laugardagur, 1. mars 2008

Heimkoman dásamleg...

Þá er ég nú komin heilu að höldnu heim til mín og er það ljúft. Svaf samt ekki vel í nótt en dóttirin tók ekki annað í mál en að hjúfra sig að endurheimtri móður sinni. Svo ég var dauðhrædd um að hún mindi sparka í magann á mér því hún er eins og hundrað manns þegar hún kemur uppí.Ég er alveg að fá leið á þessu fljótandi fæði og er heldur ekki nógu hugmyndarík... en það er vika í viðbót og þá má ég aðeins fara að þykkja þetta. Langar orðið að tyggja matinn minn :=) . Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir fyrir og eftir aðgerð. Hef svosem ekkert að segja í bili.... nema ég er glöð að þetta er allt afstaðið og mér líður vel . Takk fyrir öll commentin ykkar það hefur gefið mér svo mikið. Bless í bili INGA


Þetta er nú allt og sumt utan frá séð....
Beðið eftir aðgerð... með viltu vinna miljarð við hendina.

træ ... ræ ... ræ...eftir aðgerð


zz...zzzzzz....zzzzdaginn eftir...
5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga....Velkomin heim í heiðardalinn...hlakka til að sjá þig...kveðja Vala

Gusta sagði...

æ hvað ég skil þig að vera leið á þessu fæði en vikan verður fljót að líða getur farið að hlakka til að tyggja smá um mauk um næstu helgi hafðu það gott kveðja Guðsteina

Goa sagði...

Æi...darling!!
Flottar myndir!

Ég var akkurat að troða í mig fullt af prinsessutertu og tuggði extra...bara fyrir þig..:)

EEEn...hjá mér verður þetta ævilangt á mjöðm..:(
Svooo...ekki spá í þessa viku sem eftir er, heldur...hugsaðu um öll fötin sem þú ætlar að versla í vor þegar þú kemur til mín, með...ekkert á mjöðm!!!
OK!!!
Lots of love

Sigga sagði...

Hæ horaði humarhalinn minn.
Ég veit ekki með þetta mauk dæmi einhvernveginn finnst mér það hálf ógeðsleg tilhugsun. Maukaðar kótilettur, maukað brauð með osti, maukuð pizza.
Er að fíbblast í þér, það hlýtur að vera meira en að segja það þetta sullfæði alltsaman.

Gusta sagði...

hæ eru þið að snjóa í kaf þarna í eyjum mikið rosalega er ég farin að verða lang þreytt af þessum vetri vil fara að fá vorið og sumarið með blóm í haga cúsaðu þig uppí sófa í dag Inga mín og láttu þér ekki detta í hug að fara út í drullu veðrið bestu kveðjur úr snjókomunni í Hafnarfirði