miðvikudagur, 29. október 2008

Smá svona jólafýlingur

Já sæll.... Eigum við að ræða þetta eitthvað??
~~**~~

Það er gjörsamlega ekkert að frétta nema að helgin leiðir eldhúsuppbyggingu undir lok.... Og vonandi get ég sýnt ykkur hvernig til tókst með almennilegum myndum eftir helgi.

Ég er að hugsa um að skella mér á Sálarball á laugardagskvöldið svo að lítið verður sjálfsagt gert á sunnudaginn v/ veðurs... he he. Vonandi verður eins gaman hjá ykkur og það verður hjá mér... Gangið bara hægt um gleðidyrnar. Mér tekst nú ekki svo vel að komast klakklaust í gegnum þær oft á tíðum. En við sjáum hvað setur og hvernig það allt gengur.

Er komin í smá jólafýling... Jú það er satt!! svo að ég ætla að gefa ykkur þessa dásamlegu uppskrift í jólagjöf og þið getið þá testað hana fyrir jól til að smakka... G'oðar stundir Ingibjörg á eyrnasneplunum...:=)


~~**~~


Andabringur með bláberjaívafi...~~**~~


~~**~~

2 andabringur 300 grömm hver


Salt og pipar


1 skarlottulaukur


1 1/2 matskeið olía


3 desilítrar kjúklingasoð eða kraftur


75 grömm bláber


2 teskeiðar eplasulta


1 teskeið balsamikedik


Salt og pipar


1 teskeið vatn


1 teskeið hveiti


Meðlæti/skraut


2-3 epli


50 grömm hakkaðar heslihnetur


20 grömm smjör


Aðferð fyrir Andabringa með bláberjum:


Ristið aðeins í skinnið á öndinni og kryddið með salti og pipar. Setjið bringurnar í smurða ofnskúffu. Brúnið í 20 mínútur við 225 gráður. Pakkið kjötinu í álpappír og látið það standa í 15-20 mínútur. Skerið kjötið í sneiðar.Saxið laukinn og snöggsteikið hann í olíu. Hellið soðinu í og látið þetta malla í 3-4 mínútur. Bætið bláberjum, sultu og ediki í og hrærið þetta vel saman. Látið þetta sjóða í 1 mínútu. Blandið hveitinu í vatn og hrærið því útí sósuna. Smakkið til með salti og pipar. Skerið eplin í báta og rúllið þeim uppúr hnetunum. Steikið þau gullin í smjörinu og berið fram með öndinni og sósunni.


~~**~~

laugardagur, 25. október 2008

AÐ KLÁRAST....

Jæja þá er þetta nú allt að koma....
Mikið gert í dag en enn er svona fínisering eftir svona hér og þar.Búð að þrífa stofuna,hjónóið og baðherbergið með eyrnapinnum og tannburstum. Svo að það er bara lítið eftir.... eða svona þannig séð.


~~**~~


Á eftir að elska þetta unit út að lífinu....
mmmm... hvað ég hlakka til að fara að raða í þennan....

Jamm þarna á semsagt eftir að taka allt til.....


Ísskápurinn verður svo hækkaður upp í þetta bil....

~~**~~

þriðjudagur, 21. október 2008

Haustlegt um að lítast.

~~**~~
Já gott fólk það er búið að færa allar myndartökur út í bili... Er held ég búin að taka mynd af hverju einasta smásnifsi innandyra og langar reyndar ekkert að taka mynd af neinu hér eins og staðan er í dag. Gerði sjálfri mér góðverk í gær og keypti mér 6 mánaða kort í líkamsræktinni fór þangað bæði í gær og í dag og puðaði af mér eins og 600 hundruð kaloríum... Sjáum hvað það gerir mér á næstu vikt.... Ásamt sundinu er þetta hin besta hreyfing. Finnst þetta reyndar hundleiðinlegt en er búin að standa í stað núna á viktinni svo lengi að ég var alveg að verða pirruð og langaði mest að henda þessari ónýtu vikt heima hjá mér... Skrýtið að viktin í íþróttahúsinu er líka ónýt.*thí hí*. Vorum að koma úr hinum besta fiskrétti hjá Þórey vinkonu og þar borðaði maður á sig ofurlítið gat en svona ykkur að segja þá hefði ég nú getað borðað ja allavega fullan disk eða tvo af þessu fyrir svona 8 mánuðum síðan. En því er ekki fyrir að fara núna, gerði smá skyssu með því að fá mér hrísgrjón með og varð södd eftir 6 sekúndur af því. Finn svolítið fyrir því að vera svengri eftir þessa daga í ræktinni svo það er kannski bara betra að gera ekkert og vera ekkert svöng!!! Jamm umhugsunarefni. Veit nú ekki hvað Reykjalundsliðið segði við því. Það væri nú gaman að vera búin að ná af sér svona 3-4 kg áður en ég fer þangað þann 7. nóv. Annars held ég að heildin sé orðin 37 kg. Það er nú ekki slæmt en maður verður held ég frekari með árunum og mikill vill meira. Það mætti líkja þessu við ástandið í þjóðfélaginu eins og það er orðið. Þessir fáu idiotar sem öllu réðu í peningamálum gerðust gráðugir og yfirtóku meirihlutann af prentuðum peningum í landinu. Svo að þeir eru orðnir að aurum apar og ég ekki ánægð að vera" bara " búin að missa 37 kg. Jamm hún er skrýtin þessi veröld. Með þessum haustlegu myndum af innskotinu mínu hér kveð ég að sinni og óska ykkur góðrar nætur. Speki kvöldsins er: Náungakærleikur er nauðsynlegur. Góðar stundir Ingibjörg Íþróttaidiot..(not)
~~**~~


Ljósin í bænum....
Krúttlegt haustskot....
Erikur í haustlitunum....
Glittir í luktina mína góðu og gráu....
Hann var orðin lasarus gamli kökustampurinn hennar ömmu Siggu og þá var ekki annað að gera en að nota hann undir eitthvað annað en kökur....
Ljós í líf ykkar er innlegg mitt til ykkar á þessu fallega haustkvöldi....
~~**~~

sunnudagur, 19. október 2008

Allt að gerast...~~**~~

Góðan dag... Þá er það allt að gerast og eldhúsið mitt að verða að veruleika. Knoll og Tott búnir að vera hreint ótrúlega duglegir alla helgina. Tók nokkrar myndir af herlegheitunum og líka af öllu draslinu sem fylgir þessu. Ég vona að þeir taki til eftir sig!!! Ég ætla ekki að gera það því ég veit að ég fæ enga hjálp þegar ég fer að þvo allt og raða í skápa og allt það. Svo að þeir geta bara gert þetta. (Ein voða leiðinleg) En það verður að hafa það. Það er búið að vera voða gott veður hér alla helgina og fórum við Hind hjóla og labbi rúnt í gærkveldi. Það var voða frískandi og líka að finna hversu kalt er orðið... Er ekki alveg samt að fíla hvað er stutt í veturinn. Hefur aldrei líkað við hann. En gott fólk ég vona að þið eigið góða viku framundan og lífið leiki við ykkur. Ég verð að fara að herða mig upp í stórhreingerningu hér heima við og vera dugleg.. Spurnig hvort ég geti leigt hreindýrin hans Palla hennar Hildu til að koma og gera hreint fyrir mig. (hreindýr= Tælenskar konur sem þrífa fyrir fólk) :=) Góðar stundir. Ykkar Inga ofurhugi...


~~**~~Þarna fyrir neðan verða skúffur í öllum stærðum og fyrir ofan póstaðir glerskápar...
Háfurinn komin upp að hálfu....
Hindin bíður eftir að geta brutt klaka í stórum stíl.....

Annar af leirköllunum við vinnu sína (Friðrik = Knoll)
Mjói minn sést ekki :=)... (G'isli=Tott)~~**~~

föstudagur, 17. október 2008

Svefngengill!!!

~~**~~
Þetta er helgin sem það allt á að gerast.
Fæ nett áfall ef ég fæ ekki eldhúsið mitt um helgina. Af mér er það að frétta að ég svaf ekkert síðustu nótt....Einhver fuc....pirringur í boddíinu á mér svo ég varð að ganga um gólf hálfa nóttina. Fór í Pollíönuleik þegar ég fór í vinnuna og hugsaði mér að það væri nú föstudagur og ég gæti bara lagt mig þegar ég kæmi heim í hádeginu....Ég sat hins vegar yfir samræmdum prófum í fjórða bekk allan morguninn og dó nokkrum sinnum úr syfju við það ,en hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar ég kæmi heim.Um rúmlega miðjan morgun mundi ég eftir því að ég ætti að fara í hárskveringu kl 13:00!!!! Ég var alveg að fara að grenja þegar ég uppgötvaði það. En jæja áfram með Pollíönuleikinn. Ég legg mig þá bara þegar ég er búin þar. Þar var ég búin um þrjúleitið þá þurfti ég auðvitað að fara í búð eins og góðri húsmóður sæmir. Frétti þar að það væri búið að rífa niður eldhúsið hjá Siggu vinkonu þar sem hún er að fá sér nýtt eldhús líka. Ég bara varð að kíkja á hana og híja á hana í leiðinni þar sem mitt er að verða tilbúið en hennar rétt að byrja. Ég hló mikið og mér leið svo vel... Hún var strax orðin pirruð á ástandinu og hennar innrétting var rifin niður í GÆR!!! HALLÓ!!!
En ég þekki hana hún er engu betri en ég svo að við verðum þjáningasystur í einhvern tíma. Ég semsagt kom hér heim þegar langt var liðið á daginn og sit hér núna eins og freðýsa og veit ekki hvert ég er að fara né hvaðan ég var að koma ég er svo syfjuð. En eitt veit ég þó að maður fer ekki að sofa kl 21:00 á föstudagskvöldum það gerir mann eitthvað svo gamlan. Svo uppi hangi ég enn og ætla að hanga enn um sinn annað hvort í tölvunni á vafri eða athuga hvort eitthvað er í tv þó ég búist nú ekki við því. Ég óska ykkur góðrar helgar og góðs nætursvefns. Ingibjörg í andarslitrunum.
~~**~~
Nýja hárið mitt smá svona fotosjoppað...

~~**~~

miðvikudagur, 15. október 2008

Smá svona fréttir....


~~**~~

Já gott fólk það verður að viðurkennast þó mér sé það þvert um geð að þá er víst að koma vetur. Maður finnur hvernig hefur kólnað hægt og hægt og sérstaklega núna þegar er fullt tungl og heiðskýrt....bbrrrrr... Var að koma inn úr dyrunum frá því að fara út að borða með henni vinkonu minni og svo tókum við gardínurúnt í leiðinni. Thí hí já maður er nú búin að taka nokkra gardínurúntana um ævina. Gúa mannstu á Seyðis í denn?? og Sigga fræ í Hveró mannstu á Selfossi í denn?... Búin að komast að því að þa'ð er best að fara þegar er orðið skuggsýnt úti þá sér maður svo vel í gluggana hjá fólki... Úpps þarna kjaftaði ég af mér... Eða nei nei nefniði mér eina kerlingu sem ekki gerir þetta. Svo mér er slétt sama. Af fólkinu mínu er það að fétta er að trommarinn minn er ánægður í borg ótta og myrkurs... Hann er einmitt að fara að spila í Tónabúðinni á föstudagskvöldið með hljómsveitinni Foreign Monkeys á einhverskonar sideband-Airwaves. Gaman.. Hindin mín er að fara í samræmdu prófin á morgun og hin. Hún segist vera tilbúin í íslenskuprófið en hún hafi engan áhuga á þessari stærðfræði... Hún skilji hana hvort eð er ekki. Thí hí ég skil hana svo vel en etta er nú ekki alveg rétt hjá henni. Hún er mjög dugleg. Gamli mjói minn er að hverfa en sem betur fer sést hann aðeins ennþá svo að hann allavega getur klárað eldhúsið áður....Hann minnir mig orðið á upphrópunarmerki thí hí... nei nei smá húmor. En svona í lokin eru myndir til að ylja sér við þegar maður kemur heim eftir kulið úti og það er einmitt það sem ég er að gera núna með fullt af kertum og kveikt í kamínunni. Góða nótt my darlings. og sweet dreams.

~~**~~notalegt að hafa kveikt á kertum og meira segja á baðherberginu...
Og frammi á gangi.....
Og í sjónvarpsholinu......
Og í stofunni....

~~**~~

mánudagur, 13. október 2008

Fæðing.....Eldhúss og ælupestar

~~**~~
Það er akkúrat ekkert að frétta og þetta er afrakstur helgarinnar í eldhúsinu. Ég er hálfslöpp og Hindin mín með ælupest svo að það er allt í skralli hér.... Bið bara að heilsa í bili. Ingibjörg og ælugemgið

~~**~~
~~**~~

föstudagur, 10. október 2008

Innlit í helgina...

Ég lofaði ykkur fyrir nokkru góðum og hollum rétti og hér kemur hann...
~~**~~

~~**~~

Fiskigratín.
Fyrir fjóra.
Undirbúningstími: 30 mínútur.

Bökunartími: 25 mínútur.

Má frysta.

400 gr rauðspretta, þorskur eða ýsa,

0,5 tsk saltpipar eftir smekk

1 laukur

1 feitur hvítlaukur

1 msk rapsolía

hálf dós hakkaðir tómatar

0,5 tsk oregano

0,5 tsk basilikum

Hvít sósa:

2 dl léttmjólk

l,5 msk hveiti

hálfur fiskikraftsteningur

l dl rifin ostur l7%.

Aðferð:

~~**~~
Hitið ofninn í 225 gráður.Fiskurinn lagður í ofnfast fat og salti og pipar stráð yfir. Laukur og hvítlaukur flysjaðir og hakkaðir eða smátt skornir. Léttsteiktir í olíunni, tómötum bætt út í og kryddi, þetta er látið malla í um l0 mínútur.Hveiti og kaldri mjólk er þeytt saman, fiskteningurinn settur saman við og suðan látin koma upp, soðiðÍ nokkrar mínútur.Tómatsósan sett yfir fiskinn og hvíta sósan þar yfir. Rifnum osti er að lokum stráð yfir og fiskurinn er bakaður í um 25 mínútur.Borið fram með soðnum hrísgrjónum og hrásalati .


Mjög hollur og hitaeiningarsnauður réttur.


~~**~~

Smá svona fyrir helgina. Ég er að fá helvítis borðplötuna í næstu viku og þar með líkur vonadi mínum viðskiptum við skítafyrirtækið Íkea... Afsakið orðbragðið en ég beið t.d í 37 mínútur í dag í símanum bara til að spyrja þessara sígildu spurningar. " Hvað er að frétta af borðplötunni minni "

Annars ætla Knoll og Tott að reyna að klára allt sem viðkemur eldhúsinu mínum um helgina og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það ... eða allavega þangað tl annað kemur í ljós.Ég óska ykkur góðrar helgar og lýk hér yfirhrauni mínu með nýjustu myndunum af eldhúsinu mínu þar sem gefur á að líta flísarnar mína og partur af búrskápnum mínum. Ta ta.. INGIBJÖRG orðljóta.
~~**~~

miðvikudagur, 8. október 2008

Við skulum vona að þetta gangi ekki svona langt...En ...

Hví skildi þetta ekki geta gerst hér fyrst það getur verið svona annarsstaðar!!! (sjá mynd)
Það gengur allt ágætlega með lífið hjá mér. Ef maður bara kveikir ekki á sjónvarpi eða útvarpi þá leikur allt í lyndi. Á sem betur fer enga peninga, er fljót að eyða þeim ef ég eignast þá svo að það getur engin stolið neinu frá mér. Ég vona bara að fyrri eigendum bankanna blæði fyrir það sem þeir hafa gert lítilmagnanum núna og þeir nái ekki góðum nætursvefni í alllangan tíma.... Ég allavega myndi ekki gráta það. Góðar stundir.

~~**~~


Má til að sýna ykkur langflottasta frænda minn hann Friðrik Heiðdal.. Bara sætastur!!!!


~~**~~

þriðjudagur, 7. október 2008

Íslenska þjóðin.

~~**~~


Ég einfaldlega varð að fá að setja þessa grein hér inn en hún er eins og töluð úr margra munni þessa dagana. Hún er eftir systur mína og tekin á mína ábyrgð af síðunni hennar Bara snilld eins og svo margt sem henni er til lista lagt.

~~**~~

Íslenska Þjóðin...

~~**~~

íslenska þjóðin verður nú að herða ólina, sameinast og bíta á jaxlinn.Neyðarástand og engin séð það svartara síðan 1914 (hljóta að vera
að vitna í upphaf fyrri heimsstyrjaldar).Svona hefur maður nú lítið um líf sitt að segja. Það er víst búið að vera góðæri síðustu ár. En nú er allt að fara til fjandans.Sorry, ég finn engan mun, hef það bara ágætt, en hef heyrt að þeir sem áttu fullt af pening eigi hann víst ekki lengur. Mér var sama þegar þeir áttu hann og er líka sama þó þeir tapi honum. Það er hvorki mér að þakka góðærið né mér að kenna hrunið sem nú er.En einhverra hluta vegna á ég að redda þessu öllu saman að mér skilst. Einhversstaðar sá ég að það eigi að framlengja samninga og jafnvel að krukka í þá sem í gildi eru. En það er alltaf hægt að sjá það góða í öllu. Ég er svo heppin að eiga hvergi pening né bréf nokkursstaðar. En hálf svekt verð ég nú ef börnin mín tapa sínum pening sem langamma gaf til mennta eða bara sem amma gaf í afmælisgjöf. Vonandi verða þeir þarna enn þegar ég er búin að redda þessum bankamönnum í soðið með hömsum og öllu.Það skildi þó ekki vera þorskurinn sem reddar okkur enn og aftur þó að peningamenn hafi talið okkur trú um annað síðustu misseri.
~~**~~
Love you Sys!!!

sunnudagur, 5. október 2008

Hippaball og hugleiðingar.

Helloj...
Það var mikið að maður nennti að blogga pínulítið. Það hefur svosem ekki verið mikið að frétta svo að það er ekki endalaust hægt að bulla um ekki neitt. Síðasta vika einkenndist af því að ég var færandi mig á milli sófa og svaf. Allsstaðar þar sem ég hallaði mér upp að þar dottaði ég. Blóðþrýstingurinn komin í lag en ég er mjög lág í járni svo að það útskýrir syfjuna og orkuleysið. Fór nú samt í sund á fimmtudag og föstudag og hafði mjög gott af því. Ákvað ásamt tveimur vinkonum að fara á Hippaballið sem ég hafði gott af en dagurinn í dag var mjög sérstakur. Hef örugglega haft gott af því að drekka allt þetta rauðvín það hlýtur að vera fullt af járni. Nú er að færast betri mynd á eldhúsið mitt og byrjað er að flísaleggja og búið að setja upp alla grindina og búið að mála. Svo að þetta mjakast í rétta átt. Tók nokkrar myndir á Hippaballinu sem þið hafið gaman af að skoða hér fyrir neðan. Með þeim orðum lík ég þessari færslu þar sem ég er farin að geispa ótæpilega. Heyrumst næst þegar eitthvað verður að frétta úr mínu lífi. Tjingeling
~~**~~


Anna Lilja með einhverjar útskýringar í einni klósettferðinni sem við þurftum náttúrulega að fara saman á ... Hvað er það eiginlega með kvenfólk???
Kristjana... Henni fannst hún eins og dómari með þessa hárkollu en mér fannst hún eins og Dolly Parton...:=)
Vinkonurnar saman á kamrinum... nema hvað. Og ég eins og Stevie Wonder... :=)
Anna Lilja blómabarn....
Annika með Óðni en hann er nú samt ekkert voðalega hippalegur í hermannabúning.... Hippabandið að störfum... með Kalla lækni fremstan í flokki... Mín að njóta guðaveigana með bros á vör...

Trylltur lýðurinn á dansgólfinu....
Við Kristjana í góðum gír með mojito í glösum...mmm
Brjáluð stemming....
Ég og Kristjana....áður en við lögðum í hann til Önnu...
Annika partýtröll....

Held að þetta sé tekið eftir að Kristjana fór heim og við partýtröllin enn eftir, en ég fór næst svo að maður veit hver er mesta partýtröllið... Og vinninginn hefur ANNA LILJA TÓMASD'OTTIR..... Hún hefur unnið sér inn þvottavél og þurrkara og bingólottobol...:=)
~~**~~