miðvikudagur, 29. apríl 2009

Ég lifi í draumi.....

Helloj....
Var að skipta um "playlist" hjá mér og ég bara varð að setja þennan unga svein í fyrsta sæti með lagið Mad world.... O.M.G. Fyrst er studio útgáfa lagsins og svo live útgáfan....Ég get sagt það hér og þið farið ekki með það lengra en ÉG ELSKA ÞENNAN MANN!!!!!!!!! Ja´Adam Lambert heitir hann og er átrúnaðagoðið mitt í Idol. Ég sagði við hann mjóa minn að hann yrði einfaldlega að flytja á eyðieyju um óákveðin tíma til að ég kæmist yfir þetta "secret crush" mitt. Eins og einhverr gamlinginn myndi segja að þá get ég ekki á mér heilli tekið vegna hans. HAnn er æði og hlustiði á lagið. Þar sem mér fannst hann vinna keppnina þar og þá!!! En annað er ekki að frétta nema ég bíð spennt eftir að geta borið 80´s gallann minn á föstudagskvöldið með tilheyrandi hárgreiðslu, förðun og glossi. ta ta. Ingibjörg ástfangna....
~~**~~

langfallegastur og flottastur....
Pönkaður eins og ég er innst inni og jafnvel að utan líka..:=)
~~**~~
Svo verð ég að fá að segja svona í lokin ykkur öllum vinum mínum og fjölskyldu , ég er svo þakklát fyrir ykkur og svo heppin að eiga svona stóran og góðan vinahóp og frábæra fjölskyldu. Ég er hamingjusömust í heimi og tileinka ykkur öllum þetta lag sem ég held ekki vatni yfir þessa dagana... snökt snökt....:=/

mánudagur, 27. apríl 2009

80´s hátíð um helgina og brjálað fjör...

Þetta er náttlega toppurinn...
~~**~~
Sæli nú . Ég er að missa mig í þessum 80´s fíling hér heima hjá mér... Búin að sauma fjóra svona búninga og við verðum langflottastar.....Föstudagskvöldið byrjar hjá mér kl 10.. með fordrykk og næs .. spiluð 80´s lög og svo verður farið í Höllina kl 11 og þá stíga á stokk sönghópurinn Þú og ég ... já þessi gamli góði með " Í Reykjarvíkurborg" og hvað hét það nú aftur Villi og lúlla eða eitthvað... svo kemur Herbert Guðmundsson og tekur eitthvað af sínum gömlu lögum... og svo verður týskusýning dauðans frá þessum tíma... bara gaman... svo kl 01 þá stígur ekki ómerkari maður á svið en Páll óskar með diskó og 80´s lög fram á rauða nótt...o.m.g hvað ég hlakka til...:=) Læt heyra í mér síðar ég er í 80´s krísu núna góða nótt.. Inga partýtröll..:=)

~~**~~

Og þetta ekki síðra...


jamm mín múndering verður í þessum stíl ásamt einni annari..ásamt breyttu hári og förðun
en hinar tvær verða í bleiku svona dressi... bara snilld!!!!

föstudagur, 24. apríl 2009

Sumardagurinn hin fyrsti.....

~~**~~

Sætar systur.. Merkilegt hvað þau hjón hafa ná að ala af sér fallegar dætur...:=)
~~**~~
Júbb...
Sumarið er í nánd. Það byrjaði nú ekki vel sumardagurinn fyrsti. Það var rigning og rok en svo um 3 leitið þegar hún litla Þuríður Andrea var skírð þá rofaði til ,sólin lét sjá sig og allt varð bjart og fallegt. Hún orgaði eins og ljón þangað til var búið að ausa hana vatni þá brosti hún út að eyrum og sofnaði... Sannkölluð guðsgjöf þetta barn. Og jú foreldrarnir orðnir svo fullorðnir að guð bænheyrði þau og hún sefur allan sólahringinn. Sannkallaður ellismellur litla stúlkan... ;=) Til hamingju kæru vinir.
Skrýtið hvað maður er glaður þegar kemur svona einn frídagur í vinnunni. Skyldi það vera merki um eitthvað??? Vonandi ekki ellimerki. Því ég man eftir því þegar maður var í skóla og unglingur farin á vinnumarkaðinn þá var maður líka svona glaður. Hjúkket hvað ég er fegin að það er ekki merki um að maður sé að eldast. Ég harðneita því. Hlakka svo til um næstu helgi þegar flashbakkið verður og ég hverf aftur til áranna 1980 til 90... Uppábúin með tjulli,grifflum og legghlífum í skærgrænum lit. Vantar samt fleiri til að fara með mér. Er engin sem býður sig fram??? Jámm en semsagt sumarið að bresta á og sólin á eftir að baka landann að venju... sure:=) ég segi bara góða helgi.... rólega helgi. Ingibjörg eighties gella.....


~~**~~



Stillt og gott veður alltaf hér í Eyjum... (not)
Fallegt að líta yfir skanssvæðið....


Horft frá smábátahöfninni yfir að Heimaklett....



Séð inn í Klettsvík....



Horft ofan af nýja hrauni inn innsiglinguna.....

~~**~~

sunnudagur, 19. apríl 2009

Partýtröll dauðans....

Já það er ekki hægt að segja annað en að þessi helgi hafi verið full hláturs og skemmtunnar. Hvað annað !! Ég virðist ekki gera annað þessa dagana annað en að skemmta mér. Og er það bara ekki allt í góðu?? Jú ég held það nú. Þá er ég búin að prófa að vera veislstjóri og það var allt í lagi en ég held ég leggi það ekekrt fyrir mig samt. Líður einhvernvegin betur með að tjá mig í minni og þrengri vinahóp. Ekki það að þetta hafi ekki tekist vel í alla staði en þetta er einhvernvegin ekki mín hilla. Dagurinn í gær var erfiður og fór ég ekkert á fætur vegna þreytu og jú ofurlítillar þynnku. En gaman var það á meðan á því stóð. Snilldarafmæli með góðum mat og frábærum skemmtiatriðum. Takk fyrir mig Vala mín....
Annað er svosem ekki að frétta af helginni en svo er bara að setja sig í gírinn fyrir mánaðamótin en þá hlakka ég mikið til. Þá verður 80´s helgi í Eyjum og er ég búin að velja mér búning og allt... Allt frá grifflum til legghlífa í skærgrænum litum. Þeir sem vilja koma í hópferð til Eyja þessa helgi og skemmta sér með mér eru velkomnir, bara að láta vita..:=) Ég er farin að halla mér núna þar sem ný vinnuvika er að hefjast og ég ekki búin að vera upp á marga fiska í gær og dag. Svo að ég bið bara að heilsa ykkur í bili og heyrumst fljótlega. Adios .Inga partýtröll


Ég veislustjórinn að bjóða alla velkomna....
Maturinn sem ég eldaði... var pottréttur ala Inga.... með öllu tilheyrandi...

ÞAð var ekki mikið eftir þegar maður var búin að gúffa í sig.....


Þetta drakk ég með ... gat ekki gert upp við mig svo ég náttlega drakk þetta bara til skiptis....




Afmælisbarnið að þakka fyrir sig....



Vala að hlæja að einu skemmtiatriðinu....


Sveinn Andri hin ungi að spila og syngja....



Verið að botna fyrri parta....




ÞArna verið að velta vöngum yfir fyrripörtum....


Studdurnar að syngja frumsamið eftir hana systur mína....


Systurnar sætu....


Mu-Hópurinn hennar Völu með sitt atriði....


flottar.....


Captain Morgan í kók er það sem Þórey drekkur úr stóru bjórglasi....Jukk...



Tengdafólk Völu að syngja....



Guðbjörg Lilja að biðja fyrir samkomunni.... :=)



Alltaf eins vona mynd af mér... Þórey hættu þessu svo..


Söngur.....


Ég hellti yfir mig kaffi og það var heitt....


En þetta hafðist nú að lokum að koma því í sig....



Ég veit bara ekkert hvað ég er að gera þarna.....
Þórey hættu þessu....Guðbjörg Lilja að fara á kostum....


Svo var dansað líka.....


hmmmm. ...hvað ættum við að syngja núna....


take it away boys....


Já sko þarna fundu þær lag til að syngja.....



Systkinin að undirbúa söngatriði....




Olga og Rut... Studdur.....


Jamm... ég og kaffi... aðeins til að stemma mig af og það tókst...:=)


Góðir gestir á góðri stundu....



Ég og Ása að ræða málin.....

þriðjudagur, 14. apríl 2009

Hversdagsleikinn leikur við landann á ný....

Sælt veri fólkið!!!
Þá er páskahátíðin að baki. Guði sé lof og dýrð fyrir það. Ekki fyrir það að það hafi ekki verið dásemd að vera í smá fríi heldur bara að freistingarnar voru í felum bak við hverja hurð og í hverju horni. Mér tókst að standast þær svona að mestu leiti og þá sérstaklega páskaeggjaátið. Fór svo reglulega í góðar göngur í góða veðrinu sem heiðraði Vetmannaeyinga þessa páskana. Tók nokkrar myndir af fallegu umhverfinu á leið minni í einni göngunni. Er núna komin á fullt að undirbúa afmælisveislu hjá einni vinkonu minni ásamt því að vera veislustjóri, ákváðum við starfskonur hennar að vera með skemmtiatriði og erum við að æfa þau við mikin hlátur. Já ég hugsa að hún biðji mig ekki aftur að vera veislustjóra hjá sér um ókomin ár.. hehehehehe... Gott á þig Vala tala...
Trommarinn minn kvaddi okkur og fór til höfuðborgarinnar í gær eftir gott yfirlæti hjá mömmu sinni. átti bara eftir að skeina hann ,svo gott hafði hann það..:=) En hann vill samt ekki flytja heim aftur...:=( Æ ég verð að fara að sleppa af honum takinu en það er erfitt.Ég vona að ég eigi fyndnar og skemmtilegar myndir af ykkur úr ammmalinu eftir helgi ef afmælisbarnið verður ekki búið að drepa mig...:=/ Nei nei svona slæmt er þetta nú varla. En ég heyri í ykkur eftir helgi... Ég geispa hér látlaust og ætla að prófa að fara snemma að sofa. Gangi þér vel með það Ingibjörg mín. Heilsur í bili Ingibjörg ofurhugi.
~~**~~



Páskablóm á borði, gott að páskarnir eru búnir mér finnst gulur litur ljótur...










Ævintýri á gönguför....




með Þórey vinkonu og Alexander Erni...
~~**~~

miðvikudagur, 8. apríl 2009

Páskapár.....

Helloj...
Hvað er títt???
Hér er allt í himnalagi. Komin í páskafrí og hér er dásamlegt veður. Og nú skulum við vona að vorið sé komið.... Ja annars er mér að mæta það, verður gjörsamlega óþolandi ef snjóar einu korni í viðbót. Er búin að fara í langa göngu núna 3 síðustu daga í góða veðrinu hér, að það minnir næstum á heimaslóðir í fegursta fjallasal Íslandsögunnar. Ég leyfði mér að setja inn hér dásamlegar myndir sem ég stal af einhverrri síðu og vona ég að það sé í lagi hver sem á þær. Ég ætla að vona fyrir mína hönd og annara vandamanna að þetta séu síðustu snjómyndirnar sem teknar eru á
Seyðisfirði þetta árið...Skilst að systir mín sé búin að fá sinn skerf af snjó í vetur. Hún er eins og ég, Hefðum átt að fæðast forríkar í framandi landi þar sem alltaf er hlítt og gott... Ég bara skil ekkert í þessum fúlu foreldrum okkar að hafa ekki hunskast til að kaupa sér allavega hús þar sem maður gat haft vetursetu ja allavega 9 máunði á ári. Svo ég haldi nú áfram á þeim nótum þá geta þau verið að ferðast fram og til baka til sólríkra staða núna í ellinni . En að þeim hafi dottið í hug að taka okkur systurnar með þegar við vorum litlar... Þó ekki væri nema til að afþýða okkur.. Nei nei ekki í eitt skipti. Svo fæddist lord Ágúst og hann var tekin strax með... Ég þarf að ræða þetta frekar við foreldra mína í sumar þegar ég fer austur. En hvað um það ég óska ykkur gleðilegra páska og vona að þið eigið öll sömul dásamlega páskahelgi. Ég ætla að borða páskaegg nr 2 á páskadagsmorgun uppi í rúmi ef ég kem því þá niður... Ég man í fyrra að þá reyndi ég allt hvað af tók að éta páskaegg en það gekk ekki en síðan eru líka liðin 41 kíló... sjáum til.. Síjú gæs. Ingibjörg páskapæja

~~**~~


bara fallegt....bærinn minn á bjartri vetrarnóttu... eða dimmri vetranóttu...
alltaf fallegt að sjá svona á mynd... ( hef á tilfinningunni að þessi mynd sé á hvolfi)

Sólin farin að skína yfir bæjinn ... eitt hænuskref frá 18 feb...


Knoll og Tott að virða fyrir sér lífið....:=)


Skondin mynd séð yfir á Öldu...

Flott mynd...

Snjótyppi að störfum....

mmmmm.... bara fallegast...( á mynd)
~~**~~