fimmtudagur, 3. apríl 2008

Sólargeislar.......

Rjómaréttur Kristjönu
~~``**´´~~
1 Marengsbotn (brytjaður)
1 stór jarðaberjadós -safi
2 pk Malterseskúlur(skornar í tvennt)
fersk jarðarber sneidd (af vild)
2 pelar rjómi (þeytt)
Öllu blandað saman í fallega skál
og skreytt með jarðaberjum og maleteserskúlum
~~``**´´~~

Gott kvöld!!
Dagurinn byrjaði svo vel með sól og öllu tilheyrandi en svo seinnipartinn fór að rigna...Ætli sé komið þetta týbíska vetmannaeyjasumar??? maður spyr sig.. Mér tókst að ná í myndir af geislum sólarinnar þegar þeir sleiktu part af innbúinu mínu og sýndu rykið vel og vandlega... Hverjum er ekki sama. ? Mér er nú yfirleitt sama en í dag þá pirraði þetta mig svo ég fór frekar út heldur en að þurrka af:=)
í eldhúsinu dönsuðu logar sólarinnar svo glatt....
Í svefnherberginu var lítið um sól enda komin fyrir hornið á húsinu en þó...

Ofbirtan í augunum kitluðu hvarmana svo ég grét af birtunni en ekki af sorg eða gleði...
Var sem betur fer búin að þrífa allt þarna svo ekki sást rykkorn... hjúkket...

4 ummæli:

Goa sagði...

Svo fallegt!...allt hjá þér elsku besta Ingan mín!
Mikið væri gaman og gott, að geta komið í kaffi og bara notið hlýjunnar á ykkar ljúfa heimili!
En...þú ert nátturuleg aldrei heima!
Svo ég held mig bara hér, hinumegin við hafið og býð eftir þér..:)

Átarkveðjur til ykkar allra...frá okkur öllum...alltaf!!

Sigga sagði...

Það er svooo fínt hjá þér syst.
Baðherbergið finnst mér æði, og á þessari mynd, spegillinn ó mæ god.

Gusta sagði...

hæ það er svo fínt hjá þér Inga svo dúlló hafðu góða helgi kveðja Guðsteina

syrrý sagði...

Já Inga, það er best að forða sér út þegar sólin fer að skína og lýsir upp öll horn og allar glufur sem eru fullar af ryki og hundahárum. Og N.b. þá er ég að lýsa mínu húsi, rykið hjá þér er, örugglega í smásmugu mynd miðið við hjá mér. Mér finnst bara svo, fínt og huggulegt hjá þér.
Eigðu góða helgi.