þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Allt fram streymir...

~~**~~

...Bæði úti og inni. Úti er suddi og þoka og það bara birti ekki í dag svo að ég var glöð yfir að vera búin að setja upp nokkrar seríur og gat haft kveikt á þeim í dag og notið jólalegs andrúmslofts hjá mér. Já ég segi allt fram streymir bæði úti og inni því að jóladótið mitt streymir nú úr skápum og kössum og ég get bara ekki hætt. Er reyndar að færa til hingað og þangað um húsið eins og mér er einni lagið og áfram heldur augnaráð bóndans að stinga mig í bakið. En hann hefur lært það í gegnum árin að opna ekki munninn vegna alls þessa. Því hann veit að þýðir ekkert . Gæti nefnilega farið svo að ég myndi byrja að skreyta í júlí svo mikil er þrjóskan í henni freku mér.!! Búin að vera dugleg bæði í ræktinni og sundi svo að sál mín og líkami er í góðu jafnvægi. Nýt þess að vera heima og hugsa um heimilið mitt og að ég tali nú ekki um nýja eldhúsið mitt. Fer þangað reglulega bara til að athuga hvort það sé ekki örugglega þarna.. Eftir sundið í kvöld kom ég við hjá Nönnu vinkonu og drakk tvo góða kaffibolla hjá henni. Það er langt síðan við höfum hist yfir bolla og kjaftaði á okkur hver tuska svo mér var hálf illt í kjálkunum þegar heim var komið. *glott* Læt staðar numið núna og kveð að sinni. Góða nótt. Inga innipúki...
~~**~~

Hindin mín komin í glugga í sjónvarpsholinu...
Snæfinnur snjókall... Passar nýja eldhúsið mitt....

Átti smá innleggsnótu í Húsasmiðjunni og varð að eyða henni í þessa snjódranga....Er það ekki fínt orð á þessa ....??


Setti seríu á stöngina og er hún náttúrulega allt önnur fyrir vikið...

~~**~~

7 ummæli:

Synnøve. sagði...

God jul på dig, fniss.....
Är likadan med julpynt, men har inte börjat än.
Ska strycka julgaradinerna till köket nu i veckan och få upp dom ialla fall. Sen kommer tomtar och änglar fram allt efter vart.
Så fint du gjort det.
Tror vi två skulle kunna dekorera ett helt varuhus utan problem haha.
Vaken inatt och jobbar.
VIll sova.
Har ca 3 minusgrader ute, men ingen snö. Hoppas det kommer lite snart.
Ha det så gott nu min vän från sagoön.
Kramen Synne.

Goa sagði...

Thetta er bara svooo fallegt og fínt ad ég er med heimthrá!
yndislega jólalegt! Nú aetla ég ad byrja um helgina!

Koss og knús...

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Þú komst mér í jólaskap Inga,´allt mitt jóladót er nefnilega í sk jólatösku, gömul taska sem afi minn átti, og ég hef alltaf haft seremoníur fyrir börnin þegar ég opna hana, og í henni eru líka jólageisladiskarnir mínir, inklusive Páll óskar sem ég bara elska, (og maðurinn minn þolir ekki) og um helgina styllti ég bara þín jólalög í hátalarana mína, puntaði soltið, tók til, hugsaði til Íslands, og að í Vestmannaeyjum er kona sem mér finnst ég þekkja, en hef aldrei hitt. Þú gerðir mig glaða,
og ps þetta með jóladótakeppnina milli okkar, ég segi mér úr henni, því ég og Brynja lágum saman uppí rúmi um daginn og skoðuðum bloggið þitt afturábak og þá sá ég strax að þú munt vinna mig, og ég þoli ekki að tapa, þannig að ég passa bara,mun samt setja inn myndir um helgina af jólapuntinu mínu, stakk upp á því áðan að skreyta jólatréð ekki á þorlák heldur bara miklu fyrr, féll ekki í góðan jarðveg.
bless i beli
Tobba

Nafnlaus sagði...

Sælar mín kæra.
OOOOOOooohhhhhhhhhh hvað það er orðið fínt hjá þér. Jólaskrautið mitt verður óvenjuseint á ferðinni þetta árið nema húsbóndinn taki til hendinni þar sem ég er búin að lofa að vera stillt og prúð á meðan ég næ fullum bata. En ég kem sko bara í jólin til þin Inga mín. Var að fá snúllann minn úr kirtlatökunni áðan og það var svoooo gott að fá hann og þá báða heim, auðvitað bóndann líka thíhí.
Kossar og knús í efribyggð frá heilsubælinu í neðribyggð Þín Anna Lilja

brynjalilla sagði...

oh hvað þetta er falleg hjá þér, vildi óska þess bara að það kæmi snjókoma og fílingurinn væri í höfn.

Ætla að taka upp jóladot um helgina, er í keppni við Tobbu

Sigga sagði...

Hei sys

Svooo fínt hjá þér systir sæl.

Hindin frábær.

Snjódrangarnir "lovely".

Sannkallað jólahús.

Knús, sys

Nafnlaus sagði...

Já ef maður fær ekki jólafílinginn núna þá er manni ekki viðbjargandi, þetta er náttúrlega bara fallegt hjá þér, enda ekki von á öðru. Stelpurnar mína hlusta bara á Strumpajól, mjög skemmtilegt, það er það eina jólalega hjá mér...fyrir utan jólarósirnar...kannski maður fari að kíkja á háaloftið og ath. hvort jóladótið sé heilt eftir skjálftann í vor hmmmm....
kys og knus
Ólafur Björn Selfyssingur með meiru