sunnudagur, 25. maí 2008

Laugardagur til lukku...

~~**~~
Sælinú.
Það var glatt á hjalla í eurovision partýinu í gær. Þar voru við mættar vinkonurnar með börn og buru og þau þægari en orði fá líst. Minnstastur hennar Þóreyjar sat kyrr allan tímann og skoðaði umhverfið á meðan við kellurnar horfðum á.. Og þá er ég að tla um hann er 5 mánaða. Bara flottastur. Svo voru strákar Önnu Lilju , gormur ,gormari og gormastur.Gomastur var með atriði svona inn á milli :) bara flottastur. Svo var heimasætan hún Hind og vinkona hennar ,Þorbjörg Lind hennar Nönnu vinkonu en þær bara horfðu á og höfðu gaman af líkt og eldri peyjar Önnu. Snakk var í skálum og nammi og gos eins og tilheyrir á þessu kvöldi. Rekin voru upp stríðsöskur þega Ísland fékk stig. Ég held að allir hafi farið sáttir heim og allir þokkalega sáttir við 14. sætið. Nanna röflaði reyndar heil ósköp en hún gerir það reyndar alltaf yfir öllu.... :) nei nei djók...
Fór í 1100 hundruð heimsóknir í dag og drakk 1800 hundruð bolla af kaffi. Hefði þurft að vera í garðinum að moldvarpast en nennti því ekki. Tók samt til í þvottahúsinu og var þá bara sátt við dagsverkið... OHH er eitthvað svo löt svona heima fyrir þessa dagana og eirðarlaus. En það skiptir engu það hefur yfirleitt engin annar boðist til að gera fyrir mig það sem gera þarf hér svo að þetta bíður bara eftir mér ...Þangað til ég nenni. Er svona að byrja taka frá það sem ég ætla með með mér til Reykjavíkur og Svíþjóðar. Fer svo að pakka niður á næstu dögum. Ég nenni því alveg. Það verður gott að komast aðeins út fyrir landsteinana. Eigið gott kvöld þetta sunnudagskvöld í blíðskaparveðri. Ég ætla að nota það fyrir göngutúr eftir kvöldmat. Kv INGA
~~**~~



Gormastur.... (Kristján Ingi)
Móðirinn ( það er ekki furða þó hann sé svona)

Flottastur hennar Þóreyjar...( ALexander Örn)


Gormastur....




Rest af snakki og nammi og gosi... gleymdist að taka mynd á meðan eitthvað var til :=)

Við vinnum allldrei....:(

Farin að búa til vinabönd eftir keppnina...

Gormari og gormastur ( Kristján Ingi og Eyþór Daði..)


Gormur... (Tómas Aron)


Eyþór Daði...

Nanna,gormastur og Þorbjörg Lind...


Þórey með litla kút...
~~**~~

4 ummæli:

Sigga sagði...

áfram ísland

Nafnlaus sagði...

Jesús minn hvað þetta er myndarlegt fólk múhahahahahaha.
Nei þetta var sko yndisleg kvöldstund en hefði alveg viljað aðeins minna nammi svona svo að ég hefði nú kanski náð tæplega 3ja ára gorminum mínum niður fyrir klukkan hálf eitt, en það er nú bara Evrovision einu sinni á ári og á margra ára fresti erum við með í aðalkeppninni þannig að það var allt í lagi.
Takk aftur fyrir okkur gormafalmiliuna.
Kv. Anna Lilja

Nafnlaus sagði...

Takk æðislega fyrir frábært kvöld, þetta var alveg meiriháttar notalegt. Rauðvínið verður drukkið seinna.

En og aftur takk fyrir og við heyrumst og sjáumst í vikunni áður en frúin fer eina ferðina enn fjandakornið,fúskari og fía fjósakona...hvað eru mörg F í því?

´Knús en engin kremja...ekki mjög gott að kremja svona eftir allt nammi og snakk átið í gærkveldi...hí hí hí.

Koss frá Alexander Erni og mér.

Synnøve. sagði...

Ok, det där förstog jag inte så bra.
Men det var nått om kaffe 1100 och 1800. Var det klockslag eller pengar? Hoppas det var klockslag hehe...
Sen förstog jag att ni satt klistrade framför tvn och såg MGP....
Näe, får gå in senare idag och läsa igen.
Kram vännen och en fin måndag.
Synne :D