þriðjudagur, 29. september 2009

Tónleikar Coldplay... 1. Kafli

Allt búið og ég komin heim... En djö var gaman...Tónleikarnir æði... Oxfordstreet æði og Brigthon æði... Börnin mín höfðu svo gaman að því að koma þangað. Dásamlegt veður allan tímann en best var það í Brigthon.. Sól og 24 stiga hiti. Fórum út að borða á hina ýmsu staði og alltaf hvert öðru betra.Verðlagið er alveg til að klappa fyrir ennþá og var mikið verslað og allir fengu 2-3 nýja umganga af fötum nema ég sem fékk auðvitað aðeins meira en það...:O)... Hótelið sem við vorum á var alveg ágætt, nóg pláss fyrir alla þar sem við vorum í 4 manna herbergi hafði maður smá áhyggjur af því hvort að þrengslin yrðu of mikil en það var alls ekki. Það var vaknað kl 8:30 alla morgna til að ná sér í morgunmat og baða sig áður en var haldið út í hina frábæru London. Klárlega ein af mínum uppáhaldsborgum.Fimmtudagurinn fór í að þræða búðir og kanna verðlag, föstudagurinn í að fara á tónleika þar sem flottar hljómsveitir hituðu upp. Laugardagurin fór allur í Brigthon og sunnudagurinn í að chilla á söfnum , í Hyde park, Chilla á kaffihúsi og farið út að borða síðustu kvöldmáltíðina á mjög góðu kínversku veitingarhúsi. Og svona ykkur að segja þá var verðið með forrétti, aðalrétti, 5 rauðvínsglösum 2 stórum bjórum og 2 kókglös kr 11.000 ískr. Það er nú ekki dýrt !! Ég slæ á þessar sögur um að ekki sé hægt að fara erlendis lengur vegna dýrtíðar. Það er einfaldlega ekki satt. Auðvitað getur þú farið í misdýrar búðir og misdýra veitingastaði... En ég hefði ekki farið á þá dýrustu fyrir 2,3 eða 10 árum svo að þetta skipti mig engu máli.
Södd og sátt í bili en er strax farin að safna fyrir næstu ferð... Sem mér skilst að verði til Munchen og Parísar eftir manninum mínum að dæma.. Það skildi þó ekki vera að U2 væru að spila þar ????...:O) Heyrumst Ingibjörg Ánægða!!!
~~**~~
Gengið inn á Wembley... White lies fyrsta upphitunarband... mjög góðir

Girls aloud... F'inar but not my cup of tea...

Víðir að horfa á dillibossana...:O)Girls aloud...
Séð á svið áður en allt byrjaði...Risa leikvangur þessi Wembley...

Ég og börnin mín stór og smá....Hindin varð að fá að taka mynd líka....ég voða spennt en pínu þreytuleg eftir allt labbið daginn áður og um morguninn....
Kellurnar aftur....


rosa gellur....

já ok þetta er orðið fínt af þeim...
JAY C rappari og djöfull góður ... hann hitaði upp á undan coldplay....

ÞArna kom Coldplay á lítinn pall rétt hjá okkur og ég sturlaðist og stökk af stað... en allar þær myndir voru svo dökkar...:O(
Sviðið var flott hjá þeim....


ÞARNA ER HANN!!!!!!!!


fallegur maður!!!!!

HAnn Cris minn....


Svolítið blurry....

sjáiði hvað ég er nálægt honum....:O)
dæææsss....
Hann brosti til mín!!! bara til mín....:O)

bææææææææææææ....sunnudagur, 13. september 2009

adios amigos...:=) on my way to trying to give Chris Martin a kiss...:=)

~~**~~

mitt uppáhaldslag...The hardest part
~~**~~
Dásamlegt lag ........Fix you
~~**~~

Chris Martin
Coldplay...
)(
~~**~~
)(
~~**~~
)(
~~**~~
)(

Helloj... Ég get ekki beðið núna . Ég er að fara á límingunum bara þoka í spánni og rigning... engin Herjólfur bara einhver Baldur sem engin fer í og þá allra síst ég....Men vi för se...Átti þá rólegustu helgi sem um getur í Íslandssögunni... Það lá við að blóðið í mér storknaði... Er að lesa ennþá Yrsu Sigurðardóttur ef ég skyldi ekki vera búin að segja ykkur frá því.... Er núna að lesa "Þriðja táknið" og hún er bara alveg þrusugóð. Trommarinn minn er hættur í RL ( sem betur fer) þar sem launin voru til skammar en svosem ekkert að því að vinna þar. Hann er fluttur líka í 101 í hringiðuna þar sem hann kann nú við sig... Er einnig farin að vinna á nýjum Bar í Bankastrætinu sem heitir "Den danske krå"... það á við hann að vera innan um sem flesta í hávaða og látum... Er ekki trommari út af engu...:=)Hlakka til að hitta hann og knúsa, er ekki búin að sjá hann síðan fyrir þjóðhátíð.
Dekra við lillann minn úti líka ... Leyfa honum að kaupa sér fullt af fötum...!!!ææææ sakna hans ef ég fer að tala of mikið um hann... það verður gott að hitta hann eftir 2 daga. Já svo kemur líka nýr fjölskyldumeðlimur innan tíðar en ég ræði það við ykkur örlítið seinna...:=). En ég ætla að hafa þetta síðasta bloggið í bili. Ég kem svo fersk í fríinu ,búin að faðma og kyssa Chris Martin í bak og fyrir. Gwineth Paltrow lofaði að passa hann vel fyrir mig þangað til ég kæmi... hahahaha... Dream on. En hér eru mín tvö uppáhaldslög með þeim félögum og ég kveð að sinni. Ingibjörg aðdáandi!!!


~~**~~

þriðjudagur, 8. september 2009

Eftir helgina....

~~**~~

allt annað að sjá þetta með höttum!!


~~**~~

Gott kvöld...

Það er búið að vera viðburðaríkt síðustu daga. Hindin búin að vera lasin í tæpa viku og ég fór á ball um helgina... Surprise!!!...:=) Fór í dásamlegt matarboð um helgina hjá Þórey vinkonu og flott partý fram að balli með Sálinni. Er svosem engin sérstök sálar manneskja en þetta var fínt ball. Sunnudagurinn fór að mestu fram í bælinu annað hvort hrjótandi eða lesa Yrsu Sigurðardóttir. Fínar bækur eftir hana. Og enn styttist í tónleikaferð fjölskyldunnar... bara vika þangað til ég ætla að hamast á Oxfordstreet.. Múhahahahaa.... Svo er nú loksins búið að festa rúmgafl heimasætunnar þar sem hann á að vera og er ég því fegin... Hann kemur bara vel út og hún alsæl. Svo er búið að fá hattana á gaflinn á skeiðvellinum og búið að mála þá hvíta og festa á svo ég er alsæl líka. :=)Veðrið hér hefur verið hreint dásamlegt og hitinn um 12-15 stig. Þetta sumar er búið að vera hreint með ólíkindum. En jæja ég ætla ekki að vera þessi týbíski Íslendingur og þvaðra um veðrið þegar maður er orðin uppiskroppa með annað umræðuefni svo ég býð ykkur bara góða nótt og megi allt hið góða vera með ykkur alltaf allstaðar. Ingibjörg umrenningur...:=)
~~**~~
Flotti gaflinn hennar Hindar...
......


.......
.......


~~**~~

miðvikudagur, 2. september 2009

Gaflar þetta og gaflar hitt...

~~**~~
Helloj!!!
þá er miðvikudagur á enda runnin . Ég er glöð yfir hvað dagarnir eru fljótir að líða og vonast eftir að verði komið vor áður en ég veit af... Já ég veit ég er klikkuð. En ég bara nenni ekki að standa í þessum vetri og hana nú. Mér leiðist hann óendanlega. En það styttist óðum í ferðalag fjölskyldunar til Englands á tónleika með Coldplay... OG ÉG HLAKKA SVO TIL!!! Ætla líka að versla smá en þið hafið ábyggilega getið ykkur til þess...:=)Það var kalt í dag og fór ég á leik með Í.B.V stelpunum og fraus þar föst við jörðina brrrr... Kláraði reyndar ekki leikinn svo ég veit ekki hvernig hann endaði. Ég er loksins búin að fá hattana á rúmgaflinn minn en á eftir að mála þá svo að hjónóið mitt er að verða alveg fullkomið... að minni sögn að sjálfsögðu. Svo er ég loksins búin með rúmgafl Hindarinnar en það á eftir að festa hann á vegginn. Það er mjóa míns að gera það og þess vegna er það ekki búið...:=) ég væri búin að því fyrir löngu. Næst á dagskrá er að taka þvottahúsið í nefið flísaleggja gólfið og ný innrétting á vegginn nýtt vinnuborð og innbyggður vaskur. Hlakka til þegar það er tilbúið... Já það er greinilega enn 2007 fílingur á þessu heimili. Hahahaha... það gerir ekkert til. Mér líður illa ef einhver peningur er til sem hægt væri að nota... Ég er ekkert fyrir að safna þeim... Ég safna frekar bara hári..:=) En hér fyrir neðan eru myndir af því þegar ég tók gaflinn hennar Hindar og MARGMÁLAÐI HANN OG GRUNNAÐI vá hvað það var leiðinlegt. Verð að muna að gera þetta aldrei aftur. Ég bið að heilsa í bili og kveð að sinni... Ingibjörg sinnissjúka..

~~**~~


hann var alveg flottur áður en passaði ekki í mitt mjallahvíta umhverfi...
ég að störfum...


og þarna líka....

Mjói minn fékk held ég eitthvað út úr því að taka allar þessar myndir af mér við þetta...:=)

og mín pósaði bara í staðinn endalaust fyrir hann...:=)


~~**~~