fimmtudagur, 25. nóvember 2010

Jóla -London þema!!!

Góða kvöldið... Júbb mín hafði loksins eitthvað að segja. Komin í jólaskapið og allt það og ekki eyðileggur það fyrir að ég er að fara til LONDON eftir 6 daga. Það verður æði... Er að fara á tvenna tónleika og einn fótboltaleik svo á náttlega að reyna að versla jólagjafirnar og kannski eitthvað meir!!! Æ LOVE IT!!! Svo er bara búið að vera endalaust gaman í vinnunni þessa vikuna. Leynivinavika sem endar á morgun með jólahlaðborði og starfsmannapartýi á eftir. Hlakka til þess líka svo að það er nóg framundan hjá frúnni. Það er ekki hægt að segja annað en að það sé gaman að vera ég þessa dagana. Svona á lífið að vera!!! Skemmtilegt.
Búin að vera að jólast svolítið en á eftir að baka smákökur svona til að fá fýlinginn og jólakökuilminn í húsið. Ætla nú samt að bíða með það þangað til ég kem dauðþreytt aftur frá London... Þá ætla ég að virkja börnin í baksturinn með mér það tókst svo ansi vel í fyrra. Jú trommarinn minn á leiðinni heim til mömmu sín og ætlar að stoppa í 3 mán. Það verður gott að fá hann heim. Þeir eru að fara að taka upp plötu nr 2 sem verður örugglega flott.
Er þetta ekki bara nóg af fréttum í bili?? Jú ég held það bara. Kem svo með Lundúnarftéttir þegar ég kem heim.
Lifið heil og hamingjusöm þangað til. Kv Inga Jólabarn!!!

~~**~~

Jólasveinkan komin í stuð!!

Þessar myndir sem eru fleiri en þessi gerði ástkær systir mín handa mér í fyrra ... Svo flottar

Horn á skenknum mínum!!!


skraut á skenk..sama mynd í brúntóna!!annar stofuglugginn sem á eftir að fá aðeins meiri jól á sig!!!

Hin stofuglugginn sem einnig á eftir að fá aðeins meira jólaútlit!!!

Hvítur!!!

Nýtt útlit á þessari hillu!!

Er alveg að fíla það sko!!!

Hengijólakrans..

í brúntóna
..
Noel sokkurinn frá Gúu vinkonu sko alveg að standa fyrir sínu!!!

Krúttibomba frá Siggu fræ...


Spegillinn á ganginum ofurlítið breyttur frá í fyrra!!!

Og skreyttur!!!
~~**~~

sunnudagur, 7. nóvember 2010

Sex and the city.. Abu dabi Nettar nálar og dásamlegheit!

~~**~~Jæja gott fólk!!! ÞAÐ var mikið að ég hafði eitthvað að segja!!

Verð bara að deila því með ykkur að ég fór í samkvæmi aldarinnar hér á föstudagskvöldið og ég sem hélt að ekki væri hægt að toppa þetta en jú það er allt hægt. Og því er fyrir að þakka þeim frábæru saumaklúbbsystrum " Nettum nálum"MIkið er ég glöð að vera í hópi þeirra sem var boðið, maður fann svo mikið til kvenleikans að það var hreint ótrúlegt. Ég vil bara enn og aftur þakka fyrir frábæra skemmtun frábæra umgjörð og hreina snilld af öllu tagi. ÞEmað hjá þeim var að þessu sinni Sex and the city (mynd 2) Ég var ekki búin að horfa á neitt af þessu fannst aldrei neitt varið í þættina en ég varð hreinlega til að passa inn í mynstrið að leigja myndina og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Svo var farið á fullt í að reyna að finna outfittið og upphugsa hvort maður ætti að vera glamúr New yorker eða Abu dabi búrkuskvísa. New yorkerinn varð ofan á með öllu sínu glysi og glamúr. Og fannst mér bara takast vel til..:O) Þarna voru konur í búrkum og dásamlegum slæðum og ciffoni en ég feilaði á að taka mynd af búrkukonunum og finnst það miður. En veitingarnar voru himneskar, Matur og drykkir eins og hver gat í sig látið og allir leystir út með gjöfum. Þetta getur varla orðið betra... Hér sit ég svo og velti mér upp úr minningum sem seint gleymast og er glöð og sátt við líf mitt sem kona!!!.. Ný vinnuvika að hefjast og ég fer inn í hana alsæl og kvenleg...:O) Góða nótt!!!
~~*~~


Ready to go

Glamúr og glys var það heillin!!

Alda og Þórey!!

Ingunn og Aníta


Systurnar Hrönn og Kata!!Sonja og Þóra
Elfa og Sigga Lára


Sonja og Kolla


Hrönn og Aníta


Ég ,Dísa og Lilja..Guðný og LovísaFjóla og ÞóraNanna og Sigga


Ég og NannaVið skutlurnar


og aftur
Dísa sæta


Lilja ,Helga Björk ein af gestgjöfunum og mín boðssystir..


~~*~~