föstudagur, 4. janúar 2008

Sund góð lækning við fyrirtíðaspennu.

Sæli nú! ég var að koma úr sundi. Það var fínt ég er alltaf endurnærð þegar þaðan er komið. Er búin að fara núna á hverjum degi allan desember og ætla mér að halda því áfram. Samt líður mér eitthvað svo feitri þessa dagana (skil það nú ekki ) :) bara sá tími kannski . Er það ekki kölluð fyrirtíðarspenna. Langar alveg að lemja einhvern sundur og saman. En maður bara gerir ekki svoleiðis... Þannig er ég allavega alin upp,þó maður hafi kannski lamið einhvern á unglingsárunum þá átti sá það örugglega skilið. Þannig eru unglingsárin maður vissi allt betur en allir aðrir. Ég er rendar naut svo að ennþá veit ég eiginlega allt miklu betur en allir aðrir ( að mínu mati) thí hí... En ég hef nú skánað heil mikið. Allavega er ég hætt að þræta við þann sem hefur rétt fyrir sér . Það bara gat ég ekki viðurkennt hér áður. sem sagt að ég hefði vitlaust fyrir mér... skilduð þið þetta. Jæja þeir sem vita það ... eða ekki... þá er ég að fara í fitubolluaðgerð og það er komin tími á það, hjá mér. Það er semsagt 20 febrúar kl 8:30 nákvæmara verður það ekki. Og já þið þarna fordómafullu... hneykslist bara.Ég er búin að stefna að þessu (ekkert endilega aðgerðinni) í ár og tók þá ákvörðun fyrir jól að drífa mig...og ef einhver þarna úti er eitthvað á móti þessu þá bara hann um það. Gjöra svo vel að hafa það bara fyrir sig. Mikið líður mér vel að hafa hellt úr mér hérna núna á þessari stundu. Maðurinn minn sleppur þá við holninguna að þessu sinni. Fínt þetta blogg maður að geta bara hellt sér yfir tölvuna öðru hvoru mmmm.. Heilsur í bili og passið ykkur konur og karlar á fyrirtíðaspennunni.:)

ps: Það er greinilegt að engir ættingjar fara á síðuna mína eða þeir vita ekki sögu gömlu munana í blogginu hér fyrir neðan.... Koma svo commenta, commenta....Búið að stilla upp í einu horni eldhússins dóti. En ég er búin að rífa niður jólin þar. Er eiginlega að bíða eftir grænu ljósi á nýtt eldhús frá toppi til táar. Svo ég sýni ykkur bara þetta horn og svo kannski nýja eldhúsborðið mitt ef það verður einhverntímann tilbúið....
Æ já ég verð að fara að gera eitthvað við þessa forstofu... Þar hefur ekkert verið gert síðan við fluttum fyrir 10 árum. Og ábyggilega ekkert þar áður í 30 ár. Allavega er ennþá málað strigabetrek þar aarrrgggg...
blómakörfur á vegg í forstofunni.... sem ég set svo út á sumrin á vegg þar.já alveg rétt... ég gleymdi alltaf að sýna ykkur þennan dúlluskáp. En Víðir minn gaf mér hann í jólagjöf.....svo flottur.
jamm rauðvínsstandurinn.... hvernig stendur á því að hann er alltaf tómur??

7 ummæli:

Sigga sagði...

...allt í réttri röð (ég skil sneiðna um ættingjacommentið). Eina sem ég veit um gamla dótið er að mig minnir amma Lauga segja mér þegar hún gaf mér skjóluna að bróðir pabba hennar hafi átt hana (annars þekkir þú mig og mitt minni, það gæti alveg eins hafa verið systir kunningjakonu :)
Ég held ég þekki þig betur en flestir og ef einhver er tilbúin í þessa aðgerð ert það þú *you go girl*
Það að þú kallir þetta fitubolluaðgerð segir meira um þinn karakter en margt annað, híhí aldrei skort orð yfir hlutina.
Knús frá systu.

syrrý sagði...

Vhooo róleg hehe. Synda meira.
Um að gera að láta okkur sem lesum bloggið þitt finna fyrir fyrirtíðaspennunni hjá þér og kalllinn hefur það gott á meðan:)
"fitubolluaðgerð" ef þú vilt kalla
það, það. Mér hefur nú aldrei fundist þú neitt feit. En segi eins og Sigga "You go girl" Þekki eina sem fór í svona aðgerð og er þvílíkt happy í dag.

Anna Lilja sagði...

Sæl elskan, mín bara í stuði hahaha.
Ættir kanski að vera dugleg að draga kellinguna með þér í sund eða kanski að við ættum að fara út að labba saman.
Fitubolluaðgerð, þú ert svo klikkuð. Þú veist að ég styð alveg ákvörðun þína en það eru til svona konur eins og þú sem maður vill hafa aðeins meira af, þú veist hvað ég er að tala um, hef sagt þetta við þig. Svo aðrar sem maður vill hafa minna af hahahahaha.
Jæja kelling, rekst kanski á þig í göngunni í kvöld. Ætlum að fá okkur kaffi og Amarula úti á palli fyrir göngu. Sjáumst þín Anna Lilja

Nafnlaus sagði...

Er að kenna mömmu að commenta. Hún bara getur það seint og illa með annari. En ég sýni henni hvernig

Kveðja mæðgur

Goa sagði...

Sæl fjósakonan mín..:)
Altaf jafn gamn hjá þér...gott!
Flottar myndir af fallegum hlutum, einsog alltaf!

Er alvarlega að spá í að hætta þessu bloggeríi!!
Búin að vera 3mán og næstum 20.000 heimsóknir og finnst þetta bara vera að verða nóg. Veit ekki hvað ég á að skrifa um og hvað ég á að sýna!!
Svofinnst mé rþetta orðið of mikið kraf...þú veist þessi kommentar hjá mér og ég verð að kommenta hjðá henni! Týpiskt konu eitthvað!
Æ, sorry ætlaði ekki að taka allt plássið þitt...fitubollan þín...*hlær*

Nafnlaus sagði...

láttu nú ekki svona!!!
Það er svo gaman að lesa allt sem þú skrifar... ekki láta bugast. Svo finnst mér þetta svo mikill afléttari fyrir sálina!Ég allavega fæ eitthvað út úr því að skrifa um bara eitthvað. Svo þarf maður ekkert að gera á hverjum degi og ein mynd er nóg og stundum líka engin mynd er líka í lagi... kannski mynd af mér væri gaman svona fyrir og eftir bumbustrekkingu. :) upp upp mín sál... það koma svona dagar svo verður allt miklu betra og és egi bara eins og hún systir mín *you go girl* :) INGA

Nafnlaus sagði...

já Inga mín, ég styð þig alveg, svona nokkuð verður maður að ákveða sjálfur og láta ekki bugast, annars tek ég undir það sem önnur góð segir í blogginu," suma vill maður hafa meira af"
kveðja
Helga