föstudagur, 4. apríl 2008

Föstudagur og lífið gengur sinn gang....

HELLOJ...
langur dagur og þó ég sé ekkert að vinna að þá verður maður þreyttur og ég er eitthvað svo úthaldslaus... Það er nú örugglega alveg eins og það á að vera . Maður er ekki að fá kannski þá 100 % næringu sem annars væri í boði þegar maður borðar minna en spörfugl.. Fór upp á spítala kl 11:00 í morgun . Nenni ekki að líta lengur út eins og Bólu Hjálmar og ætla að skella mér í að láta fjarlægja alla fæðingabletti og annan ósóma frá höfði og niður á bringu... það væri hægt að búa til þessa fínu hálsfesti úr afklippunum...jöakk... Já er það ekki einmitt þannig að þegar maður byrjar á einni aðgerðinni þá geti maður ekki hætt. ?? Við skulum vona að ég skáni eitthvað við þetta. Skurðlæknirinn sagði að ég myndi fá ör eftir þetta en ég sagði bara nei og þá sagði hann ekkert. Það er ekki merkilegur skurðlæknir ef hann ætlar að hafa mig alla í örum á eftir...ég harðneita að trúa því.
Enda vill ég frekar vera með einhver ör í andlitinu og getað sminkað yfir þau ,heldur en að vera áfram eins og jarðýta hafi snúið við á andlitinu á mér. Er að fara að hjálpa Ingu Hönnu í kvöld hún er að fara að ferma á morgun... veislan verður heima hjá mömmu hennar. Ég get allavega setið við eldhúsborðið og drukkið kaffibolla og röflað við Willum það er ekkert leiðinlegt. En kæra fólk ég ákvað að setja hér inn myndir af lömpunum mínum ég veit ekkert hvort þið hafið gaman af að sjá þá en þið um það þeir eru hérna samt... Eigiði yndislega helgi elskurnar og ég sendi ykkur rósabúnt í huganum . Þið megið ráða hvaða lit. Kremja til ykkar INGA





Þennan smíðaði Kolla mágkona og gaf Hind í skírnargjöf....
Hann er afar sérstakur og merktur henni þarna neðst hjá laufunum ...

Þennan fékk ég í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og finnst mér hann alltaf röff... spurning um að fara að spreyja hann hvítann...


Þennan fékk ég í jólagjöf frá vinkonu Hindar fyrir að passa hana smátíma ... meiri vitleysan...



mmmm.... hlýju lamparnir mínir frá Önnu Lilju....ÆÐI...




Fengum þennan í brúðargjöf frá vinkonum mjóa mannsins sem ég bý með.... Þær eru alveg vinkonur mínar líka núna ... þó þær hafi nú ekki verið það fyrst... en alveg eðalmanneskjur þegar maður kynntist þeim..:=)


Þennan fengum við í brúðargjöf frá mínum vinkonum.....



Svo flottur með perlubandi .... var að reyna að taka þetta nær en ekki alveg að heppnast.....


er með tvo svona á náttborðinu sitthvoru megin við skeiðvöllinn:=)...


Þessi er eftir glerlistakonuna Berglindi Kristjáns og er vinargjöf frá Önnu Lilju vinkonu og manninum hennar...



12 ummæli:

syrrý sagði...

Flottur þessi lampi sem þú fékkst í afmælisgjöf. Ekki speyja hann hvítann. En ég spyr hvað býrð þú eiginlega í stóru húsi? Hvar kemur þú öllu þessu fíniríi fyrir. Fannst páfagaukurinn líka mjög flottur.

Nafnlaus sagði...

Það sýnist nú stærra en það er á svona myndum en húsið er 237 fm með' geymslum og þvottahúsi og solleis... allt of stórt finnst mér ... nenni aldrei að taka til í þessu öllu :=(

Gusta sagði...

sammála Syrry það er mikið fínerí þarf að fara sjá þetta life geri það einhverntíman ef ég má koma til Vestmannaeyja

Gårdsromantik sagði...

Hi!
Such a lovely blogg you have!
I don´t understand anything you write but the pictures are just lovely!

Your house seems to be situated at a lovely place!

Best regards Maud

A home far away sagði...

I love your birdcage, I want, I want:-)

Sigga sagði...

Danska, franska, leikfimi og latína. Maður fer að fara hjá sér við að commenta á ísl.

Okkur veitti ekki af hlýju lömpunum hér núna. Ég færi í þá á sitthvorn fótinn. Allir svo ólíkir og flottir.

kveðja Sist

Sigga sagði...

Einmitt, það er ekki ypsilon í sistir.

inga Heiddal sagði...

Guðsteina mín ég þarf aðeins að hugsa þetta!!!:=)

Goa sagði...

Ekekrt smá margir lampar...og flottir!!!
Mér finnst að þessi brúni flotti eigi að verða hvítur, hann yrði ennþá flottari þannig..:)..japp!!

Velkomin í kommentveröldina
...Gaman!!

Knús og kram...

Berglind sagði...

glerlampin og ullinn eru flottastir, en hinir líka, þeir eru bara öðurvísi,knús

Nafnlaus sagði...

Gerða
komdu sæl og blessuð. mikið fanst mér nú gaman að detta inn á þessa síðu þína. og kem ég hér á framfæri ósk um gleðilegra jóla,áramóta og páska. hihihi verð að segja að það gleður mitt hjarta að sjá hvað þú ert dugleg og átt rosalega fallegt heimili, og öruglega alveg yndisleg börn og mann. keep it up girl. kveðja til allra í Eyjum. knús frá mér

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra frá þér Gerða ...