föstudagur, 21. mars 2008

Fermingarbarnið komið í fullorðinamanna tölu...

Já góðan daginn allir saman...
Ég vona að páskahelgin hafi byrjað vel hjá ykkur eins og mér. Það var náttúrulega vaknað eldsnemma og vaskað sig allan í bak og fyrir. Blásið hár og sett upp andlit. Svo brunaði ég til systur minnar og greiddi fermingarbarninu. Og þó ég segi sjálf frá þá fannst mér hún langfínust um hárið af stelpunum sem fermdust, engin formfesta, bara eins og 14 ára gamalt barn en ekki eins og 48 ára gömul kona með beutycomplexa..:=) en það er bara ég og mitt egó sem talar þarna. Eftir athöfnina var smápása til að koma tertum á borð hita rétti og hella upp á kaffi.
kl 15:00 byrjaði svo veislan hún var mjög skemmtileg og þá kannski sérstaklega fyrir mig þar sem ég hitti gamla vini og ættingja. fermingarbarnið hafði held ég enga sértaka ánægju af þessum gestum nema kannski þessum tveimur vinum sínum sem hún bauð. ( sem sagt týbískt fermingarbarn)
En ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli og bið að heilsa ykkur í bili. INGIBJÖRG EGÓISTI.


byrjað að brasast í hárinu....
langt komið rúmlega einni klst. síðar...

æææ sjáiði hvað hún er sæt...


mjög flott finnst mér...




bara létt krullað með sléttujárni...



........


ein föst flétta þvert yfir hvirfilinn......


Og svo var lesið yfir henni um lífsins gagn og nauðsynjar....


og blessuð, blessað barnið.......



Skreyting a la Inga.... bara nett.....




fín fermingartertan úr Fellabakaríi....



og Kransakakan sem tengda mín gerði....




Gestabókina gerði fermingarbarnið sjálf en hefð er fyrir því í Seyðisfjarðarskóla að fermingarbörnin geri sína eigin gestabók... tær snilld...




táknræn fermingarmynd....




svona voru borðin dekkuð upp...


fermingarbarnið Marý Heiðdal....




við fermingarborðið.....


.......


Með gestunum ....


pabbi hennar Nönnu vinkonu skreytti fermingarkertið svona snilldarlega....



ÆÆ er þetta ekki að verða búið...????


langflottasti Magginn frændinn minn.... svo sætur....




fjölskyldan samankomin með fermingarbarninu.....



7 ummæli:

Goa sagði...

Æi...hvað ég er eitthvað stolt!!
Ég meina...sjá þessa stelpu!...hún er glæsileg!!
Hárið mjööög flott...Ingibjörg "allrahanda", þú ert frábær!!
Og bara allt svo fínt, skrautið, fólkið...já, bara alles!!
og ég með smá sting í hjartanu..oh, hvað hefði verið gaman að vera með..:)
Hjartansástarkveðja til ALLRA...
hafið það áfram gott og gaman og ...skilaðu til mömmu þinnar að þessa páskana verði hugsað heitt til hennar og...hamborgarahryggsins..:)
Puss og KRAAAAM...

Goa sagði...

...ég lét mála fyrir mig þessa spýtu með smá áminningu úr Hávamál...sniðugt, finnst mér..:)

syrrý sagði...

Flott veisla og frábær hárgreiðsla. Já Ingibjörg "allrahanda" Þú kannt þetta. Kveðja úr sólinni

Gusta sagði...

vá hvað þetta var allt flott hjá ykkur (þér) gaman að heyra hvað þetta var allt svona heima búið þarf sko ekkert alltaf að kaupa allt. Hárið rosalega flott kertið æði og auðvitað veislufönginn frábær þú ert snilli ég er með studentaveislu 24mai ertu laus þá???????? ég sé það að það var vitleysa að hamra ekki á mömmu að eiga fleiri börn langaði alltaf í góða systur bestu kveðjur austur Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Allt mjög glæsilegt eins og við er að búast frá þér og þínum. Til ykkra allra enn og aftur til hamingju með allt. Kveðja Inga Hanna og co

Sigga sagði...

Já það ættu allir að eiga eina svona Ingibjörgu allrahanda :)

Berglind sagði...

Þetta var æðislegt! allt og allir svo fínir og flottir,og allt svooo goootttt,en ég gleymdi að smakka á kransakökunni ER EITTHVAÐ EFTIR ???,ég fékk flog þegar ég fattaði það. knús