þriðjudagur, 11. mars 2008

Vinir mínir eru demantar....

Gott kvöld allir vinir mínir og aðrir þeir sem inn kíkja.Það var svo gaman hjá mér í morgun. Ég fór út í skóla til að hitta börnin mín í 3.KM Það voru þvílík fagnaðarlæti að ég var rétt dottin um koll. Þau eru ekki alveg að skilja af hverju ég er ekki hjá þeim. Og ekki alveg að skilja þegar ég segist vera í veikindafríi ,af hverju ég sé þá ekki í rúminu.
Við vorum í bekkjamyndatöku sem gekk voða vel. Eftir hádegi fór ég svo til Önnu Lilju vinkonu minnar.Í gær kom Kristjana vinkona mín til mín. Svo var" Siggudagur" hjá mér það er önnur vinkona mín og við fórum til Nönnu vinkonu og þar á eftir til Ingu Hönnu vinkonu. Ég eiginlega komst að því í dag hvað ég á mikið af góðum vinum. Það er ekkert sjálfgefið að eiga góða vini og hvað þá svona marga eins og ég. Ég á nokkra góða vini hér í Vestmannaeyjum og nokkra góða vini á Seyðisfirði og nokkra vini í Reykjavík og eina góða á Akureyri og eina góða vinkonu í Svíþjóð...
Maður gleymir stundum að þakka fyrir góða vináttu og að vera svona heppinn. Hér með þakka ég fyrir góða og trygga vináttu í gegnum tíðina og vonast eftir út lífið að hún haldist . Sendi hér fyrir neðan lítið ljóð sem mér fannst segja allt sem góð vinátta þarf að hafa . Því ef við gleymum að vökva vináttuna þá visnar hún. Kærleiksfaðmur til ykkar allra mér þykir svo vænt um ykkur. Ykkar vinkona. INGA.





VINÁTTAN


Ég átti eitt sinn demant
glansandi og flottann
en dag frá degi dofnaði glampinn
á endanum hann dó.

Vinurinn dýrmætur er, sem dýrasti gimsteinn.
gættu hans vel því ekkert er eins dýrmætt
og vinurinn okkar.


Ég átti eitt sinn tré stórt og sterkt.
En vatnið gleymdist og
það bognaði hægt.
Á endanum það dó.


Vinurinn er sterkur.
Styður þig ef þarf.
En mundu eitt það gengur ei
Ef við gleymum að rækt´an
Ragnhildur Inga Sveinsdóttir
1985.




11 ummæli:

Goa sagði...

Til þín

Gleði þín er orkan mín...alltaf!
ég heyri hlátur þinn...
hann læknar grátinn minn.
þú ert í huga mér þegar ég sofna og þegar ég vakna.
útgeislun þín fyllir fjörðinn okkar fagra...
Því hvert sem þú ferð, fylgir sólin á eftir!
Elsku Inga...takk fyrir að þú ert vinkona mín!!!

Nafnlaus sagði...

buhu...buhu... Nú græt ég demöntum.. Kv INGA

Anna Lilja sagði...

Elsku Inga mín.
Það er alveg satt hjá þér að það er yndislegt að eiga góða vini, og mér finnst ég svo rík að eiga þig sem vinkonu. Ég ákvað að þar sem þú varst með ljóð þá set ég hér eitt ofsalega fallegt ljóð.
Elsku Inga mín, takk fyrir að vera til og fyrir að vera vinkona mín.

Gjöf
Ég veit ekki hvort þú hefur
hug þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.

Ástúð í andartaki
augað sem glaðlega hlær
Hlýja í handartaki
hjarta sem örar slær

Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)

Nafnlaus sagði...

þarna spruttu fram enn fleir demantar... Sko sjáiði bara hvað ég er rík að eiga ykkur fyrir vini...snökt..

Gusta sagði...

Það er ekki hægt að toppa svona góða penna eins og Gúu og Önnu Lilju.En ef þú hugsar afhverju á ég svona fína vini er ég þá ekki æðisleg.Eg vona að þú hafir hugsað til mín þegar þú talaðir um vini í Rvk en ég bý nefnilega í Hafnarfirði nei djók ég alla vega tel með heppna að vera búin að þekkja þig síðan ég man eftir mér deilt með þér ýmsu, tyggjó þar af meðal knús og kossar frá mér

Nafnlaus sagði...

hahahahaha... að sjálfsögðu ertu þarna á meðal gamla mín...

Goa sagði...

Ohhh...ég man tyggjóið!!!
gleymist aldrei!!!

Sigga sagði...

Æ það er erfitt að lesa svona falleg orð með Simpsons beljandi undir í sjónvarpinu.

Ég er ekki viss um að margar systur séu eins góðar vinkonur og við. Ég gæti ekki verið ríkari að því leyti.

Ég óska þess að dætur mínar verði jafn góðir vinir. Því er ekki að neita að það fer ekki mikið fyrir því núna.
En manstu :) það er ekki öll nótt úti enn.

Kveðja Sigga systir

inga Heiddal sagði...

bíddu bara það kemur sweskjan mín...

Berglind sagði...

þar sem ég þykist nú vera vinur þinn þá segi ég takk fyrir að vera vinur minn og koma mér til að hlægja reglulega.kús berglind

Nafnlaus sagði...

Verði þér að góðu Berglind mín...