fimmtudagur, 29. apríl 2010

Að vera reiður eða ekki reiður!!!

Góða dag þennan ágætisdag... En ég verð að segja ykkur frá því hvað ég gerði í dag. Það er nefnilega þannig að í reiði minni geri ég stundum hluti sem koma sjálfri mér á óvart. Einu sinni vildi mjói minn fá að fara með Hindina okkar í einhverrri papparellu upp á Bakka hún var 4 ára og ég gjörsamlega tapaði mér. Hélt það nú að hann færi ekki með barnið í pínulitla flugvél þó það væru ekki nema 5 mínútur!!! En úr varð að hann fór með barnið og eftir sat ég heima gjörsamlega hamslaus úr hræðslu og reiði yfir að ráða þessu bara ekki!!! FREK??? hmmm veit ekki. En þá semsagt reif ég allt út úr svefniherberginu frá toppi til táar og spartlaði og málaði allt herbergið á mettíma. Henti svo öllu draslinu inn í herbergi aftur og svaf þar um nóttina...Allllein!!..:O/
En semsagt í gær frétti ég það að hætt væri við 80´s hátíðina og ég fæ engann 80´s búning að fara í . Ég sem var búin að plana þetta allt og bjóða fólki í mat og partý og hvað eina!!!Þá gerði ég hlut sem ég svosem sé ekkert eftir en HALLÓ!!! fyrr má nú aldeilis fyrr vera, ég sem sagt fór og lét klippa af mér allt hárið og lét lita það appelsínugult!!! JÚ það er rétt. Ég fæ að vísu ekki 80´s hátíðina mína til baka en ég ætla samt að bjóða fólkinu í mat og ætla samt að fá mér rauðvín sem passar einstaklega vel með appelsínugula hárinu mínu. Takk Hafdís mín mér líður miklu betur!!!
:O).... Góðar stundir
Kv. Ingibjörg appelsínugula!!!


~~**~~

Þetta var fína síða hárið mitt... (sem ég var nú orðin svolítið leið á!!!)
Þarna var ég komin með efni til að taka litin úr hárinu...
O.M.G... en þetta lagast

Jesús... ég hefði getað farið svona á 80´s hátíðina þá var í tísku að vera með aflitað..:O)
Hafdís voða kát með þetta allt
og jú jú ég alveg líka!!
Búin að fá litinn sem við völdum í hárið..

já nokkuð flottur!!!

Klippi, klippi, klippi!!!
blási, blási, blási...
Mjög sáttar með útkomuna!!!

~~**~~

mánudagur, 26. apríl 2010

80´s fjör á næstunni!!!
Dásamlegi Adam Ant... Antmusic!!!

~~**~~

Þegar einhver pantar bloggfærslu þá verð ég auðvitað að verða við þeirri ósk... Ég svosem hef ekki mikið að segja þessa dagana nema það að ég hlakka alveg óskaplega til um næstu helgi en þá er einmitt ár liðið frá síðasta 80´s fjöri og í ofanálag á mjói minn afmæli sama dag svo að við ætlum halda upp á það með því að fara á Michael Jackson show og svo í framhaldi af því á 80´s ball... Ætlum að hafa matarboð og fjör áður en við förum með góðu fólki!!!... Hugurinn hefur verið í bleyti um nokkra hríð í hverju ég égi að fara því ekki getur maður farið í sömu múnderingu og síðast... nei nei það er alveg ófært svo að þá er að fara og kíkja í skápana og sjá hvort ekki er eitthvað til síðan á þessum flottu árum. Eitthvað á ég nú til af herðapúðum og grifflum og já jafnvel legghlífum líka!!... Ég set svo að sjálfsögðu inn myndir af því eftir næstu helgi!.. Af veðrinu er það að frétta að það er ískalt og rok og bara eintóm leiðindi. Er alveg viss um að þetta gos okkar hefur breytt veðurlaginu hjá okkur og það verður kalt hjá okkur í sumar...:O/.. En vonandi ekki samt. Mikið er ég fegin að hafa ekki þurft að ferðast til útlanda á þessum tíma ég held hreinlega að ég hefði glatað glórunni ef ég hefði þurft að fara í hverja flugvélina á fætur annari til að komast á áfangastað. Hvað þá að vera föst á einhverjum flugvelli í óratíma... Hefði svosem verið í lagi að vera tepptur á hawai um ókomna tíð en það er nú ekki svo gott. Ég læt þetta duga í bili og bið að heilsa að sinni...

Inga pinga..

~~**~~

Tekið frá stórskemmtilegu 80´s partíi í fyrra

~~**~~

sunnudagur, 18. apríl 2010

Hrikalegar myndir... Unbeliveble photos...

Þessar myndir eru alveg hreint ótrúlegar og sjá aumingja dýrin!!! Hvað allt er grátt vegna öskufalls þarna...

Unbeliveble photos fron the Eyjafjallajökull wolcano and look at the poor horses... Everything so grey fron the ashfall...
~~**~~


föstudagur, 16. apríl 2010

WOWHH... The Volcano!!!!


Já það blasir við manni þetta stórfenglega sjónarspil þegar maður horfir út um gluggann hjá sér. Ég fekk sumar af þessum myndum lánaðar frá vnum en aðrar tókum við hér út um dyrnar hjá okkur.. Við erum búin að ná okkur í grímur ef á þarf að halda, en vonandi fer þetta allt bara framhjá okkur..!!!

Tekið þann 16.04 2010 um og eftir kvöldmat.


sunnudagur, 11. apríl 2010

Ferðalag. (part two) Fermingin!!

Gott kvöld. Þetta er búin að vera dásamleg helgi. Ég fékk aðeins að dekra við Víðir minn sem kom í heimsókn. Það var legið í leti á föstudagskvöldið og glápt á video, Á laugardaginn var svo farið með fermingargjöf til meistara Geirs. til hamingju með daginn þinn flotti!!!! Um kvöldið fór Hindin mín svo í afmæli til Nökkva vinar síns. Já það eru að breytast tímarnir á afmælispartíunum.. Nú er ekkert kúl að fara í afmæli nema á kvöldinn...:O) Bara gaman . Það þurfti sko að velja partýdressið gaumgæfilega og hárið þurfti að vera flott. Æ litli unglingurinn minn!!! Í dag var svo að mestu legið í leti en eldaði þó mat sem Víðir var búin að panta. Læri a.la mamma sín. Hann fer svo í sollinn aftur í 101 RVK á pöbbann sinn að vinna!!!En að ferðinni austur á land aftur... Þá er komið að fermingarundirbúning og veislumyndum!! Dagurinn var alveg ferlega skemmtilegur mikið hlegið í kirkjunni undir ræðu prestsins. Gaman þegar maður skemmtir sér í kirkju... Loksins þegar maður fer. Þyrfti eiginlega að prófa að fara í eitthvað annað en jarðafarir,giftingu eða fermingar. Ætli séu svona skemmtilegar ræðurnar í venjulegri messu. F'or einmitt í jarðaför hér í haust og þó skrýtið sé frá að segja þá var líka hlegið í henni... Bara svona smá útúrdúr hér . En best að hafa það á 12 mánaða planinu að fara í messu. Veislan var skemmtileg og notaleg bara setið og spjallað. Ekkert stress bara gaman. Þannig á það að vera. Fermingarbarnið tók svo upp gjafirnar að fjölskyldunni viðstaddri um kvöldið og mér var litið á Hindina mína sem var orðin rauðdílótt í framan og sagði mér aðeins að koma... Hún dró mig semsagt afsíðis og var mikið niðri fyrir. Þegar fermingarbarnið var að taka upp alla peningana sem hún fékk þá fór mín dóttir að gráta og sagði." Ég fæ örugglega ekki nema þúsundkall þegar ég fermist"...:O) Það var svo auðvitað borðað aðeins meira af tertum um kvöldið en þar með var það eiginlega búið. Gott að hafa ekki mikin afgang. Það hefur engin gott af því!!!. En Kæra fólk nú er ég farin að sofa. og býð ykkur góðrar nætur.
Ingibjör alt muglit kona!!!~~**~~

Jú reyndar setti hún á brauðtertuna... næstum því alla..:O)

mmmmm...

mmmmm....


Og þá var það greiðslan...


sem heppnaðist mjög vel... Reyndar hrundu krullulokkarnir svolítið úr svo ég krullaði það allavega 3svar yfir daginn!!!


Allt var skreytt með svörtu ,hvítu og silfruðu.. Mér fannst servétturnar svo flottar en mjói maðurinn minn prentaði á þær. Það er hægt að klikka á myndirnar svo þær verði stærri og þá sést allt miklu betur


Svo útbjuggum við vona glærumyndir til að setja í gluggana.. Svo flott...Sæturnar mínar svo fínar!!


Einfalt og látlaust!!!fermingartertan pöntuð ofan úr Fellabakarí og var mjög flott og góð og að sjálfsögðu með svörtum rósum!!!Þarna er nú brauðtertan tilbúin...og kransakakan frá tengdu klikkar aldrei!!mmmmm....
Glærumyndir heftaðar utan um kertaglas (stór) af fermingarbarninu á ýmsum aldri!!


Fermingarkertið skreytt af Finni pabba hennar Nönnu vinkonu. Gestabókin gerði fermingarbarnið sjálf í smíði í skólanum!!!Marý fékk lánaða skóna hans Gísla míns þegar átti að fara að vaska upp.. Hún var orðin þreytt á hælunum sínum... Minni svolítið á chaplin...:O)

~~**~~
Og þá er það fjölskyldan

Fín mynd!!þarna minnir nú Marý á mig...grettur og fettur á öllum myndum!!


Og allir í hvítu svörtu og silfruðu í tilefni dagsins...:O)


mjög fín mynd!!!


smæl.....
~~**~~