miðvikudagur, 7. maí 2008

Börn og bura en ekki rætur og mura...

~~~::*::~~~

Vaknaði fyrir allar aldir í morgun . Því ég fór að tala við yfirvaldið í skólanum og svo var hringt frá Landspítalanum eftir að ég var búin að reyna að ná í þau í eitthundrað áttatíu og fjögur ár... Ég þarf semsagt að fara í aukablóðprufur í fyrramálið... Þetta fjallar eitthvað um að ég vinni ekki nógu vel úr fæðunni og sé lág í járni ásamt fleiru... Það kemur í ljós. Ég geispaði stanslaust frá því að ég vaknaði og þangað til ég var búin í sundi í kvöld... var rétt drukknuð ... ég geispaði svo mikið... Ég ætti að fara úr fjandans kjálkaliðnum og ekki getað talað neitt. Það yrði náttúrulega bara skelfilegt. ( Mjói minn yrði samt ánægður hann segir að ég tuði of mikið... en það er ekki satt)..ef allt gengur eftir þá byrja ég að vinna þann 15. maí. Það verður fínt að byrja á fimmtudegi, Strax komin helgi. Maður verður að venja sig við... Svolítið orkulaus nefnilega. Hitti samt börnin mín í morgun og þau hlakka til að fá mig. En eru samt búin að vera með frábæra hjálp síðan ég fór. Það liggur við að maður verði afbrýðisamur...Nei nei hvaða vitleysa.. svona lætur maður nú ekki. Annars var Siggudagur hjá mér í dag og við fórum náttúrulega í heimsókn og í þetta skipti til Eyju og blöðruðum þar úr okkur vitið. Fórum svo saman í sund. Ég er ákveðin í að leita að utanborðsmotor aftan á henni Sigríði það er ekki fyndið hvað mér finnst ég synda hratt... en nei nei syndir hún ekki 80 sinnum fram úr mér á leiðinni..:=) Hér fyrir neðan eru myndir af börnunum mínum, reyndar sést varla í trommarann og verður hann varla glaður ef hann sér þetta en hann fer nú ekki inn á svona kellingasíður svo ég er save... En Hindin er þarna sæt og fín.. Þið öll !!! LOF JÚS... og megi draumalandið fara með ykkur á vit ævintýranna. Ykkar Inga hin slinga:=)
~~~::*::~~~


Trommarinn sonur minn í hljómsveitinni "Foreign Monkeys"...
Hljómsveitin samankomin nema það er komin nýr meðlimur í staðinn fyrir söngvarann sem er hérna fremstur....

Ný mynd af Hindinni minni sem tekin var á dögunum í skólanum...A4 mynd svart/hvít... svo flott finnst mér...


Hún fór upp á vegg 15 mín eftir að ég kom frá Reykjalundi ... semsagt keypti rammann í Reykjavík því ég vissi að myndin var á leiðinni....



350 kr veggstjakinn minn úr góða hirðinum sem fór upp á vegg 20 mín eftir að ég kom heim... (loppis 30 sekr..)


Finnst hann bara fínn ... Kannski átti Dorit Musaef hann, maður veit aldrei... Ég og Ólafur eigum nú sama afmælisdag... thí hí.. Sem er reyndar núna 14 maí ef þið skilduð ekki vita það... Það er semsagt alltaf flaggað fyrir okkur hjónum. Gísla því hann á afmæli á verkalýðsdaginn þann 1. maí.. Og ég, því að ég og Óli grís (forseti) eigum sama afmælisdag...
~~~::*::~~~


5 ummæli:

Sigga sagði...

Borða slátur og innmat þá færð þú allt það járn sem þú þarft. Nú svo koma þakplötur líka til greina og appelsínusafa með, þá rennur það ljúft.
*Drummer boy* alltaf ljúfur.
Love, love, love myndina af Hindinni, langflottust.

Knús sys

Berglind sagði...

flott mynd, en afi á öldu hefði orðið 90 ára 14 mai svo við ætlum að halda upp á það alla hvítasunnuhelgina hele familien frá gautaborg til seyðis. knús.

Nafnlaus sagði...

þú ert PERLA elsku frænka kveðja úr Hveró

Goa sagði...

Her er líka flaggað...30.apríl, fyrsta maí og líka fyrir þér en því miður ekki fyrr en 14 júlí...þá á Victoria afmæli, en þér er alveg sama um það...*fniss*...hún er allavega sætari en Óli grís..:)
Flottar myndir..Vigdís ÆÐI!!!
Kraaaaaaam...

Gusta sagði...

hæ hó æðisleg mynd af skvísunni þinni þú verður að setja betri mynd af gaurnum til að sýna okkur hversu myndarlegur hann er farðu svo að ráðum systur þinnar með innmatinn og slátrið, af því að það er að koma sumar þá kanski gætir þú prófað að setja stlátrið á grillið það hljómar eða þannig kveðja Guðsteina