miðvikudagur, 2. júní 2010

Bloggpása ,Júrovision og fl...

Góðan dag þennan yndislega miðvikudag. Sólin skín og ég eldrauð eftir daginn...Þetta mun verða síðasta bloggið mitt í bili þar sem einungis 40 klst. eru þangað til ég fer í sumarfrí og ætla ég að taka bloggpásu að því tilefni. Ætla að fara til Reykjavíkur næsta mánudag í ofurlitla aðgerð og ætla svo í framhaldi af því að keyra austur í minn yndislega fjörð Seyðanna...:O) þar ætla ég að eyða um einum mánuði eða svo. Vona að ég fái gott sumar þar og áframhaldandi sumar þegar ég kem til baka. Átti svo skemmtilega síðustu helgi þar sem ég og Annika og okkar dætur fórum út að borða og komum svo heim til að horfa á eurovision. Það var skemmtilegt líka af því að uppáhaldslagið mitt vann...:O) Hér fyrir neðan eru myndir af því og þar fyrir neðan eru myndir af trommaranum mínum sem kom hingað í smá frí og upptökur að nýrri plötu þegar hann var ekki að taka upp þá lá hann og svaf þessi elska með Yasmín í fanginu. Hún var voða hrifin af stóra bróður sínum..:O) Núna er ég að fara á Í.B.V-K.R í bikarnum og vona ég innilega að við rúllum þeim upp!!! Ég bið að heilsa ykkur í bili og vona að þið eigið góðar vikur framundan.
Kveðja INGA.

~~**~~


Víííí´Þýskaland vann.."Satelite"
búnar að slátra nokkrum bjórum í góða veðrinu...(Innandyra!!

skál í boðinu!!


Yasmín langaði í einn sopa!!


frænkurnar í góðum gír!!!


Pós mynd af Kjellunum..:O)

upprennandi rokkari þarna í miðjunni!!!

sætu sætu!!!


rokk on!!!

Yasmín extra sjúk í þessa Anniku sem alltaf er að gefa henni nammi...:O/


trommarinn langþreyttastur komin úr stórborginni!!!

Og Yasmíni leiðist það nú ekki að kúra hjá stóra bróður!!!


ZZZZZZZZ.....
~~**~~