fimmtudagur, 20. nóvember 2008

Jólamyndataka...

~~**~~

Helloj...
Fínir dagar þessa dagana. Ennþá í miklu jólaskapi og fór gærkvöldið í að reyna að fá góða mynd af Hindinni minni til að setja í jólakort. Síðustu 4 ár hefur hún þurft að príða kortin ein en trommarinn bróðir hennar er orðin of mikill töffari fyrir svona lagað. Gerði víðreist í dag og fór í lit og plokk og þvílík framköllun á einni konu sem var orðin eins og ghost í framan. Fór síðan til Önnu Lilju vinkonu og færði henni og hennar yngsta syni smá lasarusagjafir því þau voru bæði að koma af spítala. En eru óðum að jafna sig eftir kirtlatöku og gallblöðrunám. Óska þeim góðs bata. Kom síðan heim og er að hugsa um hvað ég geti gert meira tengt jólunum. Fann ekkert í bili svo ég spreyjaði bara Noel jólailminum mínum um allt hús. MMMM... Það er svo góð lykt. Vildi að hægt væri að senda ´þann ilm með þessari færslu en svo fullkomin er veröldin ekki orðin. Vonandi verður það heldur aldrei því annars væri kannski hægt að senda manni skítafílubombur í email... Það vill ég ekki. Ekki nema kannski þeim sem manni er illa við. thí hí. En sem betur fer á ég enga óvini. allavega ekki neinn sem ég veit um. Er að hugsa um að fara í kreppupartý annaðkvöld hjá skólanum. Við vorum vinsamlegast beðin um að koma með tóma glerkrukku með okkur. Ekki veit ég til hvers nema kannski til að drekka úr. VIð sjáum til. Segi ykkur frá krukkunni í næstu færslu. Kveð að sinni og fariði nú að skreyta hjá ykkur. Kv INGA Yfirskreytingameistari.

~~**~~











Allar bara nokkuð góðar en svo er bara að velja...


~~**~~

8 ummæli:

Hanna sagði...

Flottar myndir af englinum þínum Inga mín.

Nafnlaus sagði...

Falleg stelpa, flottar myndir.

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir af henni(Gíslínu)Hind
Það verður gaman að sjá hver verður fyrir valinu.
Knús Sigga fræ í Hveró

Sigga sagði...

Allar fallegar enda myndefnið fallegt.
Knús Hindin mín.

Sigga sys

Ásgerður sagði...

Oh, fallega Vigdís Hind! Skilaðu góðri kveðju til hennar frá mér! Efsta myndin er algjör klassík
Góða skemmtun í jólagírnum...enginn svoleiðis lúxus hjá mér í bili enda kunna Englendingar ekki að skreyta almennilega! Nema þá í búðum kannski.
Bestu kveðjur!

Nafnlaus sagði...

Alltaf mikið af fallegum myndum á þessari síðu og tónlistin yndisleg! Dettur í hug svona gamaldagskökuboxamyndir eða vintage jólakort þegar ég sé efstu myndina af heimasætunni. Maður fær jólin beint í æð að koma hingað!
Til hamingju með eldhúsið bara flott.

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga mín...nú fer ég alveg að koma og kíkja á þig í einn kaffibolla...mér finnst tvær efstu myndir mjög góðar, þótt þær séu það nú allar..mikið er orðið jólalegt hjá minni!knús...kveðja Vala:-)

Synnøve. sagði...

Sæl Inga.
Må skjerpe meg nå, med den islandsken min.
Finner ikke noen go språkkurs.
En sån fin liten engel du har på bildene.
Hun julpynter fint.
Det første bildet likte eg så godt.
Du må være glad og stolt over ungane dine.
Var redd om dem.
Så bra du fikk til den julenedtellingsdingsen hehe.
Det tog en stund før eg klarte å finne ut hvordan, men den er nå der.
Eg ska skrive en litt lang mail til deg, eller kanske eg skal gjøre det som brev....
Det blir brev.
Alltid morsomt å få brev i posten.
Håper alt er godt med deg og familjen.
Hilsen en som er glad i en god vennine.
Synne.