fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Innlegg í helgina....

~~**~~

Gott kvöld..
Þá sit ég hér og reyni að fá yl í kroppinn. Var að koma af fótboltaleik sem við unnum svo snilldarlega 5-1 á móti Haukum. En rigningin var slík að eini bletturinn sem var þurr á mér var inni í naflanum... :=) En að öllu gríni slepptu þá er nú vinnan að komast í rétt horf ,held ég hafi gengið um 10 kílómetra frá 8-2 í gær og annað eins í morgun bara af því ég mundi ekki hvar þessi bekkur var í stofu og hvar hinn bekkurinn var og hjá hvaða bekk ég ætti að vera núna. Er búin að hengja stundartöfluna á nefið á mér fyrir morgundaginn svo að þetta ætti nú að ganga betur.Ég er glöð að einu leyti að það sé að hausta og það er að nú er gaman að hafa kveikt á kertum og seríum og gera svolítið kósý hjá sér. Var svona aðeins að reyna að gera kósý hjá mér fyrir veturinn og setja kerti og dúllerí hingað og þangað um húsið. Hér fyrir neðan eru myndir af sumu af því. Þessar myndir verða innlegg mitt inn í helgina fyrir ykkur og vonandi njótið þið helgarinnar eins og ég ætla að gera... Því þetta verður víst síðasta helgin í bili þar sem verður hægt að hafa hreint og kósí svo byrjar fjörið með eldhúsið... Og af fenginni reynslu þá verður örugglega ryk í öllu húsinu og kannski bara í naflanum á mér líka næstu 2 mánuðina eða svo . Góða helgi öll og stórt knús til ykkar . INGA

~~**~~


Sæt lítil krús....
Á baðherberginu....
Svo dúlluleg...
Gangurinn minn skartar kósýheitum....
Augun eru Spegill sálarinnar....
Litlir hrafnsvængir á spegli....
Vonandi fara þeir ekki að fljúga um.....
~~**~~


þriðjudagur, 26. ágúst 2008

I´M BACK.....

~~**~~
Jæja Helloj... Gott fólk
Þá er ég til baka eftir smá pásu.
Það er búið að vera mikið að gera á stóru heimili. Flytja trommarann út og til stórborgarinnar, gera þetta líka fína hobbýherbergi fyrir mjóa minn í kjallaranum. Hindin mín heldur þá að hún fái hund af því að pabbi sé að flytja í kjallarann. Ha ha... en það er nú ekki svo gott. Já ég verð að sýna ykkur hobbýherbergið við tækifæri þegar þar er allt tilbúið og snyrtilegt. Svo er nú verið að leggja drög að nýju eldhúsi og er innréttingin byrjuð að tínast í hús. Þetta verður mikið verk þar sem þarf að gera ýmsar breytingar og leyfi ég ykkur að fylgjast með eftir því sem verkið gengur. Ég tók mig líka til og málaði skáp á svefnganginum og breytti honum ofurlítið en þetta er allt annað og miklu bjartara. Svo er ég byrjuð í vinnunni á fullu eftir gott frí og byrjar það allt vel. Ætla að reyna að komast upp á land annað hvort um helgina eða þá næstu til að gera vistlegt hjá trommaranum og hjálpa honum að kaupa sér bíl. Já frúnni á heimilinu er margt til lista lagt, ef hún getur keypt bíl með syninum er hún fær í flestan sjó. Var byrjuð með moggabloggsíðu líka en hef nú ákveðið að hætta henni. Það er allt of mikið að vera með tvær síður og verð ég að gera mér að góðu að geta ekki verið með nefið ofan í hvers mann koppi eins og þar stendur. Ég læt þetta duga í bili en verð þó að viðurkenna að eitthvað verður stopult hér um blogg á næstunni, ef næstu vikur og jafnvel mánuðir fara í niðurbrot og þrif í eldhúsinu. Satt að segja er ég ekki alveg að nenna þessu en ef ég ætla að fá nýtt eldhús þá verður þetta að gerast svona. Gott væri að geta bara vaknað eftir 2 mán eða svo og allt væri bara tilbúið. En það verður kannski í næsta lífi að það verði komið svo. Óska ykkur góðrar nætur og fallegra drauma . Tjingeling INGA

~~**~~


Svona leit skriflið út áður.....
Þessar körfur í efri hillurnni víkja og fleiri eins og eru fyrir neðan koma í staðinn...
Setti þessa gardínu þarna fyrir annan gluggan og gerir það bara hlýlegra....
Kemur bara vel út finnst ykkur ekki....
...............
Soldið kósý á kvöldin....
~~**~~

miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Flottasti fjörðurinn og flottasta fjölskyldan...

~~**~~

Gott kvöld...
Enn og aftur er ég vakandi langt fram á nótt og ég veit eiginlega ekkert af hverju.. En stundum finnst mér bara gott að vera hér í tölvunni og vafra aðeins og gleyma mér í einhverjum leik. Dagurinn í dag var bara fínn. Fór í morgun á námskeið í Numicon stærðfræðikubbum afar fróðlegt og verður gaman að fara að vinna svolítið með þá í vetur. Þegar ég kom heim eftir að hafa farið aðeins í búðina þá las ég svolitla stund og tók aðeins til. Seinni partinn kom Þórey og hennar familí í mat. Friðrik hennar var að parketleggja hobbyherbergi mjóa míns og verður það klárað á morgun. Gott þá er ég laus við allt dótaríið hans sem hann getur svo dundað sér í í kjallaranum um ókomna tíð. ( um 3000 vinilplötur,hundruði geisladiska,þúsundir fótboltablaða svo eitthvað sé nefnt) hér fyrir neðan eru myndir sem Ágúst bróðir sendi mér en þau, litla fjölskyldan fóru austur á Seyðó um síðustu helgi þar sem var hverfahátíð og var raðhúsið okkar sem ég ólst uppí að halda upp á 40 ára búsetu. Hugsa sér. Og ég missti af því Hurrfmm. Svo er alveg dásamleg mynd af honum Friðriki litla bróðursyni mínum hérna fyrsta myndin. Sjáiði bara hvað hann er langflottastur og mikið efni í ljósmyndafyrirsætu... Um leið og ég bíð ykkur góða nótt segi ég þetta : Látum gott af okkur leiða hvenær sem við getum það er svo gott fyrir sálartetrið okkar. Tjingeling INGA
~~**~~




Friðrik Heiðdal...

~~**~~
Farið á Bjólfinn með dúsk litla...
Bergþóra vinkona Ágústar og Ingu Bjarkar með í för .....
Það gerist bara ekki fallegra....
~~**~~

Pabbi stoltur af afmælisrenningnum.....en pínu einmanna að sjá...( er örugglega að hugsa um nafna sinn litla)


Heldur uppi heiðri fjölskyldunar með bjór í hönd (systursonur minn)
Verið að æfa hverfadansinn....
Mamma og Sigga sjá til þess að nóg sé handa öllum að borða... t´hi hí sjá pabba... Ég hef allan minn fíflaskap frá honum....
Langflottust... Og ég á þau....

~~*x*~~

mánudagur, 18. ágúst 2008

Helgin í hnotskurn...

~~**~~
Góða nótt veröld.

Ég sit hér um miðja nótt af einni ástæðu og hún er að ég var að horfa á hörmungarleikinn á móti Egyptum... sem betur fer tókst okkur að jafna annars hefði ég verið vakandi í alla nótt í fýlu... Helgin var góð og byrjaði hún á föstudagskvöldið með góðri grillveislu hjá tengdó þar sem Mágkona mín og fjölskylda voru í heimsókn.Laugardagurinn fór í leti fyrir utan að ég fór að sjá ÍBV sigra Víking í fótbolta. Það var gaman. Um kvöldið ákvað ég að elda góðan kvöldverð og prófaði í fyrsta skipti andabringur í appelsínusósu. það var tær snilld og er ákveðin að hafa það aftur einhverntíman.

Andabringur í appelsínusósu.

~~**~~

Andabringur

Salt og pipar

~~**~~

Sósa

5 dl andasoð (t.d oscar)

2 msk sykur

1 appelsína skorin í sneiðar

1/2 dl appelsínuþykkni

1 dl rauðvín

sósujafnari

sósulitur

~~**~~

Skerið djúpar rendur í fituna á kjötinu þannig að hnífurinn

risti aðeins í kjötið.

Brúnið bringurnar á heitri pönnu með fituhliðinni

niður fyrst og svo stutt á hinni hliðinni.

Kryddið með salti og pipar

og bakið í ofni við 150°í 15-20 mín.

~~**~~

Sósan

Brúnið sykurinn í potti og steikið

appelsínubitana í eina mínútu með.

Hellið rauðvíni og appelsínuþykkni útí og látið malla í 5 mín.

Sigtið í annan pott

og bætið andasoðinu útí.

Bragðbætið með salti og pipar og

þykkið með sósujafnara.

Gott er að setja smásmörklípu

í sósuna rétt áður en hún er borin fram.

~~**~~

Meðlæti:

Gufusoðin Sólarblanda af einhverju tagi

ferskt salat

kartöflubátar kryddaðir með

hvítlaukssalti og fjölpiparblöndu

~~**~~

Vín með þessu er gott

Kaiken cabernet sauvignon mendosa

Frá Argentínu

eða Tommasi Ripasso

Valpollisella

frá Ítalíu

~~**~~

Sunnudagurinn fór í ekkert nema eina heimsókn og lestur á ísfólkinu sem var í sjálfu sér bara fínt en var samt eiginlega búin að ákveða að gera alveg fullt af hlutum sem ekkert varð svo úr. Þetta er stundum svona og bara gott um það að segja þegar maður er latur öðru hvoru. Vona að vikan verði góð hjá ykkur öllum og er ákveðin að vera dugleg þessa vikuna því svo byrjar vinnan bara á fullu þann 25. Herumst fljótlega og góða nótt.

~~**~~

Fengum þessa rauðvínsflösku í síðbúna afmælisgjöf hjónin...
Loksins búin að eignast snilldarhnífasett eftir 20 ára búskap....
Mjög gott rauðvín......
Upphitaðar andabringur á sunnudagskvöldi....
rauðvínið og glös sem við fengum frá Kollu mákonu og familí....
Flott glös....

.... sem sést enn betur hér..... frá boda hliðarfyrirtæki iittala....
Rómantísk stund á laugardagskvöldi....sem endaði með lestri á Ísfólkinu... Mjög rómó :=)
~~**~~

föstudagur, 15. ágúst 2008

Gönguferðir....

~~**~~
Góðann daginn.
Rólegir dagar þessa dagana hjá manni og er enn verið bara að ditta að hinu og þessu heima fyrir. Fer þess á milli í göngur og sund sem er nauðsynlegt fyrir sál og líkama . Tók með mér myndavélina í 2 göngur hér í vikunni og eru þær hér fyrir neðan . Önnur gangan var í kringum fellið eins og við köllum það og hin var bæjarhringurinn. Hindin mín og mjói minn fóru með mér í kringum fellið eða allavega ætlaði Hindin með alla leið en sá hesta á leiðinni og ákvað að verða eftir hjá þeim og klappa þeim og spjalla við þá þangað til við kæmum til baka. Það fór þó svo að hún var komin heim á undan okkur því það byrjaði að rigna. Bæjarhringurinn var farin að kvöldi til í dásamlegu veðri og sólarniðurgangurinn var með eindæmum fallegur... Allavega fallegri en flestur annar niðurgangur. hum...Í morgun hélt ég að ég ætti að fara á námskeið og vaknaði fyrir allar aldir og snurfusaði mig í bak og fyrir. En viti menn!! aldrei þessu vant tók ég vitlaust eftir (hissa) og sem sagt námskeiðið ekki fyrr en á þriðjudaginn.... Jæja ég er búin að gera fullt af hlutum í staðinn þennan morguninn sem ég annars ætti eftir að gera núna. Svo það er allt í lagi. Ég óska ykkur góðrar ferðar inn í helgina og njótið síðustu daga sumarsins. Ég finn á lyktinni að það er að syngja sinn síðasta söng þetta árið. Tjingeling INGA

~~*~~


Sólarniðurgangurinn.... :=)
Gamla eldfjallið Helgafell ( the old volcano Helgafell)
Nýja eldfjallið Eldfell ( the new volcano.. 35 years old Eldfell)
Séð yfir bæinn....Á milli fellanna... Hani,Hæna og Grasleysa....
Man ekki hvað þetta heitir .....


Hindin mín að gefast upp en var svo heppin að sjá hesta......
Þarna má sjá glitta í hana á spjalli við þá.....
Ein hestasjúk... Og ætlar að verða dýralæknir og búa í sveit og ég veit ekki hvað....
Dalabúið og tyrkjaránssetrið....

~~**~~

þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Garðurinn í lok sumars.....

~~**~~

Gott kvöld.
Það hefur svosem ekkert á daga mína drifið að undanförnu. Bara búið að vera að reyna að gera eitthvað hér innandyra og brjóta saman heilu fjallgarðana af þvotti. Hvernig má þetta vera með allan þennan þvott???
Djöfull er þetta leiðinlegt...
Það er hinsvegar búið að vera voða gott veður og maður er svosem búin að njóta þess líka með því að fara í sund og liggja svo í pottunum úti og sóla sig. Svo er búið að fara í göngur í kringum fellið eins og það er kallað og fékk ég minn heittelskaða mjóa mann til að fara það með mér nokkrum sinnum.Ég hélt að fyrr frysi nú í helvíti áður en það gerðist, en viti menn sumt veit maður hreinlega ekki fyrr en það skeður öllum að óvörum.
Svo er ég nú búin að vera að mála pínulítið ég sýni ykkur það þegar það er fullklárað. Á döfinni á heimilinu er svo að fara að skipta um eldhús og ég verð að segja að ef mig hlakkar til einhvers hluts í heiminu þá er það nákvæmlega það. Systir mín góð sem var hér hjá mér á þjóðhátíðinni hneykslaðist meira að segja á því hvernig ég byggi í eldhúsinu með eina hellu sem virkar og varla nokkurt skápapláss... Þá fór mín nú að hugsa sér til hreyfings með þetta allt. Er búin að láta teikna fyrir mig þetta fína eldhús hjá ikea sem ég er mjög sátt við og ætla mér að panta það á allra næstu dögum... Bara gaman. Ég setti hér inn nokkrar sumarmyndir úr garðinum mínum( því nú fer hver að verða síður að njóta þess áður en allt fer að sölna) sem systir mín fékk líka nett sjokk yfir því hún er svoddann blómakerling. Sjokkið kom aðallega vegna þess hversu löt ég var þetta árið að plokka burt villigróðurinn og arfann. En það er bara ekki gaman svo ég sleppti því bara alveg þetta árið. Ætla mér næsta ár að eitra svo skelfilega allt hér fyrir utan að það kemur sjálfasgt ekkert upp hvorki illgresi né annað.. He he. Svo er ég að byrja að vinna í næstu viku nema ég fer á eitt námskeið í Numikon kubbum á föstudaginn. Það verður örugglega like hell að vakna en það kemur í ljós. Og verður jafnskrýtið að byrja að vinna þar sem ég er bara búin að vinna tvær vikur síðan 17 febrúar. Ja hérna hvað þetta er fljótt að líða. En nóg um það ég heyri í ykkur fljótlega aftur eða réttara sagt þið í mér. Ég kveð að sinni og segi sweet dreams.

ps: Er komin með boggablog líka slóðin er hindin.blog.is

Get náttúrlega bara aldrei haldið mér saman....

~~**~~...

séð upp að húsinu aðaldyramegin....
Þessi bjálfi stendur enn vörð um annars rytjulegann pottinn....
Þessi búin að standa fyrir sínu í sumarblíðunni í sumar.....
Þarna hefur verið setið og notið sín í sól og ekki síður kvöldsólinni....
Músareyrað allt að kæfa.....
Alaskavíðirinn vex hér með herkjum......
Veit ekki hvað þetta heitir en það hefur ekki blómstrað áður... Það kannski borgar sig ekkert að vera að reyta þá blómstrar allt.....

Þetta er nú gervi eins og sjá má......
Pottar með stjúpum og tóbakshorni á veröndinni.....
Hansarósin aldrei blómstrað eins mörgum blómum og í ár....
Hún er falleg.....
Og venusvagninn sömuleiðist aldrei náð að blómstra svona mörgum blómum allt þakið......
~~**~~