föstudagur, 25. janúar 2008

Múha ha ha ha!!! (Önnu Lilju hlátur)

Auðvitað er ég komin austur á land og tókst að blekkja hana systur mína svo rækilega að hún hágrét þegar hún var búin að átta sig á að þetta væri ég,en ekki einhver annar ...
Ég er búin að hitta Guðsteinu, Hönnu, Berglindi, Fúsa ..... Og búin að heyra í Döggu sem fékk háturskast þegar hún fattaði hver ég var...Þeir sem ég á eftir að hitta og vita ekki að ég er komin eru Böggi og Helga Jóh. Veit ekki um fleiri en kannski Hilda sé á leiðinni, ég veit það ekki. Frænfólk mitt af ýmsum toga er líka að birtast hér . Það er t.d Sigga í Hveró það var gaman.
Ferðalagið gekk vel en við lögðum af stað með Herjólfi kl 16:00 í gær og vorum komin til Seyðisfjarðar kl 05:00 í morgun... Já við vorum öll þreytt og pirruð en fegin að vera komin. Smá slen er svo í dag en það er ekkert sem bjór lagar ekki. Óskið mér til hamingju með hugrekkið að hafa drifið mig í ferðalag á þessum árstíma. Það er orðið langt síðan ég hef þorað einhverju þessu líkt.... ég segi að þetta sé dvöl minni á Reykjalundi að þakka.. Knús og kossar, Bæ. INGA

6 ummæli:

Berglind sagði...

Alveg vissi ég þetta á miðvikudagskvöldið nú vantar bara Gúu mína! ert þú nokkuð að koma óvænt?? þá drep ég þig.

syrrý sagði...

Hehehehe, flott hjá þér að drífa þig. Heyrði einmitt í Gustu í gær og þá var verið að undirbúa aðalpartýið í bænum. Vona að þið hafið skemmt ykkur vel í gærkvöldi og að þið skemmtið ykkur enn betur í kvöld.
p.s. viltu minna Gustu á að taka nóg af myndum.

kveðja frá Syrrý sem er líka að fara á blót í kvöld.

syrrý sagði...

Jæja hvernig var blótið?????????

Goa sagði...

...er mín þreytt?????

Nafnlaus sagði...

er nún hjá Ágústi bróður að bíða eftir herjólfi svo að kl 3 í dag er þessari ævintýraför lokið. Þá er ég núkomin í slipp til 1. ágúst...hvernig líst ykkur nú á það?? me´r líst bara vel á það... kv INGA

Nafnlaus sagði...

Sæl mín kæra
Viltu nú ekki fara að drífa þig að segja okkur frá öllu :)
Þetta er nú orðin ágætis bið.

Ástarkveðjur
Hilda