þriðjudagur, 22. apríl 2008

Sitt lítið af hverju!!!

~~***~~


Gott kvöld...
Fór í alveg dásamlega göngu í dag og gekk allan Grafarvoginn eins og hann leggur sig. Það er dásamleg gönguleið þar, sem tekur um 1 klst. Þegar ég var búin að því skolaði ég af mér svitann og fór til Kollu másu minnar. Ég ætla að halda heimilinu hennar gangandi í 2 daga á meðan þau hjónin eru að spóka sig í Köben... Það verður gaman. Hindin mín kemur til mín á morgun. Ég hlakka til að sjá han a og fá hana. Í kvöld hittist feitabollugengið sem var saman á Reykjalundi í oktober við höfum tvístrast aðeins því að ekki fóru allir á sama tíma í aðgerð. Við fórum á veitingastaðinn Vegamót og fengum okkur að borða þar... hefði dugað einn réttur fyrir okkur allar en auðvitað hafði maður ekki vit á að panta einn rétt og fá fleiri diska... Það lærist vonandi því það fóru fjallgarðarnir af mat aftur fram í eldhús þegar við vorum búnar að borða.. Svo spjölluðum við saman heillengi eða þangað til við höfðum pláss fyrir Café Latte. Ég kom heim kl 22:30 alsæl með kvöldið...Fer um hádegi á morgun á Lund Reykjanna í badminton, göngu og sund.. Engin fyrirlestur eða neitt á morgun. Svo er ég komin í helgafrí því ekkert er um að vera á sumardaginn fyrsta þar... eða ekkert prógram allavega hjá okkur. Vonandi hef ég tíma á morgun til að blogga því ég er með dásamlegar myndir frá Seyðisfirði sem teknar voru fyrir um 2 vikum og allt á kafi í snjó en yndislegt veður.. Við sjáum til. En nú ætla ég að fara að koma mér í koju ég er orðin rangeygð af syfju. Voðalegt hvað ég þarf að sofa mikið þessa dagana . Ég má ekkert vera að því. Vondandi líður ykkur vel í draumalandinu í nótt og draumarnir verði fyrir gæfu og góðu gengi. Góða nótt elskurnar um allan heim. Ykkar alltaf. INGA

~~***~~
Æ snúllumúsin hún Hind ætlar að koma til mín á morgun og vera hjá mér í 3 daga....mmm gott gott..
Ég verð að leiðrétta þann miskilning að það væri búið að drekka upp allann barinn hjá Siggu fræ í Hveró... Það er ekki rétt það er allt vaðandi í brennivíni þar . Ég fann þessa mynd í gær ... hafði yfirsést hún af öllum hinum sem ég tók um helgina...:)

Æ... Ætlaði svosem ekkert að sýna ykkur nýja hárið mitt en það er semsagt hér og er ég mjög ánægð með það... Eiginlega alveg eins og síðast ..en næst ... god help us all... hvað það verður spooky Þá...


Allataf að heyra hvað sushi er gott... Smakkaði það í veislu einu sinni ég er ekki sammála þetta er með því ógeðslegra sem ég hef smakkað... var með skitu alla nóttina...Gott þá þarf ég aldrei að borða það aftur:)Gluggaði í Glamour um helgina ... gæti alveg hugsað mér að detta betur inn í það...
Og reyndar cosmopolitan líka. Kannski kemur að því að ég fíli mig great naked eins og stendur þarna á forsíðunni en ekki eins og maður sé í illa strauuðum kjól þegar maður er nakin.. Thí hí..

~~***~~5 ummæli:

Sigga sagði...

Hæ hurðaskellir !!!!
Grínlaust Inga ég labbaði niður og hafði ekki hugmynd um að þú hefðir nokkurntímann hringt. Þetta er náttúrulega svo langt frá því að vera í lagi. Ég roðnaði hér við tölvuna heima þegar ég fattaði það.

Myndirnar voru nú bara teknar síðasta miðvikudag.

Já þú og Snjáldra eigið eftir að hafa það næs.

Þið hefðuð bara átt að panta vatnsglas og fimm rör og svo Latte á eftir.

Mér finnst hárið flott en horfði minna á það og meira á andlitið á þér þú ert bara kinnfiskasogin *hvað kostar í strætó* muhaha.

Já greyið mitt þú verður að detta í eitthvað ;)

Knús, sys

Nafnlaus sagði...

andskotans asni geturðu verið konukind

Synnøve. sagði...

Ser ut som det är fest på gång.
Hoppas det är utan paddor hehe....
Visst var det sushi på ena bilden.
Jo, jag har en liten undran, kan du lära mig några ord på isländska hehe.....
Det är ett sånt skönt språk.
Ha en skön onsdagskväll.
Kram Synne :D

Gusta sagði...

Takk fyrir veturinn og Gleðilegt sumar knús og kossar Guðsteina

Goa sagði...

Takk elsku mjóa sæta kona!!
Hafðu það gott með Hindinni þinni!!

Klemma...