mánudagur, 10. nóvember 2008

Komin heim með slitna skó...

~~**~~
Úff og púff hvað var gott að koma heim!!!!
Er gjörsamlega gengin upp í hársrætur svo ekki sé meira sagt. Byrjaði meira að segja að slíta skónum í Herjólfi sem ég ætlaði að vera á allan tímann . Þ. e. sléttbotna leðurstígvélum nýlegum sem þurftu endilega að slíta rennilásnum og ég varð að plampa um á sjö cm háum hælum í staðinn alla helgina. En það hafðist og ég var fyrir vikið aðalpæjan á Reykjavíkursvæðinu. Byrjaði reyndar ferðina á Reykjalundi þar sem farið var yfir mín mál og gekk það allt saman vel... Var því mjög fegin. Fór öðru hvoru alla helgina til bróður míns og hans hjásvæfu og spillti frumburði þeirra fram og tilbaka. Hann er alveg yndislegur. Gömul sál segi ég þar sem hann náði með augnaráði sínu að lesa mann fram og aftur fimm of hálfs mánaða.
Ég hitti náttúrulega móður mína og fórum við hamförum í búðum eins og okkar er von og vísa eða mín öllu heldur. Þar sem ég er sannfærð um að hún hefði ekkert keypt ef ég hefði ekki verið með. En mér tókst að láta hana eyða fúlgu fjár og kaupa allar jólagjafir sem hún og faðir minn gefa þetta árið. Vona að allir verði ánægðir. Ég féll náttúrulega fyrir jólaskrautinu enn eitt árið og keypti það í bílförmum.. Til að geta það var auðvitað ákveðið að skipta um þema og varð hvítt og fjólublátt fyrir valinu. Ég keypti síðan það sem vantaði til að toppa eldhúsið t.d. ljós sem okkur Hindinni minni þótti mjög flott. Sýni ykkur það þegar mjói minn hefur fest það upp. Eitt og annað þurfti ég hjá skítafyrirtækinu Íkea en þar var ekkert til frekar en fyrri daginn og fór ég tómhent þaðan eftir að hafa hangið í röð hjá þjónustufulltrúum eldhúsinnréttinga í 45 mínútur. SKÍTAFYRIRTÆKI.
VIð Hind og frænka hennar fórum í bíó að sjá Highscool musical3 það var gaman fyrir mig að horfa á Hindina horfa á myndina.. (HA ha flott rím) þar sem hún skemmti sér konunglega. Á sunnudeginum fórum við svo til Hveragerðis til Siggu fræ eins og ég kalla hana og vorum við þar í góðu yfirlæti þangað til við fórum í Herjólf Gubbólfson. Alltaf svo næs að koma til hennar og finnst mér alltaf eins og ég sé komin heim þegar ég skríð þangað inn. Takk fyrir okkur fræið mitt. :=) Frétti þar að áhangendur ættarinnar úr báðum liðum væru að skoða síðuna mína reglulega. Það finnst mér gaman en enn skemmtilegra væri að fá komment öðru hvoru bara svona til að kvitta. Þú vinkona Siggu fræ og Soffía frænka koma svo... Kvitta ... kvitta.... Thí hí. En jæja nóg um allt þetta í bili ætli ég verði ekki að reyna að ganga frá eftir ferðina ógurlegu svo ekki tefja mig lengur. Bið að heilsa í bili og læt heyra í mér von bráðar. Tjingeling INGA úrsérgengna.


~~**~~


Friðrik litli langflottasti...
Jenný Lovísa Reykjalundsvinkona. Hey þú ég fer aftur þann 15 des ef þú vilt breyta tímanum þínum...

mmmm.... næslegheitin hjá Siggu fræ....

Sigga og Hindin...kósýheit alltaf við eldhúsborðið hennar...

Fína kertaborðið hennar sem er svona fjölskyldusamvinna... Pabbi smíðaði undirstöðurnar, held að Gullý frænka hafi búið til litlu stjakana og Sigga kveikt á kertunum... Thí hí.

~~**~~

12 ummæli:

Sigga sagði...

Hæ húmbúkkið þitt.
Það er eins gott að þú hafir látið ættmóðurina kaupa eitthvað almennilegt handa mér og mínum !!

Þú og þitt jólaskraut.

Don´t get me started on High school musical númer þrjú. Jahérnahér þetta glymur í öllum hátölurum í öllum tækjum á heimilinu og ef kemur smá pása þá tekur ABBA myndin við. Kræst, enöff is enöff.

Knús sys.

Nafnlaus sagði...

Æ krúttið mitt takk fyrir komuna
Þið mæðgur eruð flottastar
Knús Sigga fræ í Hveró

Nafnlaus sagði...

Hellú... þori ekki annað en að kvittan hérna eftir þessa áskorun. Annars gengur Sigga fræ í Hveró undir nafninu Sigga á horninu eða Sigga systir hjá mér og mínum og þú Inga ert ,,frænka mín í Vestmannaeyjum" :) :) en það er alltaf svo gaman að kíkja hér inn bæði skemmtilegur texti og flottar myndir.
Kv Guðbjörg í Hveró.... vinkona Siggu fræ í Hveró :) :)

brynjalilla sagði...

mikið skil ég þig í jólaskrautinu, hlakka svo til að kafa ofan í jólakassana mína, þeir eru óteljandi. Annars mikið er myndin sæt með rjómafernunni, hún vakti með mér íslandsþrá og ég hugsaði til ömmu og gamla daga.

inga Heiddal sagði...

Vertu velkomin á síðuna mína og takk fyrir kommentið Guðbjörg fræ.. í Hveró:=) kv INGA

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Hejsan Iceland Vestmannaeyjar

Gardinurnar mínar eru keyptar hjá Laura Ashley í Reykjavík, voru nebblilega ódýrari þar en hér fyrir Kreppuna miklu.
Mun ALDREI losa mig við þær, þegar búið að kvikna í einni og mamma sendi mér nýja strax, nú held ég reyndar að kisulóran mín hafi nú aðeins laskað þær.
Bið að heilsa þjóð minni á þessum síðustu og verstu tímum. PS ég elska líka unglingamyndir, sérstaklega ef ein stúlkan er ófríð og svo verður gert make up og svo verður aðal gaurinn í myndinni skotinn í henni og ekki chearleader gellunni sem var bara sæt og vitlaus.
Tobba

MiaMaria sagði...

Hej Inga!


Så fint det blev i ert kök vit och vackert...vackra skåp och ett så fint matbord!

Hopppas allt är bra med dig!

HA´en fortsatt bra vecka!
MiaMaria

Synnøve. sagði...

Hei på dig bästevännen.
Läser och läser.
Letar språkkurs igen.
Men det ska lösa sig. Lovar det.
Fina bilder från din Reykjaviktur.
Ska försöka få tid att skriva en mail.
Ha det så bra nu.
Klems från nabolandet.
Synne.

Lilla Blanka sagði...

Hej Inga!

Tack för besöket!
Jag vet inte om det är tradition med valnötsbröd till jul direkt, men jag tycker det är sååå gott :)

Åh vad go han ser ut lille Fridrik..som en solstråle!

Kram goa vän!!!
Mia

Nafnlaus sagði...

Hæhæ þegar ég fór að skoða myndirnar betur þá datt mér í hug auglysing frá Osta og smjörsölunni
Knús Sigga fræ

inga Heiddal sagði...

Hahahaha... Þú ert snillingur Sigga fræ... Knús INGA

Hannele på Hisingen sagði...

Kul att du hittade min Julblogg, jag har läst nordiska språk, ska försöka förstå lite ;)