föstudagur, 11. janúar 2008

Svefndrukkin í dag en kófdrukkin á morgun

'O MÆ GOD... ég er syfjuð!!!!þessi vika er ekki búin að vera heilbrigð fyrst svaf Hind ekki vegna veikinda og þá náttúrulega svaf ég ekki heldur. Svo er ég ekki búin að sofa nema svona 3 tíma síðustu 2 nætur... þannig að ef þið sjáið mig hoppandi á öðrum fæti á förnum vegi með banana í eyrunum og syngjandi *gamli Jón í Gvendarhúsi* þá er ég farin yfir um... Í guðsbænum komiði mér þá undir læknishendur eða stillið mér einhvers staðar upp og reynið að græða á mér...:) En að öðru (áður en ég legg mig´núna kl 15:03)
Ég hefði svo sem átt að vera heima hjá mér í morgun .. er að drepast úr hálsbólgu . EN ég sagði ykkur í gær að ég færi á þorrablótið lifandi eða dauð og það ætla ég að gera . Það er svolítið hallærislegt að vera heima veikur alla vikuna en bruna svo á ball daginn eftir. Svo auðvitað mætti ég í morgun. Fyrir utan geisp og gap var það í lagi.(svolítið upptrekt kannski) Já ég gerði góðverk áðan . ég fór og keypti 2 kjóla á Siggu systir... Thí hí hún gat ekki valið svo hún keypti bara báða. ( sýni ykkur þá á morgun ef Sigga leyfir) 'Eg fæ þá svo bara þegar ég er orðin mjó og hún feit.. múha ha ha ha... (Önnu Lilju hlátur) og svo keypti ég rosa flottann kjól á mömmu fyrir þorróið á Seyðis sem mig langar ekkert á. Elskurnar!! ég er farin á sjá syngjandi þresti hér útum allt og verð því að fara að svífa með þeim inn í draumalandið Heilsur til ykkar. Bless. INGA


Sjónvarpsholið séð af ganginum...já ég veit helv... fuglinn er þarna í horninu....
Sjónvarpsholið séð frá stofunni...æ já ég veit... helv... bílabrautin er þarna...

gamlir sænskir gluggar sem notaðir eru sem hillur... bara flott hugmynd. Fékk hugmyndina lánaða frá Gúu vinkonu. Sonur hennar dröslaðist með þá í farangri frá Sverige til Islands fyrir nokkrum árum bara svo ég gæti puntað hjá me´r....


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já já maður veit svo sem hverjir eru vinir manns og hverjir ekki, góða skemmtun á þessu þorrablóti "sem mig langar ekkert á" og ég sem er norðlendingur en þú austfirðingur ha skil ekki alveg. Inga í bleika kjólinn, Inga í bleika kjólinn, Inga í bleika kjólinn..... love love Inga Hanna norðlendingur

Sigga sagði...

Já það er nú alveg lágmark að sýna lit og druslast í vinnu svo sé hægt að detta í það sama kvöld eða daginn eftir. Lítur betur út þannig. Æ varstu lasin áðan geyið gott þér er batnað, eigum við að dansa??? It´s raining men, haleluja

....bíddu, bíddu ert þú ekki að koma á blót Inga Hanna ??? Löngu búin að frétta það.

Kveðja Siggs

Nafnlaus sagði...

júbb mæti galvösk, svo framalega sem Herjólfur fer héðan og siglir í sína 2 klukkutíma og 3 korter , ef spáin er slæm þá fer hún Inga Hanna Andersen ekki með þessari skemmtisnekkju.... aftur love Inga Hanna