mánudagur, 31. mars 2008

svefnókertadrama...

Engillinn minn...

Hindin mín alveg búin á því í gærkvöldi þegar hún var að lesa og steinsofnaði út frá bókinni...

*************************************************************************

Helloj...

Vaknaði fyrir allar í morgun...Var pínu stressuð og fór að taka til... Þið segið engum hvað ég er klikk í haus en ég átti von á Kolbrúnu kennara í heimsókn í dag og auðvitað hlakkaði mig til þess. En hún er bara svo ofurmyndarleg og skipulagðasta manneskja veraldar, að það lá við að ég færi að sulta og sjóða niður bara til að láta hana halda að ég væri líka svona myndaleg... Maður er náttúrulega ekki í lagi. En það verður að hafa það ,það hefur víst hver sinn djöful að draga.


Í ofanálag þá kom Anna Lilja vinkona mín líka í heimsókn svo mér fannst ég vera ofaukið þarna. Þarna sátu þær myndarlegustu konur heims á móti mér og ég var litla músin sem þær voru tilbúnar að kremja... buhu... Nei nei það var nú ekki svo slæmt en það er samt svo skrýtið hvað mig langar að fara heim til mín og breyta öllu og taka til hjá mér og þrífa fúurnar á flísunum með tannburstaþegar ég er búin að vera hjá þeim. Hindin mín var étin af ketti í gær .Ég var nú ekkert sérstaklega ánægð með það en hún er með 2 djúp klóruför á bakinu og marin og með loppufar á síðunni... Helv kötturinn. Þyrfti að þvo honum um munninn með sápu.:=(

Hér fyrir neðan eru síðustu kertastjakamyndir þemans en á morgun verða englar í fyrirrúmi. Englarnir mínir!! vonandi verður vikan ykkur hliðholl að öllu leyti og vorið fari nú að láta sjá sig.. Hér hefur vikri og öðrum óþarfa verið ausið yfir húsið mitt í allan dag af andsk... austanáttinni. Megi hún nú alveg fara að hvíla sig... Bless in the bil..:) INGIlÍNA hoppudýna


************************************************************************


kósý að kveikja að kvöldi til...

Fallegur..þarna ofan á honum eru tvö göt til að setja sprittkerti en ég hef þetta frekar svona...


Lýsir upp litlu englana mína sem hanga fyrir ofan rúmið okkar......



þessir eru í glugganum í svefnóinu... flottir...




rosa gamaldags finnst mér og passa vel í herbergið....





sunnudagur, 30. mars 2008

kertafílingur í betristofunni.,,

Peningatréð fræga.. með súkkulaðievrum og upprúlluðum fimmhundruðköllum...
Þarna er rassgatarófan.. þetta er boðskortið frá þeim í Litlagerðinu og ég er svo hagsýn að ég notaði það náttúrulega fyrir kort...

Það þarf eiginlega að rýna svolítið til að sjá eitthvað almennilegt út úr þessu...
~~`**´~~ ~`**´~ ~`**´~ ~`**´~ ~`**´~

Jahá þá er ein ferming búin og two to go... Það var mjög skemmtileg og falleg öll umgjörð um ferminguna sem við fórum í í gær... Drengurinn svo myndalegur. En ég gleymdi fja... myndavélinni heima!!! Maður er náttúrulega ekki með sellurnar í hundraðatali eftir svæfinguna í feb.. En oft á tíðum held ég að það sé það eina sem er að fara af mér sé helv... heilinn. Suss Ingibjörg ekki þessa orðaleppa.. nei Afsakið!!
Kristjana lætur mig hafa myndir á næstunni en ég tók þó myndir af peningatrénu sem við gáfum fermingarbarninu við mikla lukku.. Ég fékk hálfgerðan móral eftir að hafa haft bumbumyndirnar svona fyrir alþjóð en what a hell... við eru öll einhvernveginn og örugglega ekki öll sátt við okkur. Svo að ég ætla bara að vera nett sátt við þetta. Tala nú ekki um ef þetta fer bara batnandi úr þessu. Þetta kemur líka kannski hinum mjóu til að hugsa... OJJ ég ætla sko ekki að verða svona... O jú ég veit að þið sleggjurnar hugsið víst svona.. Alla vega hugsið þið ekki VVá ég ætla sko að verða eins og hún þarna þessi feita á blogginu!! Huh.. skammisti ykkar bara. Jæja hættu þessu röfli kona ég heyri í ykkur síðar... Hér fyrir neðan eru flestir kertastjakar stofunnar minnar en þó ekki allir... Eigiði góða viku framundan ég veit að hún verður það hjá mér. Því mér líður vel á sál og líkama... kv INGA


Þarna liggur engill og sefur í hlýjunni frá kertinu...



Þessir drumbar eru æði svo þungir og veglegir............




Fékk þá í júlegjafen....





Keypti mér þessa í eina tíð í húsgagnahöllinni....





Æ leyfði aþventuskreytingunni að vera bara áfram í stofunni hún er ekkert sérstaklega jólaleg...





Gamla skálinn hennar ömmu Siggu minnar sæt með kerti og inn á milli er hún nammiskál...Þessi langi er rosa flottur þegar búið er að kveikja á honum.. en það er gert meira svona ef manni er kalt :) það þarf 10 kerti í hann...





laugardagur, 29. mars 2008

Ekki fyrir viðkvæma!!!!

Þessi mynd er tekin 6 vikum eftir aðgerð..:)



















ÞETTA BLOGG ER EKKI FYRIR VIÐKVÆMA.....


Ég ákvað að setja upp smá kroppasýningu þó sé hún ekki fögur. Ég mátti eiginlega til með að sjá munin á sjálfri mér. Það er einhvernvegin ekki það sama og að finna mun á fötum. Ég ákvað í hvatvísi minni að deila þessu með ykkur en þið farið ekkert með þetta lengra. Á þessum myndum er munurinn 22 kílo og er það mjög gott finnst mér, en betur má ef duga skal segir einhversstaðar. Ég mun ekki gefast upp fyrr en eftir 20-25 kílo í viðbót. þá sjáum við hvað setur. Ja gefast upp?? það er náttúrulega ekkert í boði því þetta er þrotlaus vinna svo mikið veit ég. En mikið spilar það meira í lífi mínu að líða vel andlega og líkamlega heldur en að burðast með þetta allt saman og láta alla halda að manni líði svo vel. Vona að þið getið borðað helgarmatinn fyrir þessum myndum hérna fyrir neðan :=) góða helgarrest INGA Í yfirvikt ....ennþá.

***********************************************


tekið 29. mars

















22 kíló....

****************************************
tekið 29 mars




















22 kíló.....

******************************************

föstudagur, 28. mars 2008

Fabulous föstudagur....

GUÐDÓMLEGT OSTASALAT

1 camenbert skorin í teninga
1 piparostur skorin í teninga
1 mexikoostur skorin í teninga
1/2 ds ananaskurl -safi
púrrulaukur saxaður
paprika rauð söxuð
paprika græn söxuð
1 ds sýrður rjómi
tæp dós lítil majones
allt sett saman í skál og hrært. Þetta er gott bæði á einhver flott ítölsk brauð og á gott kex... Sumir setja rækjur útí. En mér finnst það ekki gott.

*'*'*'*'*'**'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*'*
Gott kvöld allir bloggunnendur...
Það var gaman hjá mér í dag, ég byrjaði á því að útrétta ýmislegt og þegar það var búið fór ég að rápa með henni Kristjönu minni sem var að leggja lokahöndina á undirbúninginn fyrir fermingu sonarins. Það er mjög smart þema hjá henni og er hún með allt í brúnu, ljóskremuðu og ólífugrænu...Ég reyni að taka myndir í veislunni til að sýna ykkur hún hlýtur að leyfa mér það helv.... kellingin... (hún les þetta ekkert það er svo mikið að gera hjá henni) thí hí. Þegar ég var búin að rápa með henni fór ég heim og útbjó gjöfina hans Hallgríms ég segi ykkur á morgun hvað það var og sýni ykkur mynd. Ég var voða montin með útkomuna. Svo varð nú að elda eitthvað ofan í liðið og tókst það svona með einhverri ómynd... Ég held að maðurinn minn nenni ekki að elska mig lengur því ég nenni ekkert orðið að elda síðan ég fór í aðgerðina. Ég ég get borðað svo lítið að mér finnst ekki taka því að elda.. Egóistminn alveg að fara með mig núna.. Eftir matinn eða um 19:30 fórum við Hind og vinkona hennar í sund sem var alveg dásamlegt. Það er svo fátt á föstudagskvöldum að ég var ein að synda og þær að leika sér. Ég fór svo í pottana og var með nuddið á í 15 mín og slappaði svo af í 10 mín. Kom endurnærð heim og við Hind útbjuggum ávaxtabakka og horfðum á Litla kjúllann... Svo var bara komin háttatími og þá settist ég hér niður við tölvuna sem er minn annar eiginmaður:=) Og sit hér enn. Eigiði undursamlega helgi með fjölskyldu eða vinum og ég læt heyra í mér von bráðar. INGA






Þetta fínerí er á sófaborðinu í sjónvarpsholinu og mikið kveikt á þessu...
Þennan fékk ég að gjöf... svona vetrar og jafnvel jóla en voða sætur með þessum hérna fyrir neðan... uppi á sænsku gluggahlerunum mínum...

Stóðst ekki freistinguna með þessa einhverntíma... fannst þeir svo spes. það er tau utan um þá og útsaumur og nokkrir "demantar"


þessa keypti ég fyrir mörgum árum þegar allt ryðgað var í tísku... ég hressti upp á þá með því að spreyja þá hvíta ... auðvitað.



Þessa lukt fékk ég í afmælisgjöf fyrir 2 árum ... finnst hún geggjuð...



Gúa gamla gaf mér þessa ... hrikalega flottir hengi stjakar....
..........
Þennan gerði pabbi og gaf mér.. er reyndar einn af tveimur..Þessi er svona einn af þeim fyrstu sem hann gerði og er búin að gera marga mjög flotta...


Þessa keypti ég mér í íkea og fannst flottir setti grófan sand í botninn... silfurlitaðann.

fimmtudagur, 27. mars 2008

Best & Pest.... eða verst...

Jamm .. ég fékk nefnilega þá áskorun frá Svíþjóð að koma með það sem mér finns best og hvað mér finnst Pest... Það kemur þá hérna og er smá útúrdúr frá kerta og englaþemanu mínu Hef svosem ekkert annað að segja í bili en þetta eru mín stærstu "Best" og stærsta "Pest" eða kannski verst veit ekki alveg. Bið að heilsa í bili INGA



+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+
Mín versta PEST....aaaaaaarrrrrggggg........


Man ekki alveg hver þetta er..:) (tekið fyrir 26 kílóum síðan)




Fjandinn hafi það...


OJJJJJJ....
AAAAARRRRRRGGGGGGG...........................
+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-



Bestasta best í heimi eru nátturulega börnin mín!!!







Víðir & Vigdís Hind




















+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-


Börnin mín stór og smá....

















Óslípuðu demantarnir mínir...











Kraftaverkin mín.....








+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-



Eitt af því besta sem ég á eru...








Eins og fífl alltaf.....









það er svo gaman.....
















Whhoo.... Hvað ertu að segja Sigga mín... Þú verður að tala skýrar...



+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+ -



vinir mínir... og er þetta partur af þeim..








Bara flottastar....







grenjandi úr hlátri....








það er skemmtilegast...

+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-+-


miðvikudagur, 26. mars 2008

Engla og kertahugleiðingar...

Tileinka þessa mynd henni Önnu skólahjúkrunarfræðing sem lést svo sviplega í gær langt fyrir aldur fram og fjölskyldu hennar votta ég mína dýpstu samúð...


Sælinú... Datt í hug að byrja að sýna svolítið frá húsinu mínu aftur en ég hélt reyndar að ég væri búin með það allt en þið eruð örugglega búin að gleyma því öllu...Ákvað að hafa kerta og englaþema næstu daga og kveikja á hverjum einasta kertastjaka sem ég á og taka mynd af honum það dugir í nokkra tugi mynda... Merkilegt hvað maður getur endalaust safnað kertstjökum.. Og ef maður þarf að gefa tækifærisgjöf endar maður oft á því að gefa kertsatjaka... Það eru náttúrulega til óendanlega margar tegundir af þeim og eru flottir allstaðar í húsinu hvort sem er inni á baði frammi á gangi eða bara einhversstaðar....Hugsum fallegar hugsanir hvort til annars og munið að lífið er ekki sjálfgefið... kv INGA







Séð eftir vegg á ganginum... Pabbi smíðaði þessa kertastjaka handa mér og þeir notast vel sem blómapottar líka...:)

Þennan sæta fékk ég einhverntíma að gjöf... Held þetta sé jóla en mér er alveg sama...ég hef hann allt árið ég ætti kannski að spreyja hann hvítann...hmmm hugmynd...


Þessar dúllur gaf Annika vinkona mér einhverntíma í gjafapakkningu og með fullt af vanillukertum í... My favorite...



Þessa kertastjaka á Gísli og er það eina sem er eftir í húsinu sem hann átti þegar við byrjuðum að búa ... he he þeir eru ekkert flottir en það er best að leyfa þeim að vera þarna eitthvað áfram ...


þetta flotta fuglabúr keypti ég mér og hef það inni á baðherbergi.... þegar mig langar að hafa kveikt á kertunum í því þá er hægt að taka toppinn af ...



Flott á kvöldin að hafa kveikt á þessu finnst mér... alltaf svolítið rómó að hafa kerti á baðinu... þó verð ég að passa mig ég hef nú einu sinni kveikt í baðherberginu hjá mér... (óviljandi náttúrulega)