fimmtudagur, 17. janúar 2008

Ég eða ég??

Já kæra fólk. Þá er nú eldhúsborðið mitt nýja komið á sinn stað en ég sýni ykkur það á morgun eða hin. Það gekk ekki áfallalaust að koma því upp og fyrir. Ég bæði skar mig, málaði á mig ,stakk skrúfjárni í mig og til að kóróna hlutina var ég orðin svo geðstirð yfir því öllu saman að ég beit mig óvart í tunguna þegar ég var að bölva helv... borðinu og 'AÁÁÁIIII.....það var vont.Það var fínt í skólanum í morgunn fljótt að líða þegar gaman er segi ég. Hind ákvað að leika sér að heiman í dag svo ég er ein í kotinu og nenni ekki að gera neitt... ég er því að pæla í að fara eitthvað í heimsókn áður en einhver kemur til mín þess vegna ætla ég ekki að hafa þetta lengra að sinni. Hér fyrir neðan eru myndir af borðstofunni minni . Mig klæjar í fingurnar að fara að lakka þetta hvítt bæði borð og skáp. Selja stólana og kaupa hvíta leðurstóla !!! en ég ætla ekki að gera það ... hvor skildi nú hafa betur ég eða ég?? bless elskurnar:) INGA
borðstofan að degi til...

horn í borðstofunni sem er svo rómanstískt á kvöldin...


rómantískt horn í borðstofunni að kvöldi til....færði þessa mynd þarna til að rýma fyrir flottu ullamyndinni... á mörkum stofu og borðstofu...
8 ummæli:

Sigga sagði...

hmmm... veit ekki hvítt eða ekki. Það yrði rosa flott en af því að skenkurinn verður aldrei hvítur (og var ekki eitthvað meira í stíl við hann ??) þá harmonerar þetta svo fínt núna. Veit ekki !!!!

Engin kjóll kominn til að máta, aarrggg.

Vissiru að Sigga frænka ætlar á blót ?? Sá hana skráða.

Jæja þá er að henda einhverju fljótlegu í liðið núna klukkan sex og svo popp og kók yfir Ísland - Svíþjóð.
Gúa á að horfa og með hverjum heldur þú ???

Knús slysið

Goa sagði...

Jú,jú...haldiði ekki að ég hafi horft á þessa hörmung!! Katastrof!!

Sástu ekki mína skráningu Sigríður!?!

Puss...

Sigga sagði...

Nú skil ég ekki ??? Skráningu ????
Gúa !!! Explane ??

Nafnlaus sagði...

hey þetta er engin samskiptamiðstöð em í handbolta !!! bugger off.

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís myndirnar frábærar :)
Eins spurning ...vitið þið hverjir ættla á blótið??
Ástarkveðjur
Hilda

Nafnlaus sagði...

guðsteina allavega hún mætir altaf

Sigga sagði...

Fyrst er maður skammaður fyrir að commenta ekki og svo er maður skammaður fyrir að commenta.
Þú eða þú shut it.

Gusta sagði...

já auðvitað mæti ég það sem ég veit til og mæta í party á föstudagskvöld hjá Hönnu páls eru Sigrún Guðjóns og Árni Erla Dögg Vignir Trausta og spússa held líka að Aggi Hjálmars og Inga Hanna einhver talaði um þau þetta er bara gaman ekki verra partýið en þorrablótið kitlar þér ekkert að fara Inga Hilda þú drífur þig og taktu Ingu Jónu með líka