sunnudagur, 29. mars 2009

Skin og skúrir lífsins...

~~**~~
Jamm góðann og glaðann daginn hér...
Er búin að vera að drepast úr leti þessa helgina utan þess að ég fór á dansæfingu á laugardaginn. Síðan hef ég ekki farið út fyrir dyr. Búið að vera hundleiðinlegt veður og það munaði litlu að ég félli í þunglyndi yfir því... Ég sem hélt að það væri komið vor!!!! En vissi svo sem innst inni að fjandans páskahretið væri eftir. Og jú jú það skall á í gær með kulda og snjókomu. Við erum nú samt búin að vera heppin hér á litlu eyjunni að það hefur nánast engin snjór komuð í vetur. En auðvitað þurfti nú að gefa manni utan undir svona rétt í lokin. Annars eru hér myndir fyrir neðan ,alveg dásamlegar myndir til að horfa á en ekki til að upplifa það segi ég satt. Þær voru teknar á Seyðisfirði um daginn og stal ég þeim af fésinu hjá Unnari... Vona að honum sé sama..:=) Ef þetta er ekki fallegasti staður á jarðríki þá veit ég ekki hvað. Hvort sem það er snjór eða ekki. ..Ummmm fleiri frétti já hún Nanna mín eignaðist stúlku í vikunni svo dásamlega fallega og stóra. Já hún var 20.5 merkur og 59 cm. Hún kom brosandi í heiminn það segi ég satt og ég varð eiginlega að fara að skoða fötin sem ég var búin að kaupa handa henni til að sjá hvort þau passa. Jú jú það sleppur. Hún hefur fengið nafn líka sem passar svo vel við hana. Þuríður Andrea stór og fallegt nafn sem hún ber svo vel. TIl hamingju Þið !!!!
Svo varð hér sorgleg staðreynd í vikunni einnig en það lést hér ungur maður sem ég var að vinna með , aðeins ári eldri en ég. Já það veit víst engin ævi sína fyrr en öll er. Svo það er best að reyna lifa lífi sínu til fullnustu og láta sig ekki varða um litlu hlutina sem engu máli skipta. Ég votta Hafdísi og strákunum mína dýpstu samúð.
Þá er nú mín síðasta vinnuvika að renna upp í bili en ég þarf til borgar eymdar og volæðis á næsta miðvikudag og svo er ég komin í páskafrí. Það verður gott að fá aðeins að pústa.... Þó ekki nenni ég að fara einn ganginn enn með Herra Gubbólfi Herjólfsyni... Ég held að ég sé að verða svo sjóvön að ég ætti kannski að fá að leysa af þarna í sumar sem skipstjóri... ( NOT)
En nóg í bili ég læt vita af mér í nánustu framtíð. Vona að þið getið verið án mín þessa dagana þar sem ég hef ekki frá svo mikilu að segja.. Svolítið stopult blogg en það lagast kannski með hækkandi sól. Kveðjur til ykkar í bili. Bæ. Ingibjörg afundna.
~~**~~



Horft niður í fallega fjörðinn minn.....
Séð út eftir firðinum....Nörrönu landgangur í fjarlægð.

Sýsluskrifstofan... svo fallegt gamalt hús við lónið....


Prestbústaðurinn út á tanga við lónið....

Í aðeins meiri fjarlægð.....Sjáið hvað sjórinn er spegilsléttur!!!


Horft í átt að Bjólfinum í sinni hrikalegu dýrð.. Og húsin og Bjólfurinn speglast svo fallega við hafflötinn...Dæs.....


~~**~~

mánudagur, 23. mars 2009

... Já Sæll...(Þetta er ekki fyrir viðkvæma)

Ja´það byrjaði allt á ljúfu nótunum með léttri dinnertónlist. Innst inni vissi ég samt að það ætti eftir að versna eða bestna. Það fer eftir því hvernig fólk er að lundarfari.Jú því að vinahittingurinn hefur alltaf verið á háu nótunum og í þessum hitting fór hann upp úr öllu valdi. Þetta byrjaði allt með kertaljósum og dásamlegum mat. Eitthvað lá í loftinu og einhvernvegin áður en maður gat andað frá sér þá var músikin sett í botn og byrjað að syngja og tralla, hvort sem var í vínflöskur,skúringamoppur eða ryksugurör....Kl 11 var allt orðið vitlaust og gleðin alls ráðandi . Ég held að það sé best að vera ekkert að bulla mikið meira því að myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli. Til að vera gjaldgengur í þennan vinahóp þarftu að vera einstaklega góður á BORÐPÍANÓ, LUFTGÍTAR,SYNGJA Í RYKSUGU,MOPPU EÐA VÍNFLÖSKU. VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU. Þeir sem hneykslast á þessum myndum verða að eiga það við sig. En svona eru partýin eins og þau gerast best. Góðar stundir.
Ingibjörg annars hugar.

~~**~~

Byrjaði allt svo fallega...
Mín komin í nýju múnderinguna....
Húsráðendur að vaska upp eftir matinn...






Í eftirrétt var yndislegur Irish...


sem sumum þótti betri en öðrum....

já var það ekki það hlaut að koma að vörumerkinu.... mmmm... Þórey mín hvað þetta er gott Irish...
Skálað og skellt svo restinni í sig....
Og byrjaði þá fjörið....


Á stólum byggðu heimskir menn hús....
Eldhúsumræður svona inn á milli....
...Og Friðrik take it away....













...Og Kiddi take it away...











Á tímabili voru allir svo elskulegir hvorir við aðra....


Veit ekki alveg hvort hún er að neyða hana til að hlusta á sig syngja....

En það fór allavega vel að lokum....
Súsanna að gera sig til fyrir ballið...

Við að taka lokalagið fyrir ballið.... allir svo glaðir og sáttir....


Já svo var náttlega farið á ballið sem engin man eftir nema Þórey....:=)



Vala mín... og minn einkabarþjónn...