sunnudagur, 31. janúar 2010

Lokakafli!!!!.. úr viðjum veikindanna!!

Góðan daginn gott fólk...
Þetta verður stutt blogg og endir á mínum þunglyndislegu hugsunum og líðan undanfarnar vikur og mánuði. Nú líður mér vel og allt á góðri leið. Langar bara svona að þið vitið það. Búin að stúdera það mikið síðustu vikur hvernig leiðin sé upp á við og hvernig best er að komast út úr veikindum af einhverju tagi. Hafðu húmorin í lagi eins lengi og þú getur. Reyndu að fá allan þann svefn sem þú þarft á að halda þá ganga hlutirnir mun betur á meðan þú ert vakandi. Ekki loka þig inni!!! Ekki liggja of lengi í rúminu. Ef þú treystir þér til vertu þá innan um fólk en ekki láta neinn segja þér hvað þú átt að gera og hvað ekki. Því verður þú að stjórna algjörlega sjálf. Þegar hugurinn er í lagi þá ertu fljótari að ná þér af líkamlegum veikindum. Þegar líkaminn er í lagi þá ertu betur í stakk búin að takast á við sálartetrið. Þetta er ég allt búin að reyna síðustu vikur og þegar maður hefur vit á að hjálpa sér sjálfur þá gengur allt miklu betur. En ef ekki þá verður maður að fá hjálp til þess. Í þetta skipti gat ég hjálpað mér sjálf og er ég mikið glöð með það.
Ég er þakklát fyrir vini mína og fjölskyldu og ég er þakklát fyrir að hafa fengið meta lífið frá öðru sjónarhorni. Við skulum muna það enn og aftur að það er ekki á allt kosið í henni veröld. Þú ræður þínum örlögum það er ég handviss um... Allavega með hugarfarið í góðum gír.
Næstu blogg verða bara um ánægjuna og gleðina í lífinu.
Eigið góða viku í vændum. INGA
***



***
***

***


***

miðvikudagur, 20. janúar 2010

Vælubíllinn!!!

~~**~~
Fjörðurinn minn fagri skartar sínu fegursta
***

***
***


***


***

Svona lítur nú út í firðinum mínum fagra og eyjunni minni fögru í dag. Engin snjór, 7 stiga hiti og bara næs... Vildi samt að ég gæti verið aðeins ferskari og farið út ...Í ofanálag af þessari aðgerð minni sem ætlar að taka helmingi lengri tíma að jafna sig en venjulega, þá fékk ég einhvern flensuskít og er búin að vera enn tuskulegri en venjulega. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get gert til að þetta fari allt til fjandans og komi ekki aftur... Afsakið orðalagið en það er bara fokið í flest skjól hjá mér ég er eiginlega alveg komin með upp í kok og aðeins lengra ef hægt er af öllu þessu. Þetta á ákaflega illa við mig og mér finnst ég bara þróttlausari með hverjum degi í staðin fyrir að uppbygging eigi sér stað. Áætluð ferð okkar hjóna með vinafólki er í uppnámi vegna mín og það þoli ég ekki. En við eigum pantað í leikhús og á hótel um helgina í borg ótta og myrkurs... og veit ég svei mér ekki hvort ég treysti mér en ég ætla þó að leyfa þessum degi og morgundeginum að líða og sjá svona hvort ég braggast ekki eitthvað... Þetta á reyndar bara að vera dekur út í gegn svo að það ætti bara að gera mér gott... en við sjáum til. Annað er nú lítið að frétta af mínu auma lífi. Ef allt væri eins og það á að vera gæti ég líka verið á leið minni í svaðilför austur á land á hið árlega þorrablót Seyðfirðinga ...:O( þar sem allir mínir vinir og fjölskylda koma saman og eiga frábæra helgi. Mér tókst þó að afvegaleiða nokkra af mínum vinum sem lofuðu að fara ekki austur heldur fylgja mér næst...:O) Gott að eiga góða vini!!!! En jæja elskurnar þið fyrirgefið mér vælið en þetta er staðan á sál minni þessa daga... Að öllu venjulegu vorkenni ég mér aldrei hef alltaf átt dásamlega daga.. Ég kann ekki alveg að vera svona eins og ég er og þess vegna er þetta nú svona.. Prófaði Pollýönu á þetta og allt en það bara virkaði ekki nema í smátíma... En þetta er allt á uppleið ég trúi því statt og stöðugt!!!
Heilsur á ykkur .
Ingibjörg ofurvælari!!!
***
Eyjan mín fagra


***

fimmtudagur, 14. janúar 2010

sjúkrasaga mín í máli og myndum... ekki fyrir viðkvæma!!

~~**~~

Já góðan daginn.... Var nú ekki viss en svo bara jú jú... Allt sem búið er að ganga á með þetta allt fannst mér ég verð að deila með fólkinu sem fylgist með mér reglulega. Þið farið bara ekkert með þetta lengra..:O)

Já 43 kílóum seinna lítur þetta svona út og já rúmlega 3 kílóum betur því ég fór jú í þessa aðgerð þar sem tekin voru rúmlega 3 kíló af húð. Það er nú smávegis. Fékk ekki að halda húðinni sem mér fannst nú skrýtið því að ég á hana ekki satt. Langaði svo mikið að hanna eitthvað úr henni á þessum síðustu og verstu tímum. Þar sem margir eru atvinnulausir og hella sér útí íslenska hönnun á ýmsum húðtegundum. S.s hreindýrshúð og allskonar roði. En nei nei mannshúð og það af mér sjálfri var ekki til umræðu... En þetta var nú bara svona smádjók... Sá samt fyrir mér gsm símahulstur úr alíslenskri mannshúð.

Eins og mér er von og vísa þá vil ég láta hafa fyrir mér og þegar ég var búin í þessari aðgerð fékk ég líka þessa heiftarlegu sýkingu og lá á spítala í viku og þá náttúrulega til að toppa það var það á afmæli dóttur minnar sem ég var lögð inn og lá þar yfir áramót. Var nýbúin að strengja mér áramótaheitið um það að ég ætlaði ekki að stíga fæti mínum inn á sjúkrahús á nýju ári... Ég ætla aldrei að strengja áramótaheit aftur. Það er á hreinu.Er semsagt búin að vera eins og sprungin blaðra og gott betur núna í 3 vikur en allt er nú á HÆGRi uppleið. Þetta tekur víst tíma er mér sagt og kann ég voða illa við það. En í bómul skal ég liggja þangað til þetta er orðið gott. Þetta er alveg orðið fínt.Fór til Rvk til að hitta minn læknir þar sem framdi þessa aðgerð og henni leist nú bara vel á þetta og sagði að þetta liti allt saman ágætlega út en tæki heldur lengri tíma en ella. Hér fyrir neðan eru heldur óskemmtilegar myndir þið ráðið hvort þið kíkið á þær eða ekki. Svo set ég myndir inn af mér þegar ég er laus við allan bjúg,bólgur og þrota. Þ.E þegr ég lít orðið út eins og manneskja eða jafnvel Pamela Anderson.... Sure, jaha... uhum..:O)

En ég kveð að sinni og óska ykkur alls hins besta þangað til ég kem hér inn aftur með nýjar fréttir af einhverju skemmtilegra..Bless bless

Ingibjör ofurhugi!!!!



~~**~~




jan 2008- des 2009







janúar 2008




2 sólahringar frá aðgerð og mín með lafandi dren frá skurðinum...






10 dagar frá aðgerð!!!





með 10 daga millibili!!!




með 10 daga millibili...




með 10 daga millibili!!!

sunnudagur, 10. janúar 2010

Grímuball og gleði!!!

Leppalúði ljóti... en undir niðri er hann besta skinn...
~~**~~
Góðan daginn... Þá er nú allt á uppleið á þessu herrans ári 2010... Hopefully. Þarf að fara til reykjavíkur á þriðjudaginn til að fá úr því skorið þó. Hef ekki enn brjóst í mér til að sýna ófögnuðinn á síðunni en ég veit að það kemur að því. Ég er allavega voða róleg. Þrettándinn um garð gengin og við svo heppin hér í Vestmannaeyjum að vera alltaf með heila helgi og annan og þriðja í öllu bara til að teygja gleðina sem lengst. Bara gaman. Ég fór í pínu stund á grímuball á þrettándanaum með Hindinni minni og Margréti vinkonu hennar. Ég bjó þær og málaði upp sem mitt aðaláhugaefni Nefnilega 80´s... Ohhh þær voru svo flottar. Mjói minn útbjó svo stórt plakat sem þær héldu á á milli sín. Þetta er mitt uppáhald að vera í grímubúning . Engin leið að lýsa því hvað mér finnst það gaman. lét fljóta með tvær myndir af mér líka í þessari múnderingu síðan á síðastu diskóhátíð... Svo eru hér myndir af allskyns furðuverum sem ég STAL á einni feisbúk síðu... Það hlýtur að vera í lagi!!!! Takk fyrir það Jóhanna...:O)En annars færist daglegt líf mitt í fastar skorður eitt hænuskref á dag eins og sólin...Það er bara gott að geta fylgt sólini eftir. Ég vona að janúar verði léttur í lund og ekki með nein leiðindi veðurfarslega séð. Bið að heilsa ykkur í bili... Inga sem er öll að koma til¨!!!!




~~**~~




Jólasveinn á leið heim...

sjáumst á næsta ári...


tröllashrek...



einhver ófögnuður...

~~**~~
Grímuball


ég á leið á diskohátíð í fyrra...




þarna líka...





Svo flottar á leiðinni á grímuball!!!!
einnig má sjá myndir af þeim og fleirum inni á http://eyjafrettir.is

sunnudagur, 3. janúar 2010

Gleðilegt ár Bloggheimur!!!

Gott kvöld og gleðilegt ár!!!
Það er orðið langt síðan ég kíkti hér inn enda hef ég haft í mörgu að snúast. Jólin að ganga úr garði sem á allan hátt voru róleg og notaleg fyrir utan veikindi hjá mér sem ég nenni ekki að ræða um núna. Geymi það þangað til ég er tilbúin að tala um það og kannski sýna ykkur myndir. Þetta er aðvörun í leiðinni um að það blogg verði ekki fyrir viðkvæma. En nóg um það. Aðfangadagskvöld var fámennt og góðmennt þar sem við borðuðum bara 3 saman ég, mjói minn og Hindin mín. Það var mjög notalegt, en ég er heldur meira fyrir aðeins fleiri og aðeins meira fyrir að þurfa að hafa meira fyrir hlutunum. Trommarinn minn vann frá sér vitið um hátíðirnar og hlakka ég til að sjá hann í næstu viku þegar hann ætlar að k0ma í heimsókn í eina viku. Hlakka til að knúsa hann en því miður get ég ekki stjanað við hann að þessu sinni (vegna veikindanna sem ég talaði um að nenna ekki að tala um) En hann stjanar þá bara við mig í staðinn. Hann gerði það síðast þegar hann kom. Bakaði allar smákökusortirnar ásamt systur sinni. Tengdó borðuðu ekki heldur hjá okkur að þessu sinni en þau komu svo til að fylgjast með heimasætunni taka upp pakkana sína. Afmæli Hindarinnar var svo haldið þann 27. des við mikla gleði og hávaða í 14 skríkjandi stelpum og tveimur ófeimnum strákum. Þetta sá mjói minn um allt aleinn og sjálfur. Þar sem ég hékk inni í bæli og varð veikari og veikari sem endaði með innlögn á spítala seinna um kvöldið. (En ég ætla ekki að tala meira um það núna..:))
Ára´mótin voru með rólegra móti líka þar sem ég fékk leyfi til að fara af spítalanum og borða gómsætan kalkúninn hjá Rannveigu tengdu. Við skutum svo upp flugeldunum að þessu sinni hjá Helgu og Geir en ég missti af því eiginlega öllu þar sem hreyfigetan var lítil. Ég var svo komin á hús hinna sjúku kl 24:15. (Og enn og aftur berst þetta í tal)
Erfitt að sleppa því öllu þar sem þessi tími fór að mestu í þetta (&%$)&%...
En hér sit ég og er að braggast. Eða vill trúa því. Ég var útskrifuð í gær af sjúkrahúsinu og þarf að vera í bómul um óákveðin tíma. Ætli ég verði ekki að hlýða því í þetta skiptið!!!
Hér fyrir neðan eru myndir úr afmæli Hindarinnar og frá aðfangadagskvöldi sem ekki voru margar að þessu sinni . Það verður bætt úr því næst ( vonandi)
Við skulum muna að líta ekki á lífið alltaf sömu augum því það er ekki sjálfgefið að lifa því eins og maður kýs. Með þessum orðum ætla ég í draumalandið og óska ykkur velfarnaðar á nýju og vonandi gleðiríku ári fyrir okkur öll...
Ingibjörg afgangur..
~~**~~
Svo fallegt og jólalegt..
Hlaðið jólatré sem heimasætan sá um...

Felumynd af Yasmín sem bíður eftir jólamatnum sínum...


Orðnar sætar og fínar fyrir aðfangadagskvöldið...



Mín að druslast við að reyna elda...




Allt að verða ready...



Fjólublátt var þemað á borðinu þetta árið!!!


Hindin vildi endilega fara með borðbæn í tilefni jólanna og ekki bannar maður það... Svo sætt.




Maturinn minn þetta árið...:)


Kósý stund á aðfangadagskvöldi...


Beðið eftir að fá pakka...:)



Í rólegheitunum...


Fín og sæt hjá trénu...


ég og Hindin að fara í jólaboð...


Ég og mjói minn að fara í jólaboð...

Mjói minn og Hindin að fara í jólaboð!!!

En Yasmín fékk ekki að fara með...


Afmæli Hindarinnar
~~**~~


pósað í myndavélina...


í fötunum frá Gúu vinkonu... svo fín í þeim...


Pizzur og leikir og dvd...



Rétta upp hönd sem vill horfa á þessa mynd!!!!

En þessa!!!???