sunnudagur, 30. ágúst 2009

Helgin...

Gott kvöld kæru lesendur!!
Þessi helgi búin að vera dásamleg í alla staði. Hitti fullt af ættingjum sem ég hef ekki hitt lengi. Það var gaman. Fór í jarðaför á laugardaginn hjá henni ömmu Villu sem við köllum, en hún er reyndar ekkert skyld okkur en tengdist okkur órjúfanlegum böndum þegar ég kom inn í þessa fjölskyldu. Hún var mikil vinkona ömmu Gunnu og er fædd og uppalin á Borgarfirði eystra. Þar sem rætur okkar beggja liggja. Það var svo gaman að hitta hana og tala um fólk að austan sem við þekktum báðar. Sonur hennar er Ásgeir Sigurvins og hann einmitt passaði Gísla minn svo oft þegar hann var lítill og þess vegna hefur vinskapur haldist síðan og mín börn alltaf kallað hana ömmu Villu. Ef hægt er að tala um skemmtilega jarðaför þá var þessi skemmtileg. Í minningarorðinu var hlegið dátt og í erfisdrykkjunni var kátt á hjalla. Svona eiga jarðarfarir að vera ef fólk er orðið fullorðið og hefur skilað af sér ævistarfinu þannig að við hin munum það sem skemmtilegt.
Svo var fótboltaleikur sem ég að sjálfsögðu fór á og mér fannst skemmtilegt að sjá núna hvers vegna Valsmenn geta ekki rassgat í fótbolta. Þvílíkur hörmungarmórall sem er í liðinu... segjandi hver öðrum að halda kjafti og ekki var þjálfarinn í boss jakkafötunum skárri...Hindin mín farin í skólaferðalag upp í Alviðru sem er að ég held stofnun á vegum Náttúrufræðistofnunnar. Hana hlakkaði til og ekki. Vildi náttlega frekar bara vera í sínu verndaða umhverfi hjá ma og pa...:=) Litla dramadrottningin mín...:=) Það var smá partý hjá okkur í gær og komu fótboltastrákarnir til okkar í teiti. það var gaman og svo komu Víðir frændi og konan hans . Það var gaman. Það er svo langt síðan ég hef hitt hann. 'eg hellti bjór í þau og þau fóru frá mér um 2 leitið sæl og glöð og áttu svo að fara í Herjólf í morgun. Hindin mín var svo heppin að fá lundapysju hér í gærkvöldi upp í hendurnar. Það er nú mjög sjaldgæft að þær fljúgi hingað uppeftir í götuna hjá okkur. Og merkilegt fannst okkur líka hvað hún var lítil og full af dún... Hún var því skýrð Dúna með það sama og var síðan sleppt á haf út í dag áður en hún fór í Herjólf... Bara gaman. En ég býð góða nótt og megi þið eiga góða vinnuviku framundan.... Ingibjörg ullarlagður..:=

~~*~~Dúna litla í kassanum sínum...Hindin að búa sig undir að sveifla henni á haf út....

Bless bless Dúna mín...

~~**~~


mánudagur, 24. ágúst 2009

Nýja hjónóið mitt... ásamt fleiri pælingum!!!

Jæja ég get ekkert beðið lengur með að setja inn myndir af nýja hjónóinu mínu... Enn er þó eftir smá fínisering eins og listar á panilinn og svo koma tréhattar ofan á staurana en þeir hafa ekki verið til eða allavega ekki komnir til mín eftir 12 daga bið...:=/ Ég er þó alsæl með árangurinn og finnst alveg allt annað að sofa þarna núna. ...=) Átti svefnlausa nótt í nótt sem var náttlega alveg hundleiðinlegt. Þegar maður veltist um í bælinu og bíður eftir að geta sofnað þá tekst það ekki. Fór að horfa á video, las og reyndi með öllu móti að syfjast en ekkert gekk. sofnaði um 6 leitið og var vakin af bóndanum 7:40 . Ég gargaði á hann en honum var slétt sama og fór til vinnu , ég veltist um aðeins lengur og fór svo í vinnu. Kom heim um hádegi kom Hindinni á ömmu sína og þær fóru í berjamó. Hún kom heim með það mikið af berjum að ég gat búið til 2 stórar krukkur af krækiberjahlaupi... Gaman. Ég fór svo og lagði mig. Er einhvernvegin öll úr lagi gengin núna en ákvað þó að fara til Önnu Lilju vinkonu eftir kvöldmat og horfa á "so you thing you can dance" .. Þá er skólasetning í fyrramálið og Hindin mín orðin svo stór að hún er að byrja í 5. bekk... Það segir manni bara að maður er að eldast. Trommarinn fluttur að heiman fyrir um ári síðan og Hindin á síðasta ári í yngstu deild og færist yfir í "stóra skólann" á næsta ári...:=/. Nú getur maður farið að láta sér hlakka til að fara út á tónleika í sept með Coldplay !!! það verður dásamlegt... OHHH hvað mig hlakkar til. Verst er að Herjólfur Gubbólfsson er akkúrat að fara í slipp þá svo að við verður að fljúga á fokkings papparellu á milli lands og eyja en það hef ég ekki gert í rúmlega 10 ár... Hlakkar ekki til þess!!!!! Ætla að vera hálf rænulaus af róandi lyfjum á leiðinni. En jæja það er seinni tíma vandamál. Ég bið að heilsa ykkur í bili og eigið góða viku framundan.Kv Ingibjörg örvæntingafulla...:=)

~~**~~
Nýja hjónóið mitt!!
svo rómó...old white oak parket sem ég féll fyrir...

dásamlega orðsendingin mín sem ég lifi eftir .. sem Gúa vinkona gaf mér...hangir þarna og minnir mig á um hvað lífið fjallar...


Ætlunin er að setja panilinn allan hringinn í herberginu en það var ekki gert núna... Það er ekki 2007 lengur svo að við bíðum aðeins með það.


Þarna situr líka Himmi minn heitin á hillu og vakir yfir mér....
þarna koma svo tréhattar eða pýramídar ofan á staurana og svo vegglistar ofan á panilinn. Það verður miklu flottara...

Rúmteppastandurinn fékk nýtt hlutverk og heldur nú uppi blómalengjum í stórum stíl

laugardagur, 22. ágúst 2009

Herbergi fyrir og á meðan á framkvæmdum stóð...

Jæja þá er allt að ske... LOKSINS búin með þetta herbergi. Það lá við skilnaði...:=/ Ég er náttlega að drepast úr frekju og vildi fá allt sem ég ekki gat gert sjálf, gert í gær!!!! Ég er eiginlega búin að ákveða það að ef ég ætla í fleiri framkvæmdir þá kaupi ég þá vinnu sem ég ekki get gert sjálf. Ég vil endilega ekki skilja við manninn minn bara út af einhverju svona. :=/ Það verður að vera eitthavð stórvægilegra en þetta. Það er náttlega alltaf þannig að þegar ég ætla að framkvæma að þá er ekki allt til sem ég þarf að panta eða það týnist á leiðinni og akkúrat það gerðist núna þannig að ég get ekki klárað aaaalveg fyrr en í næstu viku svo að núna fáið þið bara myndir sem voru teknar eins og herbergið var og myndir á meðan á framkvæmdum stóð. Svo þegar allt er tilbúið þá koma myndir eins og allt er núna. Góður dagur að kveldi komin og ég ætla að hafa það kósý í kvöld og glápa á imbann, borða góðan mat, og letihaugast. Ég bið að heilsa ykkur í bili og kem að vörmu spori aftur... Kv Ingibjörg öfluga..:=)

~~**~~
Svona hefur herbergið litið út um nokkra ára skeið...~~**~~
Svona á meðan á framkvæmdum stóð...
Þetta er dúkurinn sem fyrrverandi eigandi setti á og ekki var til nóg af svo að þetta var undir rúminu öll árin og hafði hann skrifað á gólfið að ekki hafi verið til nóg af honum og hann settur á þann 23/06 1988...:=)Þetta skemmtilega betrek kom í ljós á bak við plöturnar sem við rifum af...
Þennan vegg þufti að taka allan og heilspartla og pússa trekk í trekk...:=/ OJJJ..
Ansi skrautlegt...:=)


Partur af plötunum sem rifnar voru af!!! djöfuls vinna og leiðindi en ég greinilega þrífst á þessu.. Þarf alltaf að vera að gera eitthvað svona manninum mínum til mikillar armæðu....=)

miðvikudagur, 19. ágúst 2009

Allt eins og blómstrið eina...:=)

~~**~~
Þá fer nú sumri að halla. Mikið er það nú leiðinlegt. Ég segi það enn og aftur það sem ég er búin að segja frá því ég var smástelpa: ég skil ekki af hverju ég fæddist ekki forrík prinsessa á Fijieyjum. En það er víst ekki við það ráðið. Ég byrjaði að vinna á mánudaginn, það var með því erfiðara sem ég hef gert í langan tíma. Vá hvað ég nennti því ekki. Sat eins og buddalíkneski tímunum saman og hlustaði á frekar leiðinlega fyrirlesara tala um uppeldi á grunnskólabörnum Það er eins og þettta lið sé alltaf að reyna að finna upp á einhverju nýju í uppeldinu og ætlar að slá í gegn með því. En á endanum er þetta alltaf það sama og maður situr uppi engu fróðari en í gær eða fyrir 8 árum eða 16 árum eða 50 árum. Eitthvað gengur seint að klára þetta hjónaherbergi en mjakast þó. Ég vonast til að geta klárað um helgina og þá set ég inn fyrir og eftir myndir. Gaman að því. Ég er líka loksins búin að mála 3 umferðir á höfðagaflinn hennar Hindar... Muniði með mér að hvítlakka ALDREI !!!! neitt aftur. Vá hvað ég þoli ekki hvað maður er fljótur að gleyma. Hönnunin á mínum rúmgafli gengur líka vel. Allavega í hausnum á mér en ég á eftir að saga stólpana og mála. Hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út. En nú er farið að halla að helgi og ég á ekki að mæta í vinnu fyrr en 10 í fyrramálið og frí á föstudaginn.MMMM... þá verð ég kannski sáttari við að byrja svo á fullu í næstu viku, Þegar ég hef náð að snúa þessum sólahring almennilega við. En nú ætla ég að gera myndarlega tilraun til að fara að sofa og vona að það gangi vel, ég bið að heilsa í bili. Kv Ingibjörg undarlega...
~~**~~

æææ gamli kökustampurinn hennar ömmu Siggu komin með annað hlutverk... Hann var orðin svo þreyttur að engar kökur toldu lengur í honum...En ömmu minni hefði sko líkað það vel að sjá sumarblómum plantað í hann...
Blómálfur Jónsson passar þarna snædrífuna mína...

Keypti þessa blómapotta á Reynisstað svo skemmtilegir í laginu...


og þarna er hin... með gulum hengifjólum... Einhvernvegin hélt ég alltaf að fjólur væru fjólubláar.

Fullur pottur af appelsínugulum stjúpum og appelsínugulum ... Já sæll nú man ég ekki hvað það heitir þarna í miðjunni...


Venusarvagninn í blóma loksins...


Stjúpur í felum í endalausu illgresi sem ég gafst upp á að reyta um mitt sumar... Óvinnandi helv... vegur.Venusvagninn minn....=) Minnir mig alltaf á Árbakka 7 og þegar maður var að reyta blómin í sundur og skoða inn í þau þegar maður var krakki...


Músareyrað orðið lúið en það blómstrar svo snemma... var svo rosa fallegt fyrr í sumar..


Partur af Hansarósinni minni sem loksins blómstraði í sumar í blíðunni... Hefur ekki blómstrað í nokkur ár...


Vildi óska að ég gæti sagt að Hindin mín hefði týnt þetta úti í garði en það er nú ekki svo gott... Henni fannst bara svo flott að það skildi vera stilkur á þessu jarðaberi í boxinu sem við keyptum í Vöruval...:=)


~~**~~

laugardagur, 15. ágúst 2009

Framtíðarhugleiðingar....

~~**~~
Enn einn dásamlegi dagurinn runnin upp. Ég segi það satt að ég held að það sé búið að vera hér besta sumar fráþví ég flutti á þessa eyju og samfelld sól held ég hreinlega síðan í maí!!! Ég hef aldrei þurft að vökva svona mikið á einu sumri eins og núna. Þá er nú kallinn búin með tónleika nr 1 á Wembley og var víst alveg geggjað... Ég trúi því alveg . Ég hef sjálf farið 2svar á U2 á tónleika og það er engu líkt. Sviðinu núna er varla hægt að lýsa en það er mynd hér fyrir neðan frá tónleikunum í gær og maður getur eiginlega ekki ímyndað sér þetta.. Sá á MBL áðan frétt um hvort hljóðbækur séu framtíðin. ÞAÐ ÆTLA ÉG AÐ VONA EKKI!!! Mér finnst þróunin í heiminum orðin þannig að maður á helst orðið að sitja einhversstaðar og láta gera allt fyrir sig. Hvernig haldið þið að lífið verði þegar maður kann ekki orðið að lesa , skrifa , míga eða skíta...Ég hef svosem oft hlegið að því að manni hlakki til að fara á elliheimili því þá verði þetta orðið svo fullkomið að maður situr bara í hjólastól með sherry í æð og saurpoka og þvaglegg. En það var alltaf sagt í djóki. Svei mér þá ef þetta verður ekki í boði þrátt fyrir allt...:=/ Ætla nú samt að vona ekki. Er nú að fara í göngu. Er búin að vera mjög löt í hreyfingunni frá´þjóðhátíðinni en nú er að taka sér taka og drullast af stað. Er að byrja að vinna á mánudaginn og langar það ekki neitt. Bara svo það sé á hreinu. En maður lifir víst ekki á loftinu einu saman en kannski er það framtíðin hver veit... ÞAð er þá skárra en hinar hugleiðingarnar.... Heilsur inn í helgina . bæ Inga undirgefna.
~~**~~Bono á tónleikunum í gær... Alltaf svo röff...
Bono og Adam....
The Edge og Bono.... flottir

Já sæll þetta er sviðið og maður gerir sér enga grein fyrir þessu en finnst nú samt að þetta sé einhvernvegin tekið svona upp á við...
~~**~~fimmtudagur, 13. ágúst 2009

Eirðarleysi....

Góðan dag... Er svolítið eirðarlaus þessa dagana ..Ég er alveg að byrja að vinna og held einhvernvegin að ég verði að nýta hverja einustu mínútu sem eftir er fram að skóla.Ég byrjaði á að rífa allt og tæta inni í hjónaherbergi svo að þar er allt á hvolfi. En hlakka til þegar það er búið. Er að hanna minn eigin rúmgafl og hlakka til að sjá hvernig það kemur út. Þegar búið var að rífa allra plötur af þessum veg kom í ljós veggfóður sem ég þurfti að skrapa allt af ... Ekki gaman. En það hafðist og núna þarf að heilspartla helv.. vegginn. Svo kemur hvítlakkaður panill upp á miðjann vegg og nýtt parkett á gólfið. Valdi hvíttað plankaparket. Ég sá ekkert annað en það. Það var náttlega dýrara en ég nenni ekki alltaf að vera kaupa eitthvað sem mig langar ekkert í bara af því að það er ódýrara og hananú. Þannig að það er nóg að gera. Er ekki enn búin að hvítlakka höfðagaflinn hennar Hindar. Dauðsé eftir að hafa byrjað á honum þvílík vinna. En það er bara ein umferð eftir svo það ætti nú að hafast. Karlinn farin erlendis á U2 tónleika svo við Hind erum einar í kotinu það er gott að geta sofið í þessu stóra rúmi og ekki vaknað við hrotur dauðans þannig að maður heldur stundum að farið sé að gjósa á ný!!! Hindin mín er að fara á hestbak í dag og á meðan ætla ég að reyna að gera eitthvað þarflegt. Allavega að kíkja eitthvað í kaffi...:=) En hér fyrir neðan eru myndir frá mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi Þ.E. Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar. Get ekki gert upp á milli eru báðir svo fallegir en fjörðurinn minn fagri togar alltaf meira í mig... Er ekki sagt að ræturnar togi endalaust í mann og þarna eru klárlega mína rætur... Eigið góða daga framundan. Kveðja . Inga Pinga..

Seyðisfjörður
**''**

Fallegt með Strandatind svo föngulegann...
gamli skólinn minn...

Hótel Snæfell þar sem ég vann einu sinni...


Gamla kaupfélagið sem nú er veitingastaður....

Séð yfir lónið...

Séð inn í lónið í góðu veðri að kvöldi til og spegilsléttum sjó

Alltaf verið svo dulúðugt í kæfandi þokunni em sest stundum eins og mara svo ekki sést út úr augum...


Fallega blá kirkjan...


Það var mikið að gera um daginn þegar 3 stórar farþegaferjur renndu inn fjörðinn...

Falleg sjón...

Bjólfurinn grasi gróinn...Spegilslétta lónið...

Nooröna...

Framhúsið og búðafoss í baksýn...


Þarna hefur nú verið stokkið fram af í góðu veðri...


Séð niður fjörðinn frá heiðinni að nóttu til...


Og að degi til...
Vestmannaeyjar.


Séð inn höfnina...

Séð ofan af Eldfelli...


Og hinu megin frá...


Séð út í Klettsvík...

Höfnin...
Skansinn...
Heimaklettur...


Séð frá Eldfelli yfir bæjinn...

~~**~~