laugardagur, 24. maí 2008

Svefnleysi og flottar myndir....

~~**~~

Hvað segir maður núna??? Góða nótt eða?? Klukkan er nefnilega 03:30 um nótt og ég að blogga er það klikkun eða what?? En ég gat ekki sofið er að pirrast til andskotans í löppunum og þá er ekkert annað að gera en að fara bara á fætur og blogga :) ... Thí hí nú heyrist trítl frammi á gangi og jú jú er ekki sú litla að læða sér upp til pabba síns... Tekur trúlega ekki eftir að ég sé ekki þar. Fór á fótboltaleik í kvöld sem var hreint fínn og unnum við stjörnuna 2-0. Var svo líka í pulsupartíi hjá Siggu og Finnboga fyrir leik svo ég fór södd á leikinn.Kíkti á Kristjönu í kaffi í dag og leystum við nokkur af heimsvandamálum yfir einum bolla... Það klikka ekki eldhúsumræðurnar.

Hér fyrir neðan er svo annar hluti af Callas myndum. Þessar HOME ART vörur sem hún er með eru hreinasta snilld. Bæði rosa flottar ,stórar og litlar og svo eru þær á svo góðu verði að maður þarf ekki að fara á hausinn af að kaupa þær. Nema þær séu keyptar í MIKLU magni eins og mig langar svo mikið að gera þegar ég kem þarna. Hún er reyndar líka með svolítið af SIA vörum sem eru heldur dýrari en stundum getur maður bara ekki staðist þær:) Ég læt myndirnar tala sínu máli og kveð að sinni ... Ætla nú kannski að reyna að sofa svolítið svo ég getir horft á Júróvísíjón annað kvöld... Er náttlega með júró-partý:) Hef á tilfinningunni að við vinnum hreinlega í ár.(NOT)...En þið gangið hægt um gleðidyrnar þegar þið skrönglist heim af pöbbanum bæði nú í nótt og aðra nótt. Vonandi þarf enginn að faðma Gustavsberg að sér í miklu magni Thí hí .Góðar stundir...

~~**~~

svo flott þarna svörtu kertin.....
flott lítil pottablóm.....

Dásamlegir litlir englar við öll tækifæri á fáráðnlegu verði...( ódýrir á ég þá við) í standinum þarna eru allskonar kerta og krónu hringir m/demöntum svvvooo flott....


Sætir englar í allskonar stellingum... Sæt lítil gjöf..




KLukkur sem mig vantar tilfinnanlega ...ssvvvooo flottar



Bara sætt horn . væri til í að hafa þetta horn bara heima hjá mér með öllu þessu :)....



~~**~~

3 ummæli:

Goa sagði...

12 dagar þangað til!!!


Mig langar í ALLLT í þessari búð!!
Ef hún vill selja mér hana, þá skal ég flytja til þín...*thi,hi*

Knús og klemma...alltaf!!

Sigga sagði...

12 dagar þangað til (sagt með leiðinlegum hreim, þið megið velja).

það eru líka 364 dagar þangað til þessi dagur kemur aftur. huh

:)knús Sigríður fílubrók.

Synnøve. sagði...

Nej Inga, man säger godmorgon....
Det är dax att sova då vet du, även om jag skulle gå upp då hehe..
Sen ser jag att du varit på en fotbolsmatch, men var det "ditt" lag som vann eller...
Snart sängdax igen.Skönt det.
Kram vännen i havgapet.
Synne :D