miðvikudagur, 12. mars 2008

undirbúningur... og englahugleiðingar..

Jæja þá er maður komin á fullt við að pakka niður og horfa í austurátt..mmmm hlakka til að hitta fjölskylduna og dekra við Marý og undirbúa ferminguna. Ég veit ég má ekkert fara á fullt en ég get allavega skipað fyrir það hefur yfirleitt gengið mjög vel hjá mér. Við leggjum af stað á laugardagsmorguninn héðan með Herjólfi Gubbólfsyni en sem betur fer er góð spá svo allt ætti að ganga að óskum. Við höfum bílaskipti við tengdapabba því hann á jeppa , svona just in case.
Var að baka síðustu 2 terturnar í morgun og henti þeim í frysti. Það voru 1 ferrer rocher terta og ein draumterta. mmm... og svo má ég náttúrulega ekki éta neitt af þessu. Æ so what!!! Maður tekur bara til við Pollýönu gömlu og segir "Æ Inga mín maður verður bara feitur af kökuáti" :=( Áður var ég búin að baka 2 daimtertur og 2 Magnúsarsælur alltaf jafn góðar. Svo er tengdamamma að gera eina Kransaköku fyrir mig sem ég ætla að taka með. Hún gerir bestu kransaköku sem ég hef smakkað. Ætli ég verði ekki að vera eins og aumingi til fara á fermingadaginn!! það eru öll sparifötin mín orðin leiðinlega víð. En ég á reyndar efripart ég verð þá bara á brókinni neðri partinn. Naaa... það er þá ekki hundrað í hættunni. Það verður að vera hægt að hlægja líka. Pæliði í því ef ég kæmi rosa fín að ofan í kirkjuna og svo ber að neðan thí hí... Það er held ég með verri martröðum sem maður gæti lent í. Ég hef stundum verið svo syfjuð þegar ég kem í vinnuna á morgnana að ég man ekki eftir að hafa klætt mig og ég lýg því ekki að ég hef litið niður eftir mér og hugsað "guð minn góður fór ég ekki örugglega í öll fötin í morgun" Jæja alltaf getur maður röflað um ekkert en það er allt í lagi ef mér líður betur á eftir. Þið fáið þá bara að taka þátt í klikkuðum hausnum á mér. Góða nótt englarnir mínir ég veit ekki hvort bloggað verður í næstu viku en við sjáum til. Ingibjörg Engilráð.


Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort til séu englar. Og þá hvernig þeir litu út. Kannski svona eins og ég teiknaði þá einu sinni ?? kannski...Maður veit ekki en ég er næstum viss um að það eru til einhverjar verur sem sumir sjá en aðrir ekki sem við myndum kalla engla. Ég á mér í huganum engla sem ég veit að eru að fylgjast með mér og mínum... Og ég er ekki að grínast mér finnst þeir alltaf vera 4 saman...Nei ég er ekkert klikk eða kannski smá. það er allt í lagi mér má alveg finnast þetta, það gerir engum neitt.
Þessar myndir standa á saumavélaborðinu mínu. Var að pæla í að henda þeim því mér fannst þær ekkert flottar og hvergi passa. En eftir því sem þær eru lengur þarna þá hefur mér farið að þykja vænt um þær... hmmm

3 ummæli:

Berglind sagði...

Ég vissi það!! þú sást ljósið!!! eða englana þína, það er það sama,ég sé þá oft en ég er líka kexrugluð og hef séð ljóóósiðððð...knús.

Goa sagði...

Hingað er svo gott að koma svona rétt fyrir svefninn!!
Flottur texti...ég staldraði vi í stund augnabliksins...og svo hló ég nátturulega helling..:)
Það er svo gott hvað þú ert mikið fífl!!!
I love it!!

Takk fyrir samtalið...akkurat það sem þurfti..:)
Knús í kílóum...ekki veitir af;)

Gusta sagði...

Gott að hafa fallega engla að vaka yfir þér bestu kveðjur Guðsteina