þriðjudagur, 31. janúar 2012

Hvítlakkað.is

Sælinú.
ÞAð er ekkert að frétta, nei akkúrat ekkert. En ætli ég verði ekki að reyna að setja eitthvað hér inn því það fer fjöldinn allur af fólki í fílu ef ég set ekkert hér inn reglulega.. En ég semsagt hunskaðist til að hvítlakka þessa geisladiskastanda sem mér finnast by the way alltaf ljótir og lítið stofustáss en ætli ég verði ekki að leyfa mjóa mínum að hafa þetta hér, þarf bara að finna mér eitthvað flott ofan á þá svo að þeir hverfi ofurlítið meira. Langar að hvítlakka skápinn þarna fyrir aftan líka en það er soddan verk að ég veit ekki hvort ég nenni því. Langar að taka baðinnréttinguna líka í þetta og það getur vel verið að ég nenni því frekar. Hún er orðin ansi sjabby enda bara hvíttuð fura eins og þetta var og ómögulegt að þrífa þetta... Birtir líka svo mikið yfir. En í annað, mikið lifandis og ósköp er ég fegin að snjórinn er farin... í bili að minnsta kosti. Maður er nú ábyggilega ekki svoooo heppin að það snjói ekkert meira á þessum vetri. Af fjölskyldumeðlimum er allt gott að frétta. Mjói minn allur að koma til eftir hnéaðgrðina.. og hættur að hoppa um á" Einari" löpp..hahaha.. Hindin bara fersk og er endalaust að spá í þessa dagana hvort hún á að halda fermingarveislu eða að fá að fara með fjöllunni erlendis´frekar. Hún á nota bene ekki að fermast fyrr en á næsta ári en það er gott að hún ætlar að ákveða þetta í tíma...;) Trommarinn að æfa og semja á fullu já og taka upp ný lög svo er hann í bílakaupahugleiðingum. Er búin að sjá þennan líka flotta bensínhák Ford mustang sem hann segist ekki geta lifað án. Ætli maður verði ekki að gefa honum grænt ljós á einn gæjabíl áður en alvara lífsins tekur við en það miðast við 25 ára he he hann hefur tvö ár til. En jæja ég er sybbin og södd og langar að henda mér í bælið með Brakið hennar Yrsu... Hmmm veit ekki alveg hvernig mér finnst hún. Það má allavega eitthvað fara að ske ég er komin inn í miðja bók. Las áður snilldarbók sem ég man ekki eftir hvern er en hún heitir" Hugsaðu þér tölu" mæli með henni, snilldin ein. Jæja góða nótt.
Ingilína hoppudýna!!~~**~~Það fer allrof mikið fyrir þessu... langar ekkert að eiga þetta...


En verða samt miklu flottari hvítir.Sko bara...

Allt annað að sjá þá!!
Langar líka að gera eitthvað sniðugt við vegginn þarna fyrir aftan.Og fá mér eitthvað flott þarna ofan á ... Einhverjar hugmyndir???~~**~~


sunnudagur, 15. janúar 2012

Nýja stofan mín!!!

Já góðan daginn. Þá er nú góðri helgi að ljúka og mín rosa dugleg tók og umbreytti stofunni ja eins og hægt er það bíður nú ekki upp á marga möguleika en ég er sátt. Áskotnaðist þetta flotta sófaborð og hornborðið svo ég varð þá náttlega að lakka borðstofuborðið í stíl. Nei ég sé ekkert eftir því. Þar sem ég gerði plötuna á það áður er engin skaði skeður, það er mitt frá upphafi og hönnunin líka. Tók svo hina ýmsu muni og lakkaði hvíta. Það léttir heilmikið til og birtir upp. Ég er nú að leggja lokahönd á niðurpakkningu jólanna en það tekur mig alltaf svolítin tíma því bæði langar mig ekkert að ganga frá jólunum og svo er þetta svoddan hrúga að ég tek bara niður í áföngum!!Þá getur maður farið að undirbúa sig fyrir áframhaldandi líf sem einkennist af svefni áti og vinnu næstu mánuðina. Fell alltaf í hálfgert þunglyndi á þessum tíma en ætla að reyna að vera dugleg í ræktinni og fara öðru hvoru í ljós mér finnst það oft duga til að halda manni gangandi í gegnum þessa leiðinlegu fyrstu mánuði ársins. Ég ætla ekki austur á þorrablótið að þessu sinni en langar alveg hroðalega. Sigga sys er´formaður þorrablótsnefndar og aðrar góðar vinkonur á fullu með henni í þessu öllu saman svo ég sé nú lítið af þeim þannig að ég geymi þetta þangað til á næsta ári! En jæja ég tuða ekki meira hér að sinni og segi bara gleðilega vinnuviku.

Kveðja Þykkildið þunglynda..;)


~~**~~

nýja stofan mín!!!


þriðjudagur, 10. janúar 2012

Og svo er bara allt búið...:(

Ástarguðinn AMOR skaut hjörtum á allt sem fyrir varð þetta kvöld!!

..... Eða næstum því!!!Jú gott kvöld. Við sem kvöddum jólin hér á Fjólugötunni gerðum það með stæl og hittumst við þjóðhátíðabúningasystur ásamt viðhengjum á þrettándagleði sem endaði með grímuballi í höllinni!!! OMG hvað var gaman og var dansað fram á morgun við mikinn og góðan undirleik Lands og sona. þá var næst að vakna og taka jólin niður sem ég var eiginlega ekki að týma.. Finnst þetta svo fallegt allt saman að mig langar að hafa þetta áfram en druslaðist þó til að taka niður mestan partinn um helgina en læt sumt halda sér um óákveðin tíma. Föstu skorðurnar komnar á sinn stað en bíð með óþreyju eftir næsta fríi því það er svo gaman að byrja að vinna aftur..he he..Trommarinn minn veðurtepptur í Reykjó en á nú kannski von á honum á morgun. Hann er búin að vera í Danaveldi ásamt fyrrverandi vinnufélögum á Dönsku kránni og átti bara góða daga þar að mér skilst!! Þá verður hann nýkomin heim þegar mjói minn ætlar að bregða sér á norðurlandið til að fá bót meina sinna á hinum ýmsu liðum leggjanna. Vonum að það gangi vel. Hindin mín byrjuð að blása í þverflautuna aftur eftir hlé og blæs eins og engin sé morgundagurinn!! Ég læt þetta duga af fréttum af Fjólugötunni að sinni og bið að heilsa Inga T og öðrum öðlingum. Kveðja Ingibjörg búningameistari!!!~~**~~Borðið í partíinu skreytt í anda grímunnar!!!með ,bombum og tilheyrandi..

og kósý!!

Systurnar í voða samræðum!!Íris að bregða sér á klóið!!! he heHeld hún sé að segja Evu að hún þurfi!!Þessi var bara hún sjálf þetta kvöld..Geisha og Sigga Ása (dirty bitch)...:D


Anna Lilja "NElly" úr húsinu á sléttunni!!!...;)


Sigga Inga ( Dirty bitch)...;)Sólheima Anna!!!...;)Ástarguðinn AMOR...


Þessi felldi ofurlítið fjaðrirnar á ballinu!!


~~**~~

þriðjudagur, 3. janúar 2012

Búningapælingar og afmæli!!

Gott kvöld. Nú er maður komin á fullt í rútínuna eftir góð jól og áramót. Ég byrjaði aðfaranótt fyrsta vinnudags að sofa náttúrulega ekki eina mínútu alla nóttina. Hugsaði með mér bíddu eru þetta jólin og áramótin í fyrra...???!!! Því að nákvæmlega þetta gerðist þá og fór ég á þvílíkan yfirsnúning þá og endaði með að sofa ekkert í 3 sólahringa. Það var ekki skemmtileg lífsreynsla. En ég fór semsagt bæði krumpuð og hvumpin til vinnu í morgun og lagði mig svo í 1 klst eða svo þegar ég kom heim .Ég vona að það hafi ekki nein veruleg áhrif á nóttina sem er að bresta á.. Leið í allan dag eins og ég væri búin að vera á þjóðhátíð tvær helgar í röð... Mæli ekki með því. Var í svoooo skemmtilegu afmæli þann 28.des hjá Nönnu vinkonu. Það var svo gaman, mikið hlegið, grínast,borðað og drukkið. Ekkert var neitt margvert gert um áramótin á þessu heimili en fórum þó í mat til tengdó og þaðan til Elsabetu og Gísla Gunnars til að skjóta upp og éta aðeins meira... Virðist alltaf vera pláss til þess þó að maður hafi farið blístrandi frá tengdaforeldrunum tveimur tímum áður. Um eitt leitið fórum við litla fjölskyldan svo heim og horfðum á mynd og svo að sofa... það liggur við að þetta séu helgispjöll. Ég hef aldrei gert þetta áður... Að fara sísvona bara að sofa á gamlaárskvöld. En ég var nú á djamminu 3 dögum áður... Og er að fara um næstu helgi á grímuball með þjóðhátíðarsystrum... Það verður ekki leiðinlegt... Sit hér núna og get varla pikkað á lyklaborðið þar sem ég var að vinna að búningagerð og var með svo sterkt lím að ætli ég verði ekki að fara með lyklaborðið hangandi neðan úr höndunum á mér til vinnu á morgun!!!. Hlakka til helgarinnar. En hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr afmælinu. ég kveð að sinni og óska ykkur góðrar nætur.
Inga uppsprengda!!

ps .. ÞAð er leyndó hvað ég verð og hvernig á grímuballinu ,en það koma inn myndir um helgina... eða kannski 1/2 tíma áður en ég fer á ballið!!!:..;)
~~**~~

Veisluborðið var ekki af verri endanum... allskonar smáréttir..


Settlegustu vinirnir í boðinu!!
Ég að fara með gamanmál..he heOg vinkona mín skellihlæjandi hjá..
Sumir voru í eldhús"borðs"umræðum
Krúttlegu vinir míni!!! Nanna og Óttar
Óttar, Svava og Inga...Svava greyið þurfti að koma með gæludýrið með sér um hálsinn!!!
Anna Ester dóttir Nönnu og hennar kæró að æfa sig á frænda litla!!!!Sem fær nafn um helgina!!!
Svava og Hrafnhildur og gæludýrið steindautt á kanntinum!!!...hahaha

ÞAð hefur aldrei verið lognmolla í kringum þessar tvær!!!
Og þá þaðan að síður þessar tvær!!!....:D