þriðjudagur, 25. mars 2008

ferðasaga í stórum dráttum þann 24/mars.

Já það var kuldalegt að leggja í hann snemma að morgni annars í páskum. Ég ákvað að vera voða menningarleg og taka myndir á leiðinni en það var varla hægt að fara út úr bílnum fyrir kulda svo þær eru allar teknar inn í bíl. það svosem gerir ekkert til en hefði kannski séð betur í krummaskuðin á leiðinni. Sumt breytist aldrei eins og sjá má... Ég held svei mér þá að Seyðisfjörður standi flestum þessara litlu bæja á leiðinni hátt yfir höfði. Kl ellefu var hvergi hægt að fara inn til að pissa og hvergi hægt að taka bensín fyrr en á Höfn... Ég meina eruð þið að grínast.?? Ég hef farið þetta hundrað sinnum á sumrin og er þá opin hver hundakofinn á fætur öðrum alla leiðina. Nei en þegar allra veðra von er á veturna þá skulum við endilega hafa allt harðlæst og lokað svo við bara verðum bensínlaus og mígum í okkur til að halda á okkur hita...:) Myndirnar hér fyrir neðan sýna landið okkar fagra og hvað það getur verið kuldalegt á köflum.. Hugsum vel til okkar nánustu og göngum sátt til svefns.. Góða nótt. INGASeyðisfjörður í allri sinni tign með Bjólfinn gnæfandi yfir sér....
Svona leit nú fjarðarheiðin út á mánudagsmorgun....Chilli old weather...bbbrrr

Séð niður að Egilsstöðum... svosem ekkert að sjá ...


Reyðarfjörður var nú í eina tíð kallað skítabæli þegar ég var unglingur, mér sýnist það ekkert hafa skánað við þetta ljóta álversbákn....Fáskrúðsfjörður í fjarska....
Og Skrúðurinn rísandi úr sjónum......

Gamla franska sjúkrahúsið í Hafnarnesi.... kind of spooky......


Stöðvafjörður einhverstaðar þarna í mistrinu......eða muggunni....Vattarnesskriðurnar....ojjj hvað ég er alltaf hrædd að keyra þar....
Tilfinninginn er alltaf sú að enda þarna út í sjó í þessum fjan... skriðum..
Rétt fyrir utan Hornafjörð voru þessi hreindýr á beit... falleg dýr...
Veit ekkert hvað þetta fjall heitir en það er fyrir sunnan Hornafjörð....

Vatnajökull skríður fram á nokkrum stöðum á leiðinni... alltaf jafn fallegt að sjá það....

Í skaftafelli er litadýrðin eins og í máverki eftir Picasso..

Í Jökulsárlóni var svo friðsælt og engin á ferli... Ég held ég hafi aldrei keyrt þar framhjá án þess að væri ekki einhver þar að dást af útsýninu....Reynisdrangar við Vík í Mýrdal.... Fallegt á að líta....


2 ummæli:

Gusta sagði...

velkomin heim, rosa fínar myndir hjá þér teknar út um gluggann á bílnum alltaf gaman að keyra þegar veðrið er svona eða þannig ég verð alltaf svo sressuð þegar ég veit af einhverjum að keyra um landið í allra veðra von og allt lokað og læst gott að allt gekk vel hjá þér bestu kveðjur Guðsteina

Sigga sagði...

Maður fer bara að raula ...ísland er land þitt....

Hvað helduru að borgi sig að hafa opið fyrir þessa einu manneskju sem nennti að keyra út á land til að ferma fyrir systur sína.
Borga þeirri manneskju 100.000 kall (sorry borgum ekki meira á landsbyggðinni) fyrir að hafa opið svo þú gætir migið, svo tímir þú ekki einu sinni að versla við hana því það þarf allt að vera svo dýrt úti á landi vegna þess að þú ert sú eina sem kemur og verslar(kannski).

Og takk Inga mín fyrir að senda mér þessa ódýru sokka úr rúmfatalagernum (það kostaði 1000kall að senda þá í póskkröfu)

Þetta hefur sem sagt ekkert með systur mína að gera. Ég fékk einhverja landsbyggðar minnimáttarkennd við að lesa bloggið :)

Há dú jú læk æsland