fimmtudagur, 3. janúar 2008

Gamlir munir og minningar!!

Það er svo gaman að eiga minningar sem fylgja gömlum munum sem maður á.Flestu þessara muna man ég vel eftir og það hrannast upp góðar minningar og maður man jafnvel eftir sér litlum á þessum og þessum staðnum. Æ nú hringir síminn bíðiði aðeins......55 mín. síðar. Þetta var gaman kl orðin rúmlega 12 á miðnætti þá hringir bestasta Gúan mín frá Svíþjóð og við töluðum saman náttúrulega eins og við hefðum ekki heyrst síðan í fyrra :) (húmor) Það vildi svo skemmtilega til að við vorum andvaka, ég að blogga og hún að glápa á imbann. love you gamla mín!! Já hvert var ég komin gamlir munir já... Já það væri gaman ef einhver í familíunni gæti sagt mér meira um þessa hluti hér fyrir neðan en ég man nú flest en ekki allt. Mig myndi t.d langa til að vita hvað hann er gamall jólakertastjakinn sem amma Björg átti sem ég sýndi hér á síðunni fyrir jólin. Hann hlýtur að vera um 100 ára eða??
Jæja nógar vangaveltur í bili ég er farin að sofa og ætla að fara á vit skemmtilegra drauma góða nótt INGA




Þetta postulínstesett gaf amma lauga mér fyrir u.þ.b 17 árum veit reyndar ekki hvað það er gamalt en mamma veist þú það ?? átti amma það eða er það enn eldra?
þvottabalann átti amma Sigga og gaf mér fyrir nokkrum árum en skjóluna sem ég held að hafi verið fyrir mjólkina gaf amma Lauga henni Siggu systir sem svo aftur gaf mér hana...

Þessari mjólkurkönnu man ég vel eftir en hún var til heima hjá mér frá því ég var lítil... svo sagði mamma mér þegar hún gaf mér hana í fyrra að Alli afi hafi gefið mér hana þegar ég var pínulítil undir mjólkurblandið mitt... gaman.

Þessari man ég vel eftir úr júllahúsinu hún er sprungin og ekki til margs brúks núna en mér þykir voða vænt um hana og er hún til skrauts upp á hillu



Vasann þarna til vinstri fékk ég frá ömmu Siggu minni ég man ekki alveg eftir honum eins og skálinni til vinstri...en þetta var í setti . Ég veit ekki hvort það var eitthvað meira í þessari línu. Veit einhver það ?? kannski þú Sigga frænka eða mamma??




Þessa dásamlegu skál átti amma Sigga, ég á minningu um hana síðan í júllahúsi en greip hana ekki alveg fyrr en Sigga systir hans pabba minnti mig á hana...





4 ummæli:

Goa sagði...

Ég veit nú svosem ekkert um þetta annað en að þetta er allt mjög flott! og hrikalega gaman að eiga svona hluti frá einhverjum sem maður þekkir..:)
Takk fyrir spjallið rósin mín...mikið væri lífið tómlegt án þín!

*psst*...mig langar líka að setja litla mynd af mér i profílinn...how do I do????

inga Heiddal sagði...

hæ ljúfurst ... þú ferð in í edit profile og vinnur þig þaðan. þar getur þú sett allskonar um þig inn líka þetta er soldið sniðugt. Ef þú t.d klikkar á mig : wiev my complete profile þar sérðu allt um mig eða það sem ég hef sett inn um mig.... vonandi skilurðu annars hringirðu bara . :) nótt nótt iNGA

Nafnlaus sagði...

he he það kemur mynd af mér þarna líka ég veit ekki alveg hvort ég fíla það ... ætti kannski bara að setja mynd af einhverju öðru...

vala sagði...

Sælar!!! Langaði bara að láta þig vita að við erum duglegar að skoða síðuna....mjög skemmtileg...kveðja Vala