þriðjudagur, 15. janúar 2008

Er þetta djók eða....

Ef ég sagði hér fyrr í vetur að það hafi snjóað köttum og hundum ... þá snjóaði í nótt ÞVOTTAVÉLUM OG ÞURRKURUM...!!! Fjandinn hafi það ,það var svo leiðinlegt að vakna og kíkja út að mér var skapi næst að fara aftur að sofa. Bíllinn einhversstaðar undir farginu og svo er náttúrulega farið að hlána núna svo að maður verður rennandi blautur í lappirnar langt fram á vor.Það er munurinn á snjónum hér og á Seyðisfirði að hann er þó þar til friðs og getur verið gaman úti að leika sér. En hér verður maður að hengja liðið til þerris fram á sumar. Sem betur fer er starfsdagur á morgun svo það er engin skóli...Ekki er nú öll óánægjan upptalin heldur er svo kalt hér innandyra að við erum með rafmagnsofn í gangi í sjónvarpsholinu svo hrímið fari af sjónvarpsskjánum og svo eru allir með grifflur við matarborðið. Svo eitthvað sé upptalið. Minnir svolítið á snjóaveturinn mikla 1918 eins og Alli afi sagði stundum. Ég man nú ekkert eftir því en ég man eftir snjóavetrinum mikla 1974 á Seyðis það var gaman þá. Þegar maður var að renna sér á snjóþotum af húsþökunum og stökkva fram af félagsheimilinu út í skaflana. Já það var gaman þá.... EN NÚ ER ÞETTA EKKERT GAMAN (&$#/%....!!! bið að heilsa ykkur héðan úr helv.... :) ..Ískaldur og blautur koss til ykkar frá mér . INGA.

Svona var innkeyrslan hjá mér í morgun...:) veit samt ekki hvaða kall þetta er ...
(kannski frá snjóavetrinum mikla 1918) það getur nú líka verið flott hér í snjó... ekki bara á Seyðis...


Ég þoli ekki þennan snjó...

jólaskrautið að niðurlotum komið....

svona er nú eð vera ekki búin að taka útiskrautið inn....
Grímur kokkur fer nú ekki langt...
6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar!!! Vertu ekki að þessu væli þetta er frábært veður hehehe gaman..gaman..Það skýrir núna að ég elska snjó ef það hefur verið svona mikill snjór 1974 árið sem ég fæddist...gaman..Inga...gaman skellum okkur á skíði..Love you...
kveðja Vala

Goa sagði...

þetta er hann Hrólfur í innkeyrslunni hjá þér!! Hann fannst á skíðasleða lítill drengur...snjóveturinn mikla 1918... Síðan hefur ekkert til hans spurst...fyrr en núna!! Alltaf svolítið fyrir að koma á óvart víst...samkvæmt skýrslum úr skíðaskála skaftfellinga, frá 1974!!

Nei, nú skal ég hætta...ég bara hló svooo mikið þegar ég las bloggið þitt!!
TAKK!!

Nafnlaus sagði...

HA HA HA HA HA HA.....

syrrý sagði...

Jæja loksins kom í ljós hvar helvíti er.
Bíddu eru húsin í Vestmannaeyjum svona óeinangruð að þið þurfið rafmagnsofn?
Oh ég bara, vona að það snjói og snjói. Snjósleðinn minn bíður spenntur eftir hreyfingu.
Þurfti reyndar að moka bílinn upp í morgun, já ég, kallinn fékk sér kaffi á meðan. Mætti í 66°N gallanum í vinnuna( þessum bláa og hann er að verða 20 ára gamall)og með loðhúfu, ekta Seyðfirðingur.
En því miður verða veturnir hér seint eins og fyrir austan. Hér er snjókoma á mánud., rigning og rok á þriðjud. snjór á miðvikud., rigning og rok á fimmtud. og svo frv.

Goa sagði...

Bara að spá...hvort Hrólfur sé búinn að moka fyrir Grím..:)

Sigga sagði...

...á, æ, úff. Það er ekki gott að vera úti þegar rignir þvottavélum og þurrkurum. En þó skárra en frystikistum og fílum.

Ég sé á myndunum að það er töluverður snjór hjá ykkur. En þurfti að sjá það til að trúa því að þetta væri eitthvað að ráði.

Ég man þegar ég bjó í Stapa um árið og var vakin óvenju snemma í skólann af því að það var illfært niður í bæ. Híhí, ég held að snjórinn hafi náð alveg upp í ökkla.

Þetta hlýtur að vera með því mesta sem kemur hjá ykkur er það ekki? Þið eruð svo heppin að það er yfirleitt snjólétt.

Éskal hlýja þér á fótlunum, systa mín *kondu bala till mín*

Sjóðandi heitur og þurr koss, Sigga syst.