föstudagur, 18. janúar 2008

Lamparnir mínir nýju eru ekki á leið á blót...

Góðan dag þennan ískalda og snjóuga föstudag... Enn á ný erum við mæðgurnar heima . Jú hún er lasin aftur og núna með mikin hita, hálsbólgu og kvef... gott það er komin helgi samt, þá er hægt að nota helgina í að láta sér batna. Það þagna ekki raddirnar sem ég heyri í endalaust um hvort ég sé ekki á leiðinni austur á blót. En ég læt ekki deigann síga og stend á mínu.. 'Ég er ekki á leiðinni blót austur á Seyðisfjörð í allra veðra von hvorki með flugvél né öðru farartæki sem gæti drepið mig annað hvort úr kulda eða öðru og hana nú...Gott að vera bara inni hjá sér á Fjólugötu 21 í hlýjunni. mmmm....Stóðst ekki freistinguna og keypti mér þessa dásamlegu lampa í stíl við myndirnar mínar (sjá hér fyrir neðan) Þetta er eftir listakonuna Önnu Lilju Tómasdóttur og er hægt að sjá síðuna hennar hér fyrir neðan á barnaland.is/barn/66426 og panta hjá henni ef maður fellur fyrir öllu þar eins og ég gerði...Hún er einnig að gera frábærar olíumyndir en þær eru ekki til sölu enn sem komið er. (vonandi samt bráðlega). Var boðið í saumó í kvöld og er að hugsa um að drífa mig en þá verð ég að éta eitthvað óhollt og það er ekki gott fyrir mig. Verð að reyna að vera á bremsunni þar.Lofa því að sýna ykkur helv.... eldhúsborðið mitt á næstunni. Aldrei vitað að manni gæti verið svona illa við dautt húsgagn en það er búið að meiða mig svo og mér er enn illt í tungunni síðan ég bölvaði því og beit í tunguna á mér. huh... Ég segi góða helgi við ykkur núna og þið heyrið kannski frá mér á morgun ef ég verð dugleg. Bless INGA

litla lasarusa... einn ganginn enn...
stofuhorn með svalahurð sem ekki hefur verið opnuð lengi lengi...

hreinlega stóðst þá ekki ... Þeir eru mínir!!...


sjáiði nýju lampana mína!!...



stofan mín nánast í heild sinni...




8 ummæli:

Gusta sagði...

hæ var að enda við að skrifa cmment á síðustu færslu svakalega eru lamparnir flottir vá æði hafðu góða helgi bestu kveðjur Guðsteina

Anna Lilja sagði...

Sæl elsku Inga.
Ji minn, stofan þín er eiginlega mín núna múhahahahaha. Kemur mjög vel út, bara flott.
En varðandi olíumyndirnar þá er þetta eitthvað sem enginn átti að vita um asninn þinn. Ég var bara að leika mér. Geri þetta eins og þú veist þegar vantar eitthvað á einhvern naglann. En hvar er myndin af eldhúsborðinu. Kanski að ég komi bara og skoði það. Vonandi fer Hindinni að batna. Sendum batakveðjur af Illó.
Kær kveðja Anna Lilja

Nafnlaus sagði...

ja ég er að hvetja þig með þessum orðum...svo þú farir nú að byrja á þessu og ég geti haldið áfram að kaupa :)kjánaknús til þín INGA

Nafnlaus sagði...

Anna finnst þér of mikið að hafa þetta allt svona saman???

Anna Lilja sagði...

Sælar aftur.
Nei mér finnst þetta koma mjög vel út. En það væri líka allt í lagi að hafa þá í glugganum. Bæði getur gengið. Hafðu þetta svona og sjáðu til. Kveðja Anna Lilja

Goa sagði...

Flott stofan þín og flott "Ullarsafn"...hún er svo flínk þessi kona.
Prófðu gluggann, held að það gæti orðið flottara...finnst lamparnir stela smá frá þessum fallegu myndum!!
Bara aðeins að skipta mér af...allir hættir að hluta á mig hér..:)
Ástarknús frá mér til þín!

syrrý sagði...

Sammála stelpunum, prófa gluggana.
Má dreifa þessu aðeins. Ég veit að Gusta heldur ennþá í vonina að þú komir á blót, enda talar hún ekki um annað en þetta EINA blót.
( eins gott að hún taki nóg af myndum fyrir okkur hin.) Annars hittumst við í hádeginu í dag ég, Gusta og Kolla og erum að plana bekkjarmót á sjómannadaginn. Eru einhverjir fleiri árgangar að plana líka????? Inga? Sigga?

Nafnlaus sagði...

það er nú búið að vera plana árgangsmót hjá okkur í mörg ár en engin nennt að klára það....