miðvikudagur, 12. nóvember 2008

Afsakið...

~~**~~

... En ég bara fæ ekki nóg af að punta nýja eldhúsið mitt!!!! Er þar öllum stundum og þá líka bara til að gera ekki neitt... bara svona að horfa á það. Það er gott að vera glaður og ánægður með sitt. Nú er það komið svo að ég er nánast ánægð með hvern einasta fersentemeter í húsinu ... allavega á efri hæðinni. Þvottahúsið og bílskúrinn kemur mér helst ekkert við. Luktirnar hérna fyrir neðan eru besta gjöf sem ég hef fengið í langan langan tíma. En trommarinn sonur minn gaf mér þær þegar hann kom í heimsókn fyrir 2 vikum síðan. Þykir svo vænt um þær. Takk engill. Hef verið heima í gær og í dag með allt of háan blóðþrýsting og járnskort... Þessi tími mánaðarins ef ykkur langar til að vita það:=) Var í blóðprufum í gærmorgun og þessháttar ... og er eiginlega orðin svolítið þreytt á þessu að geta varla hreyft höfuð frá kodda yfir þennan tíma. En ég er bjartsýn á að þetta verði nú allt til bóta á næstunni. Eigið gott kvöld í faðmi ástvina Luv ya all. Kv INGA

ps: Var aðeins að reyna að gera síðuna jólalegri og það eru falleg jólalög eins og Oh holy night í mörgum útgáfum á síðunni núna en það er mitt uppáhaldsjólalag. Þið getið valið ykkur lag með því að skrolla niður og ýta á lag sem ykkur langar að hlusta á.
~~**~~

Luktirnar góðu....
frá trommaranum mínum. Knús til þín...

nýja eldhúsljósið mitt.....


Brennivínsbirgðir fjölskyldunnar....(frekar slappt)

Dásamlegur jólailmur með kanil og eplum... já ég veit ég er geðveik....

glugginn í vinnuplássinu án flass...
með flassi...

fer vel gamli (nýji skápurinn )minn þarna á veggnum finnst ykkur það ekki??
sætt kertahengieitthvað sem ég keypti í bænum um helgina...

Nýja ljósið mitt í borðkróknum...
~~**~~

5 ummæli:

Sigga sagði...

ROSA, ROSA FLOTT SYSTIR SÆL.
Já það er að hellast yfir mann jóla, jóla.

Þessi lög fá mann gjörsamlega til að væla og langa til að skreyta.

Knús sys

Nafnlaus sagði...

Svo flott svo flott mér finnst ég finna hreingerninga og jólailm
Alveg dásamlegt
Knús úr Hveró Sigga fræ

Goa sagði...

Svooo flott Ingan mín!
Kannast nú eitthvad vid loftljósid..:)
Kósy, mysigt! og svo jólalegt!

Hajrtanskvedja frá mér med gubbuna..:(

OBS! du får en strumpa..OK!

Synnøve. sagði...

Godmorgon min goa vän där långt ut i havet.
Sitter och ser ut över mitt ruggiga och regniga Digernes just nu.
Så klickar jag upp din blogg och möts av detta.....
Ljus i alla format....
Blev så varm inombords.
Din header är så enormt fin.
En härlig start på fredagen.

Hoppas det är bra med dig och dina.
Sänder en varmt kram till er från mig här.
Synne.

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Voða sætt og bara bling bling út um allt það er sko að minu skapi, legg til að við förum í jólaskreytingarkeppni þú ég Brynja og Gúa, svona til að sjá hver á mest jólaskraut, þori að veðja að ég vinn, ég get endalaust keypt jóladúlleríseitthvað. Er komin með nokkrar kúlur í skál, og smá eitthvað víradrasl sem stendur JUL í gluggan, stóra glimmer snjókornastjarnan mín hangir nú enn úti glugg frá því í fyrra.
blessi beli þín Tobba