þriðjudagur, 29. janúar 2008

dagur eitt...

Jæja maður er varla komin inn úr dyrunum þegar farið er að rukka mann um sögur og myndir úr ferðalaginu. Það byrjaði semsagt með því að við fórum með Herjólfi á fimmtudaginn kl 16:00. ... Kl 20:00 borðuðum við kínverskann mat á MENAM . Það var gott. Svo var haldið af stað frá Selfossi kl tæplega 9:00. Ég fór sem sagt með Ingu Hönnu og Agga og börnunum þeirra... Það gekk voða vel að keyra en við vorum komin kl 0:5 um morguninn og allir orðnir pirraðir og tilfinningalausir í afturendanum. En þetta hafðist og maður fór beint í bólið. Vaknaði svo á föstudeginum rétt fyrir hádegi.Fékk mér að borða og ætlaði svo að fara og koma systur minni á óvart...Það gekk nú ekki til að byrja með því hún var að kenna til 14:00. Þá hringdi Jóhanna Páls í mig og sagði mér að hún væri hjá sér.. Ég brunaði þangað og inn í eldhús og bauð góðann daginn. Ég sá að systir mín fletti sem aldrei oftar upp í heilabúinu á sér til að finna út hvaða nafn passaði við þetta andlit.. Svo þegar því var náð þá stóð hún upp, hristi hendurnar í gríð og erg og fór síðan að há-gráta. Ég hef aldrei verið eins nálægt því að láta nokkra manneskju fá taugaáfall. Nú þarna urðu fagnaðarfundir en nóg um það. Um kvöldið hittist allur skarinn af gömlum vinum og kunningjum og var mikið um dýrðir. Ætlaði maður að reyna vera stabíll þetta kvöld til að missa nú ekki af sjálfu þorrablótinu sem var svo kvöldið eftir. En það gekk nú eitthvað erfilega þar sem alltaf var verið að skála í skotum og og tekíla. En allt gekk þetta nú vel og vandlega fyrir sig og ég vaknaði fersk sem sunnan blær morguninn eftir. En meira um það á morgunn. Bless í bili. Ingibjörg ofurhugi og ferðafrömuður...!!


Ég og Kalli að rifja upp gamla danstakta....það gekk svona og svona hjá honum. En ég aftur á móti....
systurnar Ormson....

hva ætlar hún að drekka restina sjálf....?


frændsystkinin Óskar Finns og Sigrún Guðjóns...ég og Börgvin minn bestasti besti....Æskuvinur


Inga Hanna og Sigrún í góðum gír....


skötuhjúin Sigga og Kalli....

flottasti gestgjafi sem um getur á Seyðisfirði fyrr og síðar..

jammm..... hmmmm...

Við alltaf flottust allstaðar....

Stefanovitzz... flottastur....

þetta er hún Helga mín en hún er heimsmeistari í skot-drykkju...

maður lét ekki sitt eftir liggja og sötraði nkkur skot....
8 ummæli:

Sigga sagði...

...mann langar bara að fá sér í glas þegar maður sér þetta... helvíti var gaman.

knús Sigríður taugahrúga

Sigga sagði...

miss u

Gusta sagði...

Hæ takk fyrir síðast ekki er ég nú sammála henni siggu að manni langi í glas er enn timbruð það var alveg ferlega gaman hjá okkur vona að Sigga systir þín sér orðin góð í augonum það er nú full mikið að taka skotin í augun

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast allir þeir sem kíkja á þessa síðu og voru á þorrablótinu á Seyðisfirði.....rosalega var þetta gaman, og sammála þér Inga mín, að þetta var rosalega flott heima hjá Jóhönnu og Halla enn og aftur takk fyrir okkur..Kveðja frá "eyjunni fögru" Inga Hanna og Aggi

Goa sagði...

Já, já...mikið er ég nú ánægð að allt var svona hræðilega gaman..:(

Kveðja öfundsjúkri, sem EKKI var á þorrablótinu

syrrý sagði...

Jæja það hefur aldeilis verið fjör hjá ykkur. En hva Inga varst þú ekki á blótinu? Fékk myndir frá Gustu og engin af þér á blótinu? Eða tókst þú kannski allar myndirnar? Svo er bara sjómannadagurinn næst, þá mæti ég.
http://picasaweb.google.com/hurdarbak

Nafnlaus sagði...

ó jú Sirrý ég var sko á þessu blóti en sat ekki hjá sama hóp og þær vinkonur... ég kaus að sitja hjá mömmu og pabba...og flottar myndir af þínu blóti það hefur nú verið gaman þar sýndist mér!!

.... Og þú öfundsjúka Gúa! næææ... ég kem bara til þin bráðum, það hlýtur að jafna þetta út er það ekki?? Kv INGA

Nafnlaus sagði...

Já sæll!!!!
á að ræða það eitthvað???
Bara gaman, ótrúlegt hvað mjöðurinn rennur ljúflega niður þegar gaman er:) takk fyrir síðast, ég sé að þú hefur komist klakklaust út í eyju Inga mín.
kveðja
Helga