laugardagur, 22. september 2012

Loksins nýtt!!

~~**~~

Jæja loksins er gamla pokahornið komið í lag og what a come back!!!! Fullt af myndum af litlu snúllunni hans Gústa bro og Ingu Bjarkar. Hún fæddist þann 15. sept og var tæplega 14 merkur og 49 cm. Og ömmugenið í mér gat ekki haft friðinn lengur svo ég brunaði til Reykjó í morgun til að knúsast í henni hún er svo yndislegust. Stóri bro svo flottur líka og þurfti sko alla athyglina hjá Ingu sín. Og að sjálfsögðu fékk hann hana! Skrapp svo aðeins í Smáralindina fyrir gelgjuna hana Hind sem þurfti svooo mikið að fá sitthvað þaðan. Brunaði síðan til baka í Landeyajhöfn og var komin  heim kl rúmlega hálfátta í kvöld með kvöldmatinn í plastpoka frá KFC á Selfossi!!..:) En jæja þetta verður með styðstu bloggum sögunnar. Kjellan rosa sybbin eftir að hafa þurft að vakna kl 6:30 í morgun og það á frídegi. það getur ekki verið í lagi með mann!. Knús á ykkur öll í bili and i´ll be back. Ings the pings.
~~**~~
 Litla músin sem nefnd hefur verið Amalía í höfuðið á móðurömmu sinni! fallegt!!!
 Friðrik og Amalía konungborin dönsk nöfn og má þess geta þá i leiðinni að langaamma mín hún Friðrikka Viktoría Magnúsína Jensen var einmitt dönsk!!!
 Sælar með hvor aðra!
 knús á mús!!
 Lúlla sér eftir góðan sopa hjá mömmu sín!!
 Friðrik stóri bro að elda handa frænku sinni!!!
 Hún er svo lítil Inga frænka að ég þarf að skoða hana með stækkunargleri!!!..;)
 Lúlla sér með sætt lítið uppbrett nef og rauðan lubba eins og stóri bróðir og mamma mín!!
 Sætilíusinn uppáhaldið mitt!!!
Sjáið sæta nebbann minn!!!
.................................................