sunnudagur, 18. maí 2008

Ævintýralegur dagur....

Já gott kvöld... Ég er svo uppgefin eftir daginn að mér langar helst til að henda mér fram af einhverju.... Dagurinn byrjaði snemma miðað við laugardag.. á að við bjuggum okkur í okkar fínasta púss. Við Hind til að fara á danssýningu hjá skólanum þar sem hún átti að sýna og Mjói maðurinn sem ég bý með til að sýna sig á útskriftardegi stúdenta vegna þess að það eru 20 ár síðan hann útskrifaðist..þ.e. árgangurinn hans. Á eftir var svo farið út í grunnskóla til að skoða afrakstur vetrarins hjá heimasætunni. Svo var árgangurinn hennar með atriði, mjög flott. þau höfðu búið til trommur í tónlistatímum og sýndu svo flott trommuatriði næstum því 70 saman en svo stór er árgangurinn hennar. Þar á eftir eða um 4 leitið fórum við í útskriftarveislu og vorum þar til 17:30 . Þá þurfti ég að flýta mér heim til að skipta um föt því óvissuferð kennara og starfsfólks grunnskólanns var í þann veginn að hefjast. Ég var komin þangað kl 18:00 og var í rútuferð og hlaupandi út um víðan völl að finna einhverja hluti og leysa einhverjar þrautir langt fram á kvöld. Það var því kærkomið að koma heim fyrir miðnætti ( gat ekki meir ) og hvíla sig. Ég er reyndar búin að geispa áttahundruð fjörutíu og þrisvar síðan ég kom heim og því held ég að ég verði að fara að halla mér. Ég bið ykkur guðs blessunar á þessu indæla laugardagskvöldi og vona að þið sofið fram eftir rétt eins og ég ætla mér að gera.. Góða nótt.


Snúllan mín að dansa við sinn dansherra . Þau voru svo sæt saman
í jævinu... Kári og Hind í góðum gír í cha cha cha...

Þarna var svo byrjað að berja bumbur á fullu...


Margt um manninn á skóladeginum....



eitthvað skemmtilegt um að vera....

allur árgangurinn samankomin á sviðinu sem þó var ekki stórt...

2 ummæli:

Goa sagði...

Näuna eru bara 18 dagar!!!

Flottar myndir!

Klemmma...

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ ,og takk fyrir kveðjuna á Bl . og til lukkku með daginn þinn 14 mai ,ég mundi nú alveg eftir honum ,var ný búinn að tala við Ásdísi systur mína um það að við ættun 3 gamlar vinkonur afmæli í mai Hella G er líka í mai. Thí hí já ég man nú alveg eftir því í gamla daga þá var nú ýmisslegt brallað ,man þegar við drukkum kaffi stórt glas og dýfðum kexinu í og settum líka jólaköku út ;-/ég er nú stundum að spóla til baka þegar við vorum litlar ;-) gaman þá... En rosalega ertu orðin flott ,varst nú flott en lítur rosalega vel út núna bara beib;-)sé að þér líður bara vel og gaman að lesa bloggið þitt ,þú ert nú alltaf sami prakkarinn ;-) en ok ,sjáumst kannski í sumar ? kannski skellir maður sér til Veyjar ;-) bæ í bili . Inga Ósk