þriðjudagur, 27. nóvember 2012

Senn líður að jólum

Góðan dag gott fólk. Nokkur er langt síðan ég kíkti hingað inn. Nú er loksins komið að aðgerðinni minni eftir að vera búin að fara fýluferð einu sinni upp á land en sá 6.des varð fyrir valinu og er ég í framhaldi af því komin í jólafrí. Þá getur maður farið að huga að Floridaferðinni sem styttist æ í.
Lítið verður um jólaskreytingar á Fjólugötu 21 þetta árið en eitthvað þó. Ég nenni ekki að eiga eftir að týna allt niður þegar ég kem heim þann 12.jan.
En læt mig þó dreyma um hinar ýmsu skreytingar á netinu og dugir það mér í bili.
 Eigið góða viku. Kveðja Inga springa
~~**~~
 Er bara sátt við aðventukransinn minn þetta árið
 spurning samt að setja hann á langann disk til að hann njóti sín betur!
 Klippti síðan út ótal fiðrildi og límdi á vegg

 Bara sátt við það. Finnst það koma vel út
                                                                   svo ferlega sætt

                                            Fín hugmynd sem ég notfærði mér við aðventukransagerðina

                                            Sætir taupokar sem hægt er að nota sem jólaumbúðir
Að lokum sæt mynd af jólatré.
~~**~~

þriðjudagur, 23. október 2012

Ég á "Einari!"

Sælinú!!
 Kjellingin bara búin að vera hangandi heima núna í viku. Fór til Rvk í hnéaðgerð og er bara öll að koma til blæddi að vísu inn á liðinn þannig að ég er hálfstirð og hölt ennþá en það hlýtur að koma. Verð allavega að vera orðin nokkuð góð áður en ég fer í næstu aðgerð sem er áæluð þann 7. nóv..:) Svo skulum við vona að þetta verði orðið gott allavega á þessu ári... Svo gaman að Siggan hún syssin mín heimsótti mig í vetrarfríinu sínu og var hjá mér í þrjá daga. Stjanað við mann og borðað eins og við höfum aldrei smakkað mat áður. Sofnuðum kl 11 á kvöldin. Þetta segir manni það að maður er að verða komin af  allra léttasta skeiði... hahahahaha nei takk það var sko bara af því að ég var á "einari" Eins og venjulega þá gleymdist myndavélin á þessum dögum en það var heldur ekki sjón að sjá okkur, ótilhafðar og garmslegar... Nema þegar við skruppum allra snöggvast út til að kaupa okkur nammi! Við mjói minn og ég vorum svo eftir aðgerðina boðin í mat til Gústa bro, þar sem ég var nú hálfgerður zombie eftir svæfinguna en gat þó tekið þessar myndir en man ekki mikið meira en það... Eða jú mér fannst góður maturinn og ætla að fá uppskriftina hjá másu minni ! Litla Amalía orðin svo mannaleg og er alveg sætust í heimi. Prakkaraskottið frændi minn var líka flottastur og fetti sig og bretti fyrir uppáhaldsfrænku sína á þessari mynd hér fyrir neðan.. thí hí! Það er ball með PALLA pung um næstu helgi og mig LANGAR en ekki á "einari" það er á hreinu það er ekki hægt að fara á ball með honum og geta ekki dansað almennilega...:( snökt... En jæja það koma önnur böll með honum( vonandi). Nú er ég hætt,  er að fara að sofa Heilsur til ykkar í bili.
 Góða nótt Ingibjörg og "einar"...:D

~~**~~


Litla Amalía


                          Snúllan hennar Ingu sín!
                                 Svo stór og falleg augu!
                         Gondólus maximus uppáhaldsfrændinn minn!!
                                   Ég á einari

                                                                  ~~**~~

miðvikudagur, 10. október 2012

miðvikudagur og lífið gengur sinn gang

Góða kvöldið . skemmtilegur dagur í dag í skólanum sem tengdist eineltisáætluninni  okkar þar sem skrifað var undir sáttmála þessu tengdu. Simmi og 
Jói heimsóttu okkur og börnin bjuggu til plakat sem þau fóru svo með í fyrirtæki og stofnanir og hengdu þar upp. Leiðindarveður á eyjunni, rigning með öllu tilheyrandi. Fór til bæklunarlæknis í gær og verð að fara  í aðgerðina til Rvk í næstu viku þar sem liðþófinn er illa farin og farin að skemma út frá sér. Já gamlan er að verða eldri og verr farin en aldur segir til um. Þá er um að gera að passa betur upp á sig. Ekkert meira hopp fyrir mig svo að zumba er úr sögunni. Göngur verður helsta hreyfingin mín ásamt sundi. Verð að fara að koma mér í þann gír! Þegar þetta er búið þá verða 3 vikur í næstu aðgerð. Þá verður legið fjarlægt. æ það
verður bara gott. Ekki ætla ég að eiga fleiri börn.. Það mætti halda að maður  væri eitthvað smeykur að flytja af eyjunni og væri að fara þaðan í pörtum... he he En að öllu gamni slepptu þá verður gott þegar þetta allt verðu búið. Þá getur maður virkilega farið að láta sér hlakka til Floridaferðarinnar.Keypti mér nýjar stofugardínur í haust og setti þær upp um daginn. Er bara nokkuð sátt við þær. Var orðin leið á blómakrúsindúllublúnduverkinu sem ég var með Myndir hér fyrir neðan af þeim. Einfaldar og flottar finnst mér. kveð að sinni er orðin sybbin. Góða nótt. Ingibjörg Angantýrs!!

~~**~~
 
                                                            sátt!!
                                                               

                                                                         við þær!!!
                                                                         
                                                                                   
                                                                            ;)
                                                                             

mánudagur, 1. október 2012

aðallega ekkert sko!

Já góða kvöldið. Mánudagur er það og ný vinnuvika hafin. Veðrið búið að vera gott og rólegt, sést vel til allra átta.  Svosem ekkert að frétta en alltaf gaman að röfla svolítið um ekki neitt. ÞAð styttist óðum í Orlando. Jamm gott fólk þar skal eyða Áramótunum með fjöllunni allri, momms, pomms og allir fylgifiskar. Maður getur farið að láta síg hlakka til. Svona hvað að hverju. Tvær vikur í sól og sumri... Vonandi.!!! Er alltaf með hugann við húsið innandyra og er svona pínku að breyta og bæta lét td yfirdekkja þennan gamla stól sem var með bláu ullarefni á og setti hvítt leður og járnbólur. Allt annað að sjá hann og svo glöð meðann!!! Búin að setja upp nýjar gardínur í stofuna en er ekki með mynd af þeim núna geymi það þangað til næst. Annað er svosem ekki að frétta nema á von á að fara í litla hnéaðgerð í næstu viku, vonandi get ég farið í Zumba innan tíðar.. Sakna þess að geta ekki dansað þann tryllta dans.. Svo gaman.
 Ég bið að heilsa að sinni. Ingibjörg endurunna¨!

~~**~~



Flotti stóllinn minn!!! 

Fékk svo sæta leirplatta að gjöf frá vinkonum  yfir mig ánægð með þá!


Við mæðgurnar að leggja okkur... thí hí
~~**~~

laugardagur, 22. september 2012

Loksins nýtt!!

~~**~~

Jæja loksins er gamla pokahornið komið í lag og what a come back!!!! Fullt af myndum af litlu snúllunni hans Gústa bro og Ingu Bjarkar. Hún fæddist þann 15. sept og var tæplega 14 merkur og 49 cm. Og ömmugenið í mér gat ekki haft friðinn lengur svo ég brunaði til Reykjó í morgun til að knúsast í henni hún er svo yndislegust. Stóri bro svo flottur líka og þurfti sko alla athyglina hjá Ingu sín. Og að sjálfsögðu fékk hann hana! Skrapp svo aðeins í Smáralindina fyrir gelgjuna hana Hind sem þurfti svooo mikið að fá sitthvað þaðan. Brunaði síðan til baka í Landeyajhöfn og var komin  heim kl rúmlega hálfátta í kvöld með kvöldmatinn í plastpoka frá KFC á Selfossi!!..:) En jæja þetta verður með styðstu bloggum sögunnar. Kjellan rosa sybbin eftir að hafa þurft að vakna kl 6:30 í morgun og það á frídegi. það getur ekki verið í lagi með mann!. Knús á ykkur öll í bili and i´ll be back. Ings the pings.
~~**~~
 Litla músin sem nefnd hefur verið Amalía í höfuðið á móðurömmu sinni! fallegt!!!
 Friðrik og Amalía konungborin dönsk nöfn og má þess geta þá i leiðinni að langaamma mín hún Friðrikka Viktoría Magnúsína Jensen var einmitt dönsk!!!
 Sælar með hvor aðra!
 knús á mús!!
 Lúlla sér eftir góðan sopa hjá mömmu sín!!
 Friðrik stóri bro að elda handa frænku sinni!!!
 Hún er svo lítil Inga frænka að ég þarf að skoða hana með stækkunargleri!!!..;)
 Lúlla sér með sætt lítið uppbrett nef og rauðan lubba eins og stóri bróðir og mamma mín!!
 Sætilíusinn uppáhaldið mitt!!!
Sjáið sæta nebbann minn!!!
.................................................

laugardagur, 11. ágúst 2012

:(

Og ég sem ætlaði loksins að blogga eitthvað og þá er eitthvað bilað hér. Get ekki sett inn neinar myndir. Ég reyni aftur síðar!
 Kv INGA

miðvikudagur, 13. júní 2012

Sumarið inni og úti!

Góðan dag gott fólk. Júbb mín bara komin í sumarfrí hvílík dýrð. Búin að vera að skottast í garðinum í góða veðrinu og reyna að koma honum í lag. Nánast óvinnandi verk það..:(  En tókst þó að gera bærilega fínt hér upp á pallinum. Næst á dagskrá væri þá að gera fínt hér innandyra, Þarf svo mikið að fá spark með það. R'ifa niður gardínur og þvo já og fá mér ruslapoka og henda öllum óþarfa úr hverju horni. Langar að gera svo margt en verður minna úr verki. Ætla að fara austur á land upp úr næstu mánaðarmótum það er ekkert sumar ef ég geri það ekki. Ætla að eyða þar tveimur vikum. Eins gott að sumarið verði þar rétt á meðan.  En ég læt þetta duga í bili. Adios. Ingiríður Angantýrs
~~**~~
                                                 ~~**~~
                                                    ~~**~~

                                                                                                                                                               ~~**~~
                                                     ~~**~~
                                                    

                                                ~~**~~

                                             ~~**~~

                                           ~~**~~

                                                   ~~**~~

                                           ~~**~~
                                         ~~**~~

föstudagur, 1. júní 2012

Tónleikar með þeim allra flottasta

Við Sigga frænka mín fyrir tónleika!

                                                                        





Ég, Ágúst bróðir og Sigga fræ.
Á myndina vantar Sindra frænda!!

Gott kvöld. Það er nú meiri veðurblíðan sem búin er að leika við landanm síðustu viku. Ég gerði víðreist um hvítasunnuna og fór til Rvk í júróvisionparty og svo á tónleika með flottasta töffaranum í bransanum, sjálfum Bryan Ferry... OMG hvað hann var flottur, uppselt á tvenna tónleika í Hörpunni sem er by the way mjög flott. ég var á mjög góðum stað og náði þessum myndum af honum og parti úr tveimur lögum sem hér eru til hlustunar og yndisauka!!:.;)
 Nú eru fjórir dagar þangað til ég fer í sumarfrí í tæpa 3 mán.... Get ekki beðið!!! Bið að heilsa ykkur í bili um leið og ég óska öllum sjómönnum innilega til hamingju með daginn og helgina sem í vændum er!!!
 Inga Pinga.

mánudagur, 7. maí 2012

Vaðið úr einu í annað!

HElloj mæ gúdd pípúl!!
Þá hunskaðist ég nú hér inn en er ekki alveg að fíla mig hér þessa dagana. Hef einhvernvegin öðrum hnöppum að hneppa og gleymi myndavélinni hvert sem ég fer. Lenti samt í þessu fína partíi um síðustu helgi þar sem ég var að þjónusta skemmtilegt fólk og var í þjónustustúlkubúning oa alles.. thí hí og já með marglitann fjaðrakúst meira að segja og hárkappa. Horfi með hryllingi út í garð hjá mér og vildi óska að það virkaði einhverntímann þessi fræga setning.." Hipp hipp hipp Barbabrella" Og garðurinn minn væri jafn fínn og ég sé hann í huga mér. En nei grastorfurnar öskra á mig eins og ég hafi gert þeim eitthvað svo ég öskraði bara á þær tilbaka í dag...:( Hvað er með þetta gras endalaust getur það bara ekki vaxið þar sem það á að vaxa og beðin mín með blómum og búskum fengið að vera bara fín!!??.. Það er eins og allt eigi að ske í maí það sem gert verður í sumar. Gæti haft pakkaðar helgar í skemmtanalífinu ef ég vildi en ætli maður verði ekki að velja og hafna... Ef ég get..:) Næstu helgi verður mikil óvissuferð með grunnskólanum, þangað ætlaði ég nú ekki en fyrst ég er í nefndinni sem sér um þá skemmtun verð ég sjálfsagt að hunskast..Helgina þar á eftir verður Páll Óskar í Höllinni og ég veit það á eftir að röfla í mér að fara þangað þartil ég læt undan.Ég reyni mitt besta til að berjast á móti því!!! En gamlan fór í klipp og lit einn ganginn enn, það er ekki hægt að vera með svona stutt hár það þarf alltaf að vera að rýja mann og ég þarf alltaf að breyta aðeins, klipparanum mínum til mikillar dýrðar og ánægju. Litlu gullmolunum mínum í öðrum bekk fannst ég vera alveg eins og Rihanna söngkona... thí hí nema ég er ekki alveg eins brún og hún!! blessuð börnin!!  EN jæja þetta var nú bara svona röfl til að þið gleymduð mér ekki alveg og já vel á minnst þá á ég eftir að vinna í 20 dag og þá er kjellan komin í sumarfrí ef ég var ekki búin að segja ykkur frá því!!..;)
Bið að heilsa að sinni Ingibjörg hárfagra!!

~~**~~


                                           Pínu þreytuleg þarna gamlan..
                                           Svona fannst stelpunum mínum
                                           í öðrum bekk ég vera alveg eins
                                           Rihanna...hahaha.. Dásamlegar
                                                          
                                       Lét raka enn hærra þarna megin..
                                             Og í svona spíss að aftan

                                            ~~**~~