miðvikudagur, 2. janúar 2008

Hvít blóm lifandi eða gervi...

þá getur maður farið að telja niður til næstu jóla og látið sér hlakka til. Ég var að lesa blogg vinkonu minnar hennar Gúu sem býr í Svíþjóð og get ekki annað en öfundast. Hún segist nú vera byrjuð að bíða eftir vorinu og ætli að fylla allt hjá sér af hvítum túlípönum. Æ greyið sendu mér eins og 25 vendi af þeim. Afskorin blóm hér eru það dýr að einhvernvegin hef ég alltaf frekar keypt mér gerviblóm núna síðustu árin allavega. Og ekki er ég heldur farin að bíða eftir vorinu þó svo að þessa stundina gæti það verið á leiðinni því rigning er úti og 8 stiga hiti. En maður hefur lært af reynsunni að það stendur nú ekki lengi. Maður er rétt byrjaður að hneykslast á þessu góða veðri dag eftir dag þegar himnarnir farast og það gerir aftaka veður svo maður kemst hvorki afturábak eða áfram.Á meðan ég skrifa þetta og horfi öðruhvoru út um gluggann þá sé ég litla gutta sem enn eru ekki búnir að fá nóg af sprengingum gamlaáskvölds og senda upp í loftið einstöku sprengju með bros á vör. mmmm... ég kannsat við þann fýling mikið fannst mér þetta gaman alltaf og er enn fremst í flokki þegar á að skjóta upp. Dóttir mín virðist fá þetta í beinan móðurarfinn og skemmtir sér hið besta við að henda froskhvellettum út um allar trissur.(stjörnuljósin eru ekki alveg nóg lengur) Svo er það næst þrettándinn en þá er alltaf mikið um dýrðir og spáin segir það að við getum horft upp í himinninn án þess að drukkna eða að fenna í kaf.... Heilsur í bili INGA



Öll hvít blóm eru falleg að mér finnst og er þetta engin undantekning...
stórar hvítar rósir eru í uppáhaldi hjá mér hvort sem þær eru lifandi eða d.....:)

Þessar afskornu hvítu rósir hafa safnað ryki hjá mér en þegar búið er að dusta þær eru þær eins og nýjar...:9


þessi fallega plastrós lífgar nú svolítið upp á skammdegið...:)



7 ummæli:

Sigga sagði...

Æðislegar þessar sem safna ryki. Trúi því varla að þær séu ekta (dauðar, en ekta) hvernig halda þær svona litnum ??
Búin að pakka öllu jóladóti, tréi og hele dótinu, jólin búin hjá mér. Byrja snemma og hætta snemma :) Þá er það þorrablótið næst, gaman, gaman.
Knús frá systu.

Nafnlaus sagði...

Þær eru gervi Sigga mín!!!

Sigga sagði...

Það stendur nú samt "afskornar hvítar rósir" huh

Nafnlaus sagði...

jamm þær eru afskornar gerviróstir....

Berglind sagði...

man ekki hvort ég var búin að segja gleðilegt ár en geri það þá bara aftur og aftur... en mjög flott GERVI blóm og þorrablótið, gaman gaman hjá öllum öðrum en mér, er í nefnd og verð sofnuð eftir borðhald, svo eru jólin hjá mér búin á þrettándanum sigga mín. knús á þig ingibjörg undurfagra sem minnkar og minnkar... ekki hverfa samt alveg.

Nafnlaus sagði...

Elsku Inga og fjölskylda, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Sammála ykkur með hvítu blómin þau eru æðisleg, er reyndar hrifnari af þeim lifandi en það er alveg satt hjá þér þau eru allt of dýr hérna á Íslandi hjá okkur(biðjum Gúu að flytja þau inn fyrir okkur). Gerði alveg eins og Sigga litla systir þín er að verða búin að taka allt jólaskrautið niður(búin að fá nóg af því, eins og mér finnst gaman að setja það upp þá er alveg næstum því jafn gaman að taka það niður). Jæja þá er bara einblínt á þorrablótið, maður verður að fara að drífa sig í ræktina svo maður verði nú flottur á Þorrablótinu. Kveðja Hanna.

Goa sagði...

Sæl sólrósin mín!!
Ég sendi þér hér með fullan faðm af fallegum hvítum túlipönum. Gjörðu svo vel!
Annars er nú ósköp praktískt að hafa þetta bara úr plasti, bara að blása á þetta og alltaf jafn fínt!
Ég reyndar kaupi mér helst hvítar orkídeur, þær blómstra svo lengi og eru alltaf jagn fallegar...vel auranna virði, hérna hjá okkur allavegana.
Vonandi er allt í góðum gír...nú er ekki langt í nýja lífið...spennandi!
Knús og kramarhús