miðvikudagur, 20. febrúar 2013

Svona aðeins meiri fermingapælingar!

~~**~~
Góðan daginn öll sömul. Þá er nú allt að verða komið í höfn fyrir ferminguna. Búið að ákveða matinn og hver á að baka hvað... Er svo heppin að eiga dásamlegar vinkonur sem ætla að baka hver sína frönsku súkkulaðikökuna. Og ein sem ætlar að gera fyrir mig tvær ostakökur. Svo er náttlega ómissandi kransakakan hennar tengdu en hún gerir bestu í heimi. Höfum farið út um allt hér að reyna að fá kjól en ætli að við endum ekki í RVK til að kaupa hann... Er svo "heppin" að þurfa að skreppa til læknis um mánaðarmótin svo við tökum hann þá bara í leiðinni. Hlakka til að fá fólkið mitt í heimsókn og momms og pomms ætla meira að segja að stoppa í viku. En maður getur nú kannski fengið leið á þeim þar sem maður þurfti nú líka að vera með þeim í tvær vikur í janúar..he he.. Allt fjólublátt er inn hjá Hindinni þessa dagana og einkennist fermingin af því. Fjólublátt skraut og fjólubláir skór, fjólublátt boðskortið og þá verður væntanlega að leita að fjólubláum kjól. Henni myndi nú ekki leiðast að vera með þessar kökur sem eru hér fyrir neðan á myndunum. En hún vill enga sérstaka fermingartertu svo að það verður ekki. Vildi bara kransaköku frá ömmu sinni , ostakökur og franska súkkulaðiköku!  Svo svona svo að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð þá ætlum við að hafa smáréttahlaðborð líka frá Einsa kalda. Ymmí hlakka til að borða!!!
 Eigið góða daga í vændum börnin góð og lifið lífinu lifandi. einhvernvegin er  það svo miklu skemmtilegra.
 Over and out Ingibjörg er kát!
~~**~~


Hún er flott þessi!! sko kakan! 
Og þessi er ekki síðri
kúl greiðsla finnst mér en fæ engu ráðið um hvernig ungfrúin ætlar að vera um hárið!
smáréttahlaðborð með ýmsu góðgæti!
Svolítið kúl og öðruvísi þessi kransakaka

Fjólublátt fjólublátt fjólublátt...
Hún hélt ekki vatni yfir þessum Jeffrey Campel skóm en móðurinni varð um og ó!! 

Já þessir voru líka alveg að gera sig... En nei sagði mamma gamla!!!
                                                               ~~**~~

föstudagur, 8. febrúar 2013

Svona fermingarpælingar

 
 
 
 
~~**~~
 
Já góðan daginn. Fékk hér dálítin tíma aflögu í vinnunni þar sem ég er búin með öll verkefni í undirbúningnum mínum til að blogga ofurlítið. Af mér er svosem allt gott. Er nýstigin upp úr ógeðsflensu sem tók viku en er enn kvefuð og stífluð. Komin á mínar vinsælu steratöflur ásamt pústi og og og og...Vonandi virkar það fljótt og vel. Nenni ekki að vera eins og fýsibelgur ef ég hreyfi mig eða jafnvel þegar ég tala.. Ekki gott. Undibúningur fermingarinnar er fyrir alvöru hafin og byrjað að kaupa kerti, servéttur, og borðskraut af ýmsu tagi... Pínu erfið hún dóttir mín með litaval. Það þarf sko allt að vera í "réttu" litunum. Og þegar maður velur lit sem erfitt er að finna þá er smá pirringur í gangi á milli okkar annars góðu vinkvenna og mæðgna....;) En allt hefst þetta nú að lokum vonandi. Hún var til dæmis bara ánægð með það að ef hún ekki fyndi kjólinn í rétta litnum að þá myndi hún bara fermast í gallabuxum og bol. Alveg væri mér sama, hún er í kirtli og það sést ekkert ef það færi fyrir brjóstið á einhverjum í kirkjunni! Fundum þennan rosa sæta kjól í Sölku og hún var svo fín í honum en hann var auðvitað ekki í rétta litnum og hún var ásátt að ef ekkert annað fyndist þá myndum við enda á honum! Jamm helgin framundan og þá er kannski hægt að klára að tæma hin ýmsu skot húsins sem maður er búin að vera svo duglegur við að fylla af allskonar óþarfa drasli. Flest fer óskoðað í ruslapoka sem hent verður hið snarasta. Hef einsett mér það að það dót sem ég ekki nota í 2 ár eða meira þá fer það í hendingskasti beint upp í sorpu. Annað er komið í Rauðakrosspoka og fer þangað öðrum vonandi til þurftar.
 En ég óska ykkur bara góðrar helgar ég ætla að reyna að hafa þessa helgi kósí með mínum heittelskaða Rólegt og rómantískt..hahah Hann er svo mikið fyrir rómantíkina þessi elska...(NOT)
 Bless í bili Ingibjörg á þili!
~~**~~
 
 
Hérna fyrir neðan eru nokkrar myndir af mínum uppáhaldspinnum.
 
 
mmmm þetta er svooo gott..
 
 
Vantar þessa svo mikið við fermingarkjólinn minn!!...:)
 
Á svona eldhús og er svosem ekkert að öfundast út í þetta nema kanski STÆRÐINA!!!
 
 
Jamm væri alveg til í þetta tatto akkúrat á þessum stað bara til að minna mig á...
 
 
 
Fermingarhárið mitt... Stefni á það!
 
 
Þetta outfit er að vísu ekki fermingaroutfitið mitt en væri samt alveg til í þetta finnst þetta algjört æðis!
~~**~~

sunnudagur, 3. febrúar 2013

kvebb og aftur kvebb

~~**~~
Já ok Þetta fer alveg að verða fínt. Ég er svo kvefuð að ég hef ekki fundið annað en horbragð af öllu sem ég borða og þegar ég kyngi og þegar ég drekk. Kvefaðist þegar ég kom út úr flugvélinni frá Florida og síðan er ég bara búin að versna. Búin að vera með hitavellu í 3 daga og hausverk. Finn fyrir hálsbólgu á morgnana og kvöldin. Ætli ég verði ekki að hitta minn eina sanna heimilislækni eftir helgina og fá hjá honum steratöflur. Það virðist alltaf enda með því þegar ég fæ kvefpest, þá tekst mér ekki að losna við hana. Annars er hún nú algjör kuklari hún tengdamóðrir mín og er alltaf með fulla skápa af allskonar töflum og mixtúrum svo núna er ég að éta sólhatt og ólífulauf í stórum stíl. Gáum fyrst hvað það gerir áður en ég fer að ergja Gústa lækni! Hef ekkert nennt að gera þessa helgi svo að ég hef setið í tölvunni og skoðað gamlar myndir. Finn ég ekki þá þessa feitabollumynd hérna af mér. Ég náttlega reif mig úr fötunum og bað Hindina mína að taka af mér mynd um 50 kílóum síðar... Ó guð og ég sem var svo hissa hvað mér var alltaf illt í bakinu! AÐ ég skyldi hafa haldið balance fæ ég ekki skilið!

~~**~~



U.Þ.B 125 kíló niður í 75 kg eða þar um bil!

 Er glöð og sátt með lífið að mestu leyti núna en þarf alltaf að vera á tánum auðvitað og mætti hreyfa mig meira. Er bara B manneskja að eðlisfari en kannski ég taki mér taki með hækkandi sól... Þarf náttlega að nota þessi fínu íþróttaföt og íþróttaskó sem ég keypti mér í henni Ameríku!!

Heilsur í bili og eigið gleðilega vinnuviku framundan. ""Ingibjörg englakroppur!!""