með Gubbólfi Herjólfsyni en það var gott í sjóinn svo það var allt í fínu. Dúskur litli er svo vær og góður að það er leitun að öðru eins. Vakir svolítið yfir daginn og liggur þá bara í vöggunni sinni og skoðar heiminn. Hann er aðeins farin að brosa og auðvitað verðlaunaði hann uppáhalds frænku sína með fallegu brosi þegar hún kom með buxur, bol og skyrtu handa honum frá útlandinu. Fann enga tjaldhæla handa honum en það var það eina sem bróðir minn sagði að hann vantaði....:=) En elskurnar mínar ég er glöð að vera komin heim þó að dvölin hjá bestustu bestu Gúu minni og hennar fjölskyldu hafi verið dásamleg. Þá er alltaf gott að koma heim hvar sem maður hefur verið. Ég læt heyra frá mér innan tíðar og þá kannski hef ég nýjar myndir af gluggunum mínum og blómlegum garðinum mínum... Till next ADJÖ... Inga
~~**~~


setið við rómantískt ljós síðasta kvöldið.....
vafin inn í teppi og spjallað langt fram á kvöld....
og auðvitað fylgdist gamla konan gaumgæfilega með öllu....
Komið á Kastrup og látið líða úr sér með Latté og súkkulaði mola...mmmm.
Báðar vorum við með töskur og poka í handfarangri....

Hindin með jelly belly poka....
mmmm... hvað mér finnst þetta gott... nammigrís.
Lattéin minn rosa góður....
naut hans til hins ýtrasta.....


komið heim til Ágústar bróður og byrjað að mynda dúsk litla....
svo mikil dúllla....
og alltaf svo vær og góður....
En bestur þó með uppáhalds frænku sinni þó sé ekki eins mjúkt að kúra hjá henni og áður....:=)

~~**~~

miðvikudagur, 18. júní 2008

Að niðurlotum komin.....

~~**~~
Jæja gott fólk...
Þá er þessi ferð að lokum komin... Eins og það er búið að vera gott og gaman hér þá verður gott að komast heim líka. Og þá sérstaklega til að þrífa upp eftir smiði og annan ófögnuð sem mér skilst að séu að reyna að skvera húsið mitt eða allavega að skipta um glugga og bílskúrshurð og ekki nóg með það að þá skilst mér líka að vera sé að skipta um allar raflagnir út í götu og allt sundurgrafið... Hefði eiginlega þurft að vera viku lengur.. En það þýðir ekki að hugsa um það ég er meira að segja að fá gesti á næsta miðvikudag svo það þarf að taka til hendinni. Á flug kl 22:30 og uppáhaldsbróðir minn ætlar að ná í mig á völlinn... svo sætur í sér þessi elska, Þarf svo að fara í viktun upp á landspítala á föstudagsmorgun... Hlakka ekki til þess:( En við sjáum hvað setur . Gott verður að komast heim í rútínuna sína aftur og fara að synda og ganga og passa sig á alla vegu. Held samt að ég sé búin að léttast um 2 kg hér... allavega á viktina hennar Gúu. Hún er frekar leiðinleg þessi vikt á Landspítalanuum...:=) En allir mínir vinir og ættingjar ég hlakka til að heyra í ykkur og sjá. Puss og kram eins og þeir segja hér í Sverige. Tjingeling INGA

~~**~~Spurning að setja svona vindmillur upp í Vestmannaeyjum til að skaffa manni rafmagn Myndi borga sig upp á nokkrum árum og kannski fengist þá rafmagn fyrir mjöööög lítin pening... (not)

Fallegir akrar allt um kring í nágreni Harlösa þar sem Gúa og co búa...


fallegir sveitabæjir út um allt umkringdir tjám .....fallegt yfir að líta....

mmm.. væri til í að búa í þessu....Falleg kirkja í Holmby á leið til Harlösa....


Fallegur lítill almenningsgarður fyrir aftan húsið hjá Gúu....Væri til í að eiga þetta sem sumarhús......Húsið hennar Gúu.....


Væri jafnvel til í að búa í þessari fallegu millu....


Þetta er draumahúsið mitt í næstu götu við Gúu.....


Jammm það er æði.....Þetta reyndar ógó flott líka... langar líka í það...huh


Þetta er draumahúsið hennar Gúu æ ég veit ekki finnst það soldið scary....en það er flott í fjarlægð.....ég skal samt alveg koma i heimsókn þegar þú er búin að gera það að þínu....
~~**~~