þriðjudagur, 1. apríl 2008

Til hamingju elsku Anna Ester...

~~`*´~~
Já kæra samkoma ég lofaði ykkur englamyndum og þær skuluð þið fá...
Þetta er dóttir hennar Nönnu vinkonu minnar sem varð í 3. sæti í fegurðarsamkeppni suðurlands... Sjáiði hana !!! hvað hún er æðisleg.
Og ég á í henni líka...! Mér líður eins og dóttir mín hafi verið í þessu öllu saman... Ég er líka búin að fylgjast með þessari stelpu frá því hún var lítil og hún og Víðir minn léku sé saman og voru svo mikilir vinir og eru enn þó þau hittist sjaldan orðið. Hann gekk svo langt hann sonur minn þegar hann var kannski 10 ára að biðja hennar á afmælisdaginn hennar og gaf henni hring... bara svo þið vitið það þá hefði það aldrei gengið. Við Nanna hefðum aldrei orðið sammála og viljað stjórna ef ég þekki okkur rétt:=)... Ég er búin að panta að fara með á hótel Ísland þegar hún tekur þátt í fegurðardrottningu Íslands og auðvitað mátti ég það...Annars hefur dagurinn verið góður í dag.. Fékk heimsókn frá Nönnu og svo kom Andrea líka það var gaman það er langt síðan ég hitti hana yfir kaffispjalli... Pjallan sú er að fara að flytja á Selfoss Það er hundleiðinlegt en hún er búin að kaupa ség ógó flott hús þar splunkunýtt... HUH... eins og mér sé ekki sama.:=(Hindin mín er að leika við Lísu vinkonu sína þær fara svo á sundæfingu og þaðan fer Hindin á þverflautuæfingu svo það er nóg að gera hjá henni í dag.. Ég ætla svo út að borða í kvöld með Siggu vinkonu því að allir þriðjudagar eru Siggudagar. Fékk skilaboð frá Reykjalundi í gærkvöldi og á að mæta þar þann 14. apríl Það verður fínt ég þarf að komast þangað og ljúka þessu ferli mínu... Jæja ætla að fara aðeins og búðarrápast.. vantar afmælisgjöf og sitthvað fleira, heyrumst á nánustu framtíð. Verum góð hvort við annað og njótum lífsins á meðan við getum... INGA
~~`*´~~

~~`*´~~

Engillinn hún Anna Ester Óttarsdóttir....Maður sér hvaðan stúlkan hefur fegurðina...

~~`*´~~

Anna Ester ásamt fegurðardrottningu suðurlands...

~~`*´~~

5 ummæli:

Sigga sagði...

Glæsilegar stúlkur allar saman. Efast ekki um að hún nái langt.
Alltaf gaman að öllu svona. Og hvernig hægt er að rifna úr stolti þegar fólk stendur hjarta manns nálægt.

Ég man þegar Víðir (takið eftir hann einn, einmitt það sem ég meina) vann músíktilraunir þá skildi ég ekkert í því af hverju var ekki flaggað á Seyðisfirði og gefið frí í vinnunni ;)

knús sys

Gusta sagði...

fallegar stúlkur gaman að sjá hvort hún verður bara ekki fegurst fljóða Íslands skil hvað þú átt við með stoltið Sigga maður verður bara mjúkari með hverju ári sem lýður grenjar yfir öllu hlakka til að sjá þig Inga ef þú hefur tíma fyrir bolluna þegar þú kemur í borgina bestu kveðjur Guðsteina

Goa sagði...

Bara alveg jafn sæt og mamma hennar..:)
Ég er bara líka rosa stolt af því að ég hef hitt Nönnu einu sinni...típ..:)
Gaman að sjá svona fallegar ungar stúlkur frá landinu góða...ekki furða þó að um það sé rætt hve fögur fljóðin okkar eru.
Það er allt fjallaloftið og hrútspungarnir...allavega mín útskýring þegar um þetta er rætt!
Kveðja til þeirra og til hamingju, frá mér!!

Goa sagði...

jæja...nú festist ég bara hérna í musikinni...BÆ!!!

Berglind sagði...

glæsileg stúlka,gaman af þessu.knús