laugardagur, 22. mars 2008

Litli engillinn minn hún HIND....

Góðan dag þennan laugardag fyrir páska. Ég er eiginlega búin að vera hálfsofandi síðan í gærkvöldi.. Held að það sé jafnvel smá spennufall sem ég varð fyrir svona eftir allt stússið og undirbúninginn. Fórum samt ég og Sigga með stelpunum upp á skíðasvæði og þær fóru á skíði eða Fjóla á Bretti og Hindin mín á skíði og það í fyrsta skipti. Það gekk allt mjög vel hjá henni og hún fór meira að segja í barnalyftuna og alles. Renndi sér nokkrar bunur en datt svo í síðustu ferðinni og meiddi sig aðeins í fætinum. En ef verður gott veður aftur á morgun ætlum við að fara aftur. Ég fór síðan í heimsókn til hennar Gústu minnar mömmu hennar Gúu vinkonu. Hún er alltaf jafn hress. Mér fannst voða gaman að hitta hana. Heyrði svo aðeins í Nönnu og Kristjönu vinkonu og aðeins í Siggu fræ í Hveró... Þesari ferð lýkur svo á mánudagsmorgun þegar við leggjum af stað til eyjarinnar fögru í suðrinu sæla. Æ það er alltaf gott að komast heim þó að ekki hafi væst um mann hér á neinn hátt. Og já ég segi heim því í mínum huga eru Vestmannaeyjar heim núna og þegar ég er að fara á Seyðis.. Þá er það líka heim. Ég vona að þið borðið ekki yfir ykkur af páskaeggjum á morgun. Allavega er það ekki í boði fyrir mig að þessu sinni.. En munið það kæru systur að það sem er andartak í munni er ævilangt á mjöðm :=) knúsist og kyssist fram á rauða nótt kv . INGATekið frá ýmsum sjónarhornum...

af Hindinni minni á þessu....

fallega borði hjá henni....


Sigríði systur minni.....
Skuggi sólarinnar nær svo vel öllu fallegu í stofunni hennar....5 ummæli:

syrrý sagði...

Alltaf gaman að kíkja á Seyðis í nokkra daga. Gaman að Hind skyldi fá að prófa að fara á skíði en
afhverju skelltir þú þér ekki á skíði líka? hehe
Maður var alltaf á skíðum í gamla daga, myndi nú örugglega fótbrjóta mig í dag ef ég færi á skíði. Snjósleði er annað mál.
Fæ ekki heldur páskaegg, enda langar mig ekki í ( held ég hafi fengið ofnæmi fyrir þeim í den þegar p og m voru með heildsöluna) Páskakveðja til allra frá Hundakonunni.

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska þið öll á seyðis.....Sakna ykkar og hlakka til að hitta ykkur, bið að heilsa öllu. Bæbæ Inga Hanna og co

Goa sagði...

Fallegt borð, svo sannarlega!!
Mjööög flott!
Ég á líka svona mynd, litla af jólakorti...hún hangir á spegli hérna hjá okkur..:)

Góða ferð heim!
Puss...

Gusta sagði...

Krútt krútt Hindin þín. Það alltof stutt sem börnin eru krútt vaxin úr grasi áður en maður veit af góða heimferð bestu kveðjur Guðsteina

~~♥ Mamma Millan ♥~~ sagði...

Hejhej...tack själv för titten!!!!
så vackert!!!
Hoppas det vart en bra påsk!!!

__♥♥_♥♥
_♥♥___♥♥
_♥♥___♥♥_________♥♥♥♥
_♥♥___♥♥_______♥♥___♥♥♥♥
_♥♥__♥♥_______♥___♥♥___♥♥
__♥♥__♥______♥__♥♥__♥♥♥__♥♥
___♥♥__♥____♥__♥♥_____♥♥__♥
____♥♥_♥♥__♥♥_♥♥________♥♥
____♥♥___♥♥__♥♥
___♥___________♥
__♥_____________♥
_♥____♥_____♥____♥
_♥_______o_______♥
_♥_____=___=_____♥
___♥_____W_____♥
_____♥________♥
_______♥♥♥♥♥♥
~~~*GLAD PÅSK*~~~
Önskar Millan!!!!

Kram♥