miðvikudagur, 9. apríl 2008

Beutycomplexar?? ekkert endilega..

Já gott fólk ... Það er ekki tekið út með sældinni að ætla að reyna að líta vel út.. 'Eg fór í morgun og lét semsagt fjarlægja af mér 11 bletti úr andliti og hálsi . Ég er eins og sjá má hér fyrir neðan eins og gatasigti og mig finnur til núna :(... Er svolítið bólgin á þeim stöðum sem ég var saumuð á en það var á 5 stöðum sem þurfti að sauma annað hvort 1 eða 2 spor.. Í ofanálag má ég ekki bleyta þetta neitt í 5 daga og ekki þvo mér um hárið svo ég verð alveg orðin yndisleg á þeim tíma...En ég er fegin að þetta er búið, hef ætlað að gera þetta svo lengi. Þetta tók um 1 klst. Það var ekkert spes að láta deyfa á suma staðina eins og á bak við eyrað þar sem einn var tekin það var ÁÁÁII... Og annar undir neðri vörinni, þar er ég mest bólgin ég hélt að nálin færi í gegn þar uhhuu... :(En eins og ég sagði einhverntímann þá er beuty pain og þetta var allt mín ákvörðun.. Skil ekki í þeim sem eru endalaust að láta sprauta í sig botoxi í andlitið bara til að ein eða tvær hrukkur fari.
Það er bara sjarmerandi að hafa fáeinar svoleiðis ef maður er ekki þeim mun meira hrukkudýr.. ( Þá væri kannski líka bara hægt að nota þvottaklemmu aftan á hálsinn, það er ódýrara og ekki eins sársaukafullt :=) ) Sá að ég er að færast nær og nær 10.000 gestinum á síðunni .. Það er aldeilis fínt finnst mér, en gaman væri að sjá í commentunum svona aðeins fleiri nöfn bara svona til að sjá hverjir eru að kíkja inn!!... Jæja ég er þreytt eftir pyntingar dagsins og rápið á mér út um víðan völl. Fór náttúrulega í heimsóknir því ekki get ég verið heima hjá mér alein og engin til að vorkenna mér... En ég fór til Eyju, Nönnu, Þóreyjar og svo var Siggudagur hjá mér og seinnipartinn fórum ég og Sigga til Ellýjar og kjöftuðum þar frá okkur vitið. Kom svo heim og steikti fisk handa fjölskyldunni og lagðist þar með niður og hef ekki hreyft mig, þangað til ég druslaðist inn í tölvuherbergi og fannst ég verða að deila með ykkur raunum mínum í dag. Góða nótt elskurnar og munið að það er ekkert sjálfsagt í lífinu... Ykkar einlæg alltaf... INGA.
Ekki beint frýnileg....



Þessir í kringum hálsinn voru klipptir af og ekkert saumaðir....




10 ummæli:

Gusta sagði...

Ertu orðin leið á sama pakkið commenti hjá þér Inga mín Þú verður orðin þvílík skvísa að hálfa væri bestu kveðjur Guðsteina

Nafnlaus sagði...

nei ekkert leið ... en það væri gaman að sjá hverjir fleiri eru að pukrast hér !!!

Berglind sagði...

ái!knús og vorkunn.

Nafnlaus sagði...

Sæl Inga
Ég get allveg viður kennt það að ég hef komið hér inn á síðuna þína nokkrum sinnum, Jú ætli það kallist ekki forvitni en ég vill bara kalla það flakk um netið. Þín síða lenti einhvernveginn í mínum hring í gengum sameiginlega vinkonu okkar þ.e.a.s. Þórey. Mér finnst svo gaman að skoða alla fallegu hlutina sem þú nennir að taka myndir af. Ég var einmitt að ræða það við manninn minn hvort við ættum ekki að fara að hvítta svoldið hjá okkur:)
Jæja ég ætla nú ekki að fara gera þína gestabók að minni bloggsíðu. Vonandi fer þér að líða betur eftir blettatökuna. Kveðja úr Garði Vallý

Sigga sagði...

Á,Á,Á, kræst 11.

Okey nú er ég að hugsa um að commenta tuttugu sinnum í hverju bloggi svo ég verði númer 10.000 ;)

knus sys

Sigga sagði...

hér er númer tvö

Sigga sagði...

númer þrú

Sigga sagði...

nei ég nenni þessu ekki

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra frá þér Vallý . Jæja allavega einn sem kom út úr skápnum núna :=)... Já mér finnst svo flott allt svona hvíttað og einhvernvegin er það nú að maður er í betra skapi og jákvæðari ef það er bjart í kringum mann...Endilega haltu áfram að kíkja. kv INGA

Nafnlaus sagði...

Og Sigríður !!! nú fer ég að útiloka þig frá síðunni.... Ég hlakkaði svo til að lesa 8 comment.. og er þá ekki fíflið þú að leika þér.. :=)