mánudagur, 7. apríl 2008

uppskriftadagur...

Góðan og gleðilega mánudag...
Eyddi nóttinni í að hreinsa upp ælur eftir hana dóttur mína... ekki skemmtileg iðja en einhver verður að gera það... Mjói maðurinn sem ég bý með sagði að þetta væri kvenmannsverk...nennti ekki að rífast við hann um miðja nótt en hann fær það óþvegið einhverntímann þegar ég nenni.
Talaði við Gúu mína áðan og hún er svo full af hugmyndum ,vori og sumri að ég fæ samviskubit á að sitja hér og gera ekki neitt... Hlakka svo til að hitta hana, ætla til hennar um mánaðarmótin mai-júní...Sendi henni og ykkur í staðinn hérna 2 uppskriftir af heitum brauðum...henni finnst það svo gaman...thí hí hún heldur að ég sé að reyna að fita hana....(sem ég er náttúrulega..)
a la INGA
rifið brauð í botn á eldföstu móti
1 box sveppir sneiddir og steiktir
1 bréf bacon skorið og steikt
´1 sexkanta sólþurrkaður ostur sett útí pottinn
1 matreiðslurjómi sett útí
1 krukka sacla sólþurrkað tómata pestó
2 tsk tandorri krydd sett útí
Þessu er svo hellt yfir brauðið settur rifin ostur ofan á það og muldar salt og piparflögur ofan á það. Þetta er svo hitað í ofni í ca 20 mín við 200°
~~~``**´´~~~Ostaréttur Alþýðunnar
brauð í botn á eldföstu móti
1 bréf bacon sneitt og steikt
1/2 box sveppir seikt
1 poki frosið broccoli
sett útí
1 peli rjómi sett útí
1 camenbert sneiddur og settur útí
1/2 mexicoostur settur útí
1 campel sveppasúpa sett útí
allt brætt saman og sett yfir brauðið sett í ofn og hitað
Borið fram með rifsberjahlaupi.
~~``**´´~~

Já þau hafa ekki verið hreyfð gestgjafablöðin lengi...
Megi vikan verða ykkur ánægjuleg. Hún verður það hjá mér...Ég er búin að ákveða það heyrumst!! ykkar blogghildur. INGA.

7 ummæli:

Goa sagði...

Þú kanns svo sannarlega að koma lífi í hungrið!!!...Ég sem er að eltast við kílóin..:)
En...þetta verðu prófað á laugardaginn..:)
Er öll rifin og tætt af rósarunnanum sem ég klippti áðan, efast um að hann vaxi greyið, gjörsamlega snoðaður...enda alltaf með lús!...*fniss*...en svo klippti ég líka Lavendel buskann minn, svo vonandi verður hann orðinn þéttur og fínn þegar þú kemur til mín...hjartans dúllan mín!!
Ástarkveðja til ykkar allra, en stærstur faðmur til Hindarinnar, vonandi batnar henni fljótt!!
puss og kram...

Goa sagði...

..."hlær"...þetta hljómar nú svolítið porrigt alltsaman...klipptir buskar hingað og þangað!! EN..ekkert svoleiðis í gangi..:)

Gusta sagði...

hrikalega girnilegt hjá þér verð að prófa þetta í næsta party leiðinlegt að heyra um ælupestina hún hefur gripið allar pestar núna undanfarið óheppin greijið það verður nú ekki leiðinlegt hjá ykkur Gúu í júni skil að þig hlakki til þau eru svo æðisleg að heimsækja kæra kveðjur Guðsteina

Hanna sagði...

Sæl mjóna, loksins nenni ég að commenta eitthvað, ekki alveg búin að vera í stuði,en er komin í stuð núna, var gaman um helgina og svona(matarklúbbur og hvítvín....)
Þannig að það er að lifna yfir manni þrátt fyrir snjóinn og svo heyrir maður af einhverjum í Svíþjóð að klippa rósarrunna ótrúlegt en satt,
girnilegar uppskriftirnar og maður verður stundum að gera ekki neitt Inga mín,hafðu það gott, Hanna.

Sigga sagði...

Hey sys

Mig langar hroðalega að smakka a la Ingu sjáum til hversu dugleg konan verður þegar bóndinn kemur heim.

Einu buskarnir sem við klippum hér þessa dagana vaxa ekki úti í garði Gúa mín. Var að senda þér mynd. Nei ! ekki af því sem þú heldur :) :) :)

Kveðja Sigga

Sigga sagði...

Æ hvurslagseiginlegaerþetta maður bara gleymir að kasta kveðju á Hindina. Láttu þér batna ljósið mitt.

kveðja Sigga frænka

Berglind sagði...

já ekki vanntar að það er girnilegt!! en ég er í megrun og borða bara gautaborgar condis súkkulaðikex!!! það er á tilboði í kaupfélaginu hahahaa og þú hefur gott af því að þrífa upp ælu eftir ungan, grétar gerir það alltaf hér,svo er ég sammála siggu um buskana. knús á liðið mjóa kona