fimmtudagur, 10. janúar 2008

comment og kvittanir!!

Góðann dag! Við mæðgurnar ákváðum að vera heima einn dag enn til að vera vissar en Hind er að verða bara góð af þessari lumbru þegar ég er aftur á móti að fá hálsbólgu og hausverk... En það skal ekki verða ég nenni því ekki svo er ég líka að fara á þorrablót um helgina og þangað fer ég hvort sem ég verð lifandi eða dauð.Það hefur svosem ekkert margvert skeð síðan í gær og alls ekki neitt að frétta þegar maður kemst ekki út eða inn til að leita frétta. Ég þarf nú samt að skreppa í dag í Flamingó til að kaupa þorrablótdressið á systir mína en þar byrjaði útsalan í dag. Ég ætla að kaupa bleikan blúnduskokk á hana thí hí ekki segja henni þetta á að koma á óvart....sú verður ánægð. Ég var svo glöð að gamla vinkona mín hún Hilda skólasystir mín með meiru gerði vart við sig á síðunni minni. Það er svo gaman þegar það er kvittað fyrir sig og maður veit hverjir eru að kíkja.
Það er alveg óþarfi að commenta á það sem ég er að sýna eða segja nema þið viljið... bara að segja hæ og kveðja xxxx það þætti mér voða gaman. Jæja ég ætla að bruna niður í Flammó og versla frá mér vitglóruna bless í bili INGA.


glugginn stofumegin það vantar eitthvað meira í hann það þarf bara að finna það...
glugginn borðstofumegin. Ég ætla nú að hafa snjókornin fram á vor...

Kannski eitthvað svona Vala hvernig líst þér á þetta?? ( serían) Annars er nýja borðið mitt alveg að koma þá verður þetta allt annað...

8 ummæli:

Anna Lilja sagði...

Sælar Ingan mín.
Ákvað að koma með smá hugmynd af einhverju í stofugluggann.
Hvernig fyndist þér að vera með svona flotta lampa í stíl við myndirnar muhahahahaha.
Mátti til með að stríða þér. Verðum að fara að hittast
Þín Anna Lilja

Sigga sagði...

ARRG GARG OG BÖLV. Búin að skrifa helling og þá er draslið temperaly out of eitthvað í fjandanum.

syrrý sagði...

Líst vel á bleikan búnduskokk og svo setur hún kannski í sig tíkó líka með bleikum slaufum. Gusta ljósmyndari verður allavega á staðnum.

Sigga sagði...

Taka tvö.

BLEIKUR BLÚNDUKJÓLL ??? Þú áttir að versla á mig en ekki Britney Spears.

Þú mátt eiga von á því að fá símtöl frá vinkonum mínum sem eru að míga niðrúr yfir verðinu þarna í útlöndum. Það segir kanski meira um verðið hér en í Eyjum....ding dong, hugljómun, eða hvað ég er hallærisleg og fer í hvað sem er *Önnu Lilju hlátur* yeah right.

Deine kleine schwester

Gusta sagði...

guð hvað ég hlakka til að taka myndir af Siggu í bleikum blúndukjól á þorrablóti sigga er flott í öllu gaman að versla á hana örugglega knús til þín Inga kveðja Guðsteina

Goa sagði...

Why not...Megas var nú þrælgóður í bleikum náttkjólum!!
Sigga og Megas...betra en Britney!!

Kveðja Gúa semlangarekkertáþorrablót!!

Nafnlaus sagði...

maðurinn minn gæti nú dr.... til að gefa mér þessa lampa fyrst að þú varst á unda hvernig lytist þér á það* Önnu Lilju hlátur*....

Nafnlaus sagði...

Sælar!!Mikið verður gaman að fá þig aftur til vinnu...Haehe..það vantar eithvað...Hei Glugginn er æði...
kveðja Vala.
ps og ætlar þú ekki að fá þér bleikan blundukjól líka hhahahahahaha......