föstudagur, 14. nóvember 2008

Vinátta... það er allt sem lífið snýst um...

~~**~~
Til umhugsunar á þessum guðsvolaða tíma. Förum eftir þessum orðum og þá mun allt ganga betur.

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
~~**~~
Smá innlegg fyrir ykkur inn í helgina. Það var þreytt lítil stúlka sem eftir skólavikuna steinsofnaði í sófanum kl 1 í dag. Ég leyfði henni að sofa þangað til komin var tími til að fara á fótboltaæfingu... Hugsandi um það að þá myndi hún aldrei sofna í kvöld. En hvað með það þó að það komi einstöku sinnum fyrir og það er nú föstudagur. Svo eru nokkrar myndir af litla dúsk hans Gústa bro sem teknar voru um síðustu helgi. Hann er algjör draumur litli engillinn með gömlu sálina. Titektardagur á morgun og ætla líka að stelast til að byrja að skreyta ... Bara smá. Mér er alveg sama þó þið haldið að ég sé geðveik því ég er eiginlega hjartanleg sammála ykkur þar. En mér líður svo vel með það að mér gæti ekki verið meira sama :=) G'oða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr ef þið ætlið í þá áttina. Kv INGA yfirnáttúrulega.
~~**~~

Hindin mín dauðþreytt eftir erfiða skólaviku....
Friðrik litli að myndast við að borða sjálfur...

Eitthvað finnst mér þeir feðgar nú í skítugum bolum... :=)

Ég , Hindin og dúskur litli... Og smá vömb á frúnni... Hún er alveg að fara:=)

Amma Gulla að kafna úr monti með dúsk litla...


Hindin að fylgjast með Friðrik velta sér fram og til baka...

~~**~~
~~**~~

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mesta krútt, hann dúskur, var hann ekki búin að fá nafn annars?? og takk fyrir fallegar vísur, fæ þær örugglega lánaðar.

Synnøve. sagði...

Hej goa du.
Fina bilder på barnen. Är det din man på bilden?
Sitter och fryser och mår inte bra. Förkylningen vill inte släppa.
Ska till Sverige och handla idag.
Det är alltid skoj.

Ha nu en fin lördag vännen.
Kramen från nabolandet.
Synne.

Sigga sagði...

Svo fallegt ljóð, hver samdi ?

Ég hefði örugglega sofið betur ef ég hefði hunskast í tölvuna í gær :)

Knús sys