mánudagur, 24. nóvember 2008

Ný vika og nær dregur jólum...

~~**~~
Góðan dag... Eftir erfiða helgi.
Fór á föstudaginn í aldeilis gott og skemmtilegt partý og jú viti menn við áttum að drekka úr glerkrukkunum sem við áttum að koma með. Sem betur fer þá fór ég með þessa líka fallegu og nettu krukku undan sykurlausri sultu og gat drukkið rauðvínið mitt þá eins og manneskja. Laugardagurinn var svolítið erfiður en ég lifði hann af. og allt er í góðu núna. Ég er búin að búa meira og minna uppi á spítala síðan fyrir helgi því það kom jú í ljós að ég var allt of lág í járni og er þess vegna verið að dæla í mig því glundri núna á 3 daga fresi í 2 vikur. Vonandi fer ég þá að geta hallað mér upp að vegg án þess að byrja að hrjóta. Er reyndar öll útstungin eftir daginn í dag. Það hefur ekki verið svo auðvelt að mjólka úr mér blóði hingað til og enn verra er það þegar ég er svona lág. En þetta tókst eftir 4 tilraunir og ber ég þess vel og vandlega merki. Var svona að reyna að leggja lokahönd á skreytingar hússins í dag þar sem ég verð sennilega full líka um næstu helgi... Ég veit ekki hvar þetta endar. En það verður bara að koma í ljós. Þá fer ég á konukvöld í Höllinni og sér Páll Óskar um fjörið fram á rauða nótt. Beggi og Pakas eru veislustjórar svo að þetta verður allt voðalega hommalegt. Skrýtið að við konurnar skulum alltaf hópast í kringum þessa homma. Hér fyrir neðan eru myndir af jólunum mínum eins og þau verða í stórum dráttum. En ef ég þekki mig rétt þá á ég nú eftir að bæta einhverju við.. Úr nógu er að moða. Eigið gott kvöld í faðmi fjölskyldunnar. Ingibjörg járnlausa.

~~**~~


Englarnir mínir. trrommarinn og Hindin....
Búið að bæta aðeins við ljósin í stofunni...

á nú eftir að breyta þessu eitthvað...


Eins og þeir segja í Sweden... Gleðileg....



jól....


Séð út um tölvuherbergið... Þetta er allt sem þið sjáið nokkurn tímann af því....

Snjókarlarnir búnir að fá nýjan stað í jarðríki mínu....


Sigga systir málaði þessa flottu kirkju um árið og gaf mér....Fuglahúsið er keypt í Dublin í einu af mínum mörgu kaupæðum...

Gerði þennan í fyrra....



Smá breyting hefur þarna átt sér stað....


Og þarna.....


Saumaði þennan fyrir mörgum árum og finnst hann alltaf svo flottur....

~~**~~

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara flott,ég er að hugsa um að fresta jólunum um óákveðinn tíma því ég nenni þessu ekki í þetta sinn,eða hvað? XOXOXOXO
Sigga fræ

Goa sagði...

Gleðileg Jól dúllan mín!

Oh, það er svo gaman að dunda þetta, yndislegur tími! Meira að segja smá hvítt úti...lovely!

Knús og klemma til þín...

Nafnlaus sagði...

MMMMMMMMMM svo flott og fínt eins og allt sem þú gerir Ingan mín.
Er aðeins farin að skreytast, en einhver jólaálfur hefur fengið jólagardínurnar lánaðar þannig að það verður væntanega smá breyting í eldhúsinu, alla vega þangað til þeim verður skilað ;-)
Það verður náttúrulega örugglega frábært á konukvöldinu og vona ég að ég verði orðin hressari, því ekki ætla ég að biðja þig að drekka fyrir mig líka því það myndi enda með ÓSKÖPUM, múhahahahahaha.
Vona að þú farir nú að hressast mín kæra.
Kær kveðja í efri byggð.
Þín bestasta besta Anna Lilja

Synnøve. sagði...

Mera julpynt ja....
Jag ser det haha.
Själv ska jag sätta upp julgardiner i köket nu. Mitt i natten.
Kramen på dig.
Synne.

Sigga sagði...

Flott hjá þér fraukan þín.

Knús, sys

Nafnlaus sagði...

Einu sinni þurfti ég að fá járn vegna ofnæmis í blóði það var endalaust gert grín að mér dóttir járnsmiðsins í járngjöf!!
Ég saumaði líka nokkra svona jólasveina Ragna á alla vega einn Helena og litla systir og einn varð eftir hér.Þarf að fara að ná í mína XXX einn jólakassa inná portið.

Synnøve. sagði...

Hej på dig vännen.
Nu har jag åkt skidor till Island bara för att jag vill ge dig en sak.
Den finns på min blogg.
Så kom och hämta.
Kramen från mig.
Synne.

Nafnlaus sagði...

Sko ef maður var ekki komin í jólastuð þá fór maður í það núna.
Þú átt æðislegt heimili og afar smekklegt.
Farðu nú vel með þig skjóðan mín.
Þín Milla.:):):)remeds

Goa sagði...

hún vill að...
þú náir í nárann á Níelsi ...og otir svo að honum tota. Tuskir hann til og teljir trommutaktinn, áður en aldraður aðilinn eldist of mikið til að tjútta í takt við tímaglas...:)

Neiii!...bara bull..;)
...hún var að gefa þér award...þetta seinna í blogginu hennar. Hún fór á skíðum til þín..:)
Og skemmti sér tralalala...
til hamingju með það!
Koss og klemma...

brynjalilla sagði...

falleg eru jólin þín, öfunda þig bigtime að vera að fara á konukvöld með PÓ, sé mig þarna í anda með mér, Tobbu og Gúu jíhaaaa

brynjalilla sagði...

ég með mér, það er naumast hahahha meinti auðvitað þér

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Gaman að kúka svörtum kúk, vegna járnmixtúru, en rauðvín gott við blóðleysi,þó í hófi, fáðu þér rúsinur og rautt nautakjöt því það er nú væntanlega svo ódýrt núna.
Brocholi er víst járnríkt, reyndar sleppti ég allri næringarfræði í læknisfræðinni, mæli með öllu góðu í hófi,
Tobba, ps vinkona mín fór á algeran bömmer í menntó þegar hún komst að því að goðið hennar Páll Óskar væri gay, allir aðrir í skólanum vissu það nema hún.